Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2021 09:54 Kolbrún G. Þorsteinsdóttir. Aðsend Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að Kolbrún hafi setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og áður verið fyrsti varabæjarfulltrúi 2010 til 2014. Auk þess hefur Kolbrún setið í stjórn skíðasvæðanna og situr nú fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu byggðarsamlags. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hefur leitt lista Sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu síðustu ár en tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Mosfellsbær hefur verið öflugt vígi Sjálfstæðisflokksins og hlaut tæp fjörutíu prósent í kosningunum 2018. Kolbrún var formaður fjölskyldunefndar frá 2010 til 2016, en hún er kennari og lýðheilsufræðingur að mennt og stundar nú nám í Stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands. „Ég hef búið í Mosfellsbæ með hléum í 45 ár, gekk í Varmárskóla og Gaggó Mos. Ég á þrjá syni, einn í heimahúsi, og tveir eldri búa einnig hér í Mosó með sínum fjölskyldum. Mitt hjarta slær í Mosó og brenn ég fyrir þeim verkefnum sem ég tek að mér,” er haft eftir Kolbrúnu. Hún hafnaði í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í síðasta prófkjöri en sækist nú eftir stuðningi í 1. sætið. „Sveitarstjórnarmálin eru mér afar hjartfólgin og hef ég nú mikla reynslu og þekkingu á málaflokkum sveitarfélaga en það er mikilvægt þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni Mosfellsbæjar. Ég hef mikla löngun til að vinna með góðu og jákvæðu fólki að framtíðarmálefnum Mosfellinga,“ er haft eftir Kolbrúnu. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hættir í vor eftir um fimmtán ár í stóli bæjarstjóra Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí á næsta ári. 10. nóvember 2021 08:51 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Kolbrún hafi setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og áður verið fyrsti varabæjarfulltrúi 2010 til 2014. Auk þess hefur Kolbrún setið í stjórn skíðasvæðanna og situr nú fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu byggðarsamlags. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hefur leitt lista Sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu síðustu ár en tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Mosfellsbær hefur verið öflugt vígi Sjálfstæðisflokksins og hlaut tæp fjörutíu prósent í kosningunum 2018. Kolbrún var formaður fjölskyldunefndar frá 2010 til 2016, en hún er kennari og lýðheilsufræðingur að mennt og stundar nú nám í Stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands. „Ég hef búið í Mosfellsbæ með hléum í 45 ár, gekk í Varmárskóla og Gaggó Mos. Ég á þrjá syni, einn í heimahúsi, og tveir eldri búa einnig hér í Mosó með sínum fjölskyldum. Mitt hjarta slær í Mosó og brenn ég fyrir þeim verkefnum sem ég tek að mér,” er haft eftir Kolbrúnu. Hún hafnaði í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í síðasta prófkjöri en sækist nú eftir stuðningi í 1. sætið. „Sveitarstjórnarmálin eru mér afar hjartfólgin og hef ég nú mikla reynslu og þekkingu á málaflokkum sveitarfélaga en það er mikilvægt þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni Mosfellsbæjar. Ég hef mikla löngun til að vinna með góðu og jákvæðu fólki að framtíðarmálefnum Mosfellinga,“ er haft eftir Kolbrúnu.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hættir í vor eftir um fimmtán ár í stóli bæjarstjóra Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí á næsta ári. 10. nóvember 2021 08:51 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Hættir í vor eftir um fimmtán ár í stóli bæjarstjóra Mosfellsbæjar Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í maí á næsta ári. 10. nóvember 2021 08:51