Ummæli ársins 2021: Ferlarnir hjá KSÍ, froðuflóð um koppagrundir og hefð um óinnsigluð kjörbréf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. desember 2021 08:00 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar eiga nokkur af ummælum ársins að mati Vísis. Vísir Nú eins og undanfarin ár rifjar Vísir upp eftirminnilegustu ummæli ársins sem er að líða. Og eins og gengur og gerist þá endurspegla ummælin mörg helstu fréttamála ársins. Rétt eins og í fyrra er kórónusóttin, sem herjað hefur á heimsbyggðina undanfarin tvö (!!!) ár, heldur áberandi á þessum lista, eins þreytt og við erum flest orðin á veirunni. Á kosningaári var sömuleiðis ekki við öðru að búast en að stjórnmálamenn tækju nokkur sæti á listanum. En við skulum vinda okkur í upprifjunina! „Ferlarnir“ hennar Klöru Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur, ef mér leyfist að fullyrða, var ekki vinsælasta sambandið í ár. Það var þó eitt sem vakti kátínu hjá fólki, og margir hlógu að en það voru ferlarnir hennar Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Það var í lok ágústmánaðar, þegar upp á yfirborðið höfðu komið ásakanir og meiningar um nauðgunar- og ofbeldismenningu innan sambandsins og frásagnir af ofbeldi landsliðsmanna í knattspyrnu, sem Klara fór í viðtal hjá Ríkisútvarpinu. Stjórn sambandsins hafði sagt af sér tæpum klukkutíma áður og Klara því ein eftir í stjórnendastöðu, sem gat svarað fyrir málefni KSÍ, þó stjórnin hygðist þó halda áfram störfum fram að aukaþingi þar sem ný stjórn yrði valin. „Það var sett í ferli,“ sagði Klara í viðtalinu hjá RÚV þann 30. ágúst, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað hún sagði „í ferli“ minnst sautján sinnum í viðtali sem var um sex og hálf mínúta. Hver er þá staðan á málinu... pic.twitter.com/vdGDUBweiq— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) August 30, 2021 Margir voru þó reiðir yfir viðtalinu, og öllum ferlunum sem mál höfðu verið sett í. Netverjar létu sitt ekki eftir liggja í þeirri umræðu. Hvað segiru Klara var eitthvað sett í ferli sagði þetta ekki nema svona 47x — Ágúst Þór B (@agustthor9) August 31, 2021 Klara sagði ferli 17x á 6:30 mín #klaraþarfaðfara— Ólöf Tara (@OlofTara) August 31, 2021 Klara og KSÍ eru rosalega mikið í að setja hluti í ferli, en ekki jafn mikið fyrir útkomur og aðgerðir. pic.twitter.com/w7AIdF4vT0— Anna! (@annavignisd) August 31, 2021 Hvað þýðir að setja eitthvað í ferli? Ætli þetta sé ferlið sem Klara er að tala um? pic.twitter.com/3BknQ5eKhl— Ingi B. (@IngiBGunnarsson) August 31, 2021 "jaaaa og nei... sko við fréttum jú af einhverri hópnauðgun og það fór í eitthvað ferli sem enginn veit hvað varð úr". HÓPNAUÐGUN???Út með þig, Klara. Þú ert augljóslega ekki starfi þínu vaxin. https://t.co/U5ca1BBFZo— Úlfar (@ulfarviktor) August 30, 2021 „Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu“ Sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þann 25. júní þegar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti að allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu felldar niður. Áfangasigur sagði sóttvarnalæknir en fullnaðarsigur? Svo sannarlega ekki. „Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá eitthvað bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ sagði Þórólfur í viðtali við fréttastofu eftir að Svandís kynnti afléttingu aðgerða. Þetta var í upphafi sumars, langur sóttvarnaaðgerðavetur var að baki og flestir þyrstir í að gera eitthvað, komast út á lífið, til útlanda, aðeins hafa gaman. Og viti menn, Þórólfur hafði eftir allt saman rétt fyrir sér. Það leið ekki á löngu þar til veiran fór að láta aftur á sér kræla, fjöldi smitaðra jókst með hverjum deginum og sóttvarnaaðgerðir voru kynntar að nýju, korteri fyrir verslunarmannahelgi. „Ekkert fokking væl“ Nei, sem fyrr hikaði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ekki við að láta í sér heyra og senda landsmönnum, sem voru kvíðnir fyrir sóttvarnaaðgerðum, pillu. „En taktu eftir því að það hefur gengið frábærlega vel að höndla þessa farsótt. Við búum í frjálsu landi. Maður vaknar á morgnana og þakkar skaparanum fyrir það að við skulum ekki vera í Afganistan. Þannig við erum bara á fínum stað. Ekkert fokking væl,“ sagði Kári í ágúst þegar tilkynnt var að takmarkanir myndu gilda áfram. Ummæli Kára á árinu væru í raun efni í sérfrétt en látum okkur nægja tvenn ummæli til viðbótar. „Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt“ Þetta sagði Kári um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eftir að breytingar á landamæratakmörkunum voru kynntar í vor. Þá höfðu takmarkanir breyst þannig að farþegar frá sumum löndum þyrftu að dvelja í farsóttarhúsi við komuna til landsins, en þeir sem framvísuðu vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu þyrftu aðeins að fara í eina sýnatöku við komuna. Óánægja Kára snerist þó ekki að þessu fyrirkomulagi heldur því að stjórnvöld hygðust fylgja litkóðunarflokkun Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Lág-áhættusvæði voru þá flokkuð græn, þau sem verr væru stödd gul og á verstu svæðunum væri flokkunin rauð. „Ekki veit ég hvar þau fengu þessa slæmu hugmynd að litakóðakerfinu. Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt þegar þau komu upp með þessa hugmynd því það er nákvæmlega ekkert sem bendir til að þetta sé skynsamlegt. Ég vonast til þess að þau beri til þess gæfu þegar áhrifin af því sem þau reyktu hverfi að þau hætti við því þetta er bara alveg út í hött,“ sagði Kári sæmilega kankvís. En þetta voru þó ekki einu reykingarnar sem Kári var að pæla í. Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í janúar í fyrra að hann byggist við að bólusetningum lyki um mitt sumar hér á landi, í Svíþjóð og Noregi. Kári gaf lítið fyrir þetta, þó annað hafi komið í ljós seinna meir. Okkur tókst jú að bólusetja meginþorra þjóðarinnar í sumar. „Þegar þessi Svíi sem býr í Sviss segir okkur að þetta verði í fínu lagi og að við verðum komin með hjarðónæmi um mitt ár þá finnst mér það vera með nokkrum óíkindum. Það liggur við að ég spyrji hvað hann sé að reykja,“ segir Kári léttur í bragði. „Hvers lags eiginlega froðuflóð er að flæða hér um allar koppagrundir?“ Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í kappræðum á Stöð 2, kvöldið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sagði Inga, sem greinilega var nóg boðið, eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði Ísland standa mjög vel þegar kæmi að jöfnuði í samfélaginu. „Við höfum það öll nokkuð gott, misjafnlega vel. Við höfum fengið möguleika á því að bæta kjör allra, og verkefni okkar stjórnmálamanna er alltaf einmitt að bæta hag þeirra sem verst hafa,“ sagði Sigurður. „Hér kemur hver silkihúfan á fætur annarri. Þetta er fólkið, þetta er mannanna verk. Þessi staða sem fátækt fólk býr við núna, það er mannanna verk, og það er þessara manna verk,“ svaraði Inga. „Hvers lags eiginlega froðuflóð er að flæða hér um allar koppagrundir? Það er eins og þið hafið ekki stigið niður á jörðina og feisað fólkið sem á þetta bágt. Ég hef skömm á svona málflutningi.“ „Eftir gagnrýni mína á Klausturmálið naut ég aldrei fulls trausts innan hópsins og um tíma var beinlínis litið svo á að ég væri vandamálið“ Sagði Birgir Þórarinsson þingmaður þegar hann tilkynnti að hann hefði sagt skilið við Miðflokkinn, sem hann hafði setið á þingi fyrir í eitt kjörtímabil, og væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Ástæðan, Klaustursmálið, sem kom upp í nóvember 2018. Margir drógu skýringar Birgis á vistaskiptunum í efa og veltu fyrir sér hvort það hafi virkilega tekið Birgi þrjú ár að átta sig á því að framganga samflokksmanna hans á kránni Klaustri hafi verið óforskammanleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði skýringar Birgis ekki halda vatni og sakaði „snillinga í Sjálfstæðisflokknum“ um að hafa skipulagt vistaskiptin, jafnvel fyrir Alþingiskosningarnar. Markmiðið að sögn Sigmundar var að tryggja að Miðflokkurinn gæti ekki stofnað þingflokk. Aðrir fyrrverandi samflokksmenn Birgis vísuðu í Biblíuna við skammirnar sem þeir veittu Birgi. Sagði Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, að Birgir væri „trúboðinn sem iðkaði ekki trúna sem hann boðar.“ Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, tók í sömu strengi og líkti Birgi við Júdas sjálfan í grein sem hann birti á Vísi. Fyrirsögn greinarinnar var „Þingmenn til sölu – kosta eina tölu; eða 30 silfurpeninga“ og vísaði hann þar til silfurpeninganna þrjátíu sem Júdas fékk að greiðslu fyrir að svíkja Jesú samkvæmt ritningu Biblíunnar. Netverjar ráku sömuleiðis margir upp stór augu, enda voru á þessum tímapunkti bara tvær vikur liðnar frá Alþingiskosningum. Þessi flótti þingmannsins úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokk hefur engin áhrif á mig. Ég ætla samt ekki að útiloka að það hellist yfir mig neikvæðar tilfinningar eftir þrjú ár.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 9, 2021 Er hægt að hægsturlast meira af bræði vegna snarklikkaðrar háttsemi félaga sinna á Klausturbarnum og hætta í flokknum rúmum ... þremur árum síðar? https://t.co/59odH2FLic— Kristján Freyr (@KrissRokk) October 9, 2021 Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki.https://t.co/ELBY1gpgEa— Snæbjörn (@artybjorn) October 9, 2021 Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn pic.twitter.com/5CSV3DOTfl— Jónas Már (@JTorfason) October 9, 2021 „Já, ekki innsigluð. Það hefur aldrei verið gert“ Já, hefðirnar eru margar og misjafnar. Og misgóðar líka. Hefði ekki ríkt hefð um það í Norðvesturkjördæmi að innsigla ekki kjörgögn hefði þing líklega verið löngu komið saman, engin óvissa hefði verið um réttmæti kosninganna í kjördæminu og landsmenn hefðu sloppið við endalausan fréttaflutning af undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis. En svo var ekki. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, viðurkenndi daginn eftir kosningar að kjörgögn hefðu ekki verið innsigluð eftir að í ljós kom við endurtalningu að eitthvað hefði farið á mis. Frambjóðendur sem töldu sig komna á þing voru, níu klukkustundum síðar, dottnir út af þingi. Skammvinn skemmtun og allt það. „Þetta er bara alveg sama skipulag og hefur verið mjög lengi,“ sagði Ingi í samtali við fréttastofu sunnudaginn 26. september, daginn eftir kosningarnar. En er þetta rétt, að þau hafi ekki verið innsigluð og skilin eftir? Var Ingi spurður. „Já, ekki innsigluð. Það hefur aldrei verið gert. Þau eru bara skilin eftir og læst inn í salinn. Svo förum við heim og hvílum okkur í smá tíma og förum aftur á staðinn. Þetta er bara vinnulag sem er búið að vera eins lengi og ég veit. Það er ekkert innsiglað, það er engin aðstaða til að innsigla þetta. Menn ganga ekkert alveg frá þessu. Auðvitað væri það hægt, það væri náttúrulega hægt að klára þetta en þá væru menn að bara fram á miðjan dag og væru þá kannski ekkert búnir að sofa í tvo sólarhringa.“ Við vitum öll hvað við tók. Tveir mánuðir af limbói þar sem óvíst var hvort átt hafi verið við kjörgögn, kærur, reiði, undirbúningskjörbréfanefnd og allt það. En förum ekki nánar út í það hér, enda höfum við flest heyrt nóg af því máli undanfarna tvo mánuði. „Fæði, klæði, húsnæði. Fæði, klæði, húsnæði. Fæði, klæði, húsnæði“ Jú, hún Inga Sæland vekur enn og aftur athygli fyrir orð sem hún lætur falla í aðdraganda kosninga. Fæði, klæði, húsnæði og heilbrigðisþjónusta fyrir alla“ sagði Inga í kosningakappræðum Stöðvar 2 í september. Ummælin vöktu kannski helst athygli fyrir það að hver einn og einasti stjórnmálaleiðtogi, sem tók þátt í kappræðunum, var að tala á sama tíma. Eins og Svanhildur Hólm framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands sagði á Twitter: „Inga Sæland ákveður að það séu ekki nógu margir að tala í einu og endurtekur „fæði-klæði-húsnæði“ aftur og aftur.“ Ég held að þetta sé skrýtnasti kafli þessara kappræðna í kvöld. Uppáhaldið mitt er þegar Inga Sæland ákveður að það séu bara ekki nógu margir að tala í einu og endurtekur fæði-klæði-húsnæði aftur og aftur. pic.twitter.com/w3uXtNsoSW— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) September 23, 2021 „Get ég fengið að grípa aðeins inn í þetta Bubbatal og við farið að tala um pólitík hérna“ Sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en þáverandi frambjóðandi, í Pallborðinu á Vísi í aðdraganda kosninga í haust. Höfðu þeir Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, verið að rökræða um kvótakerfið á Íslandi. Bjarni hafði þá vísað til þess að þegar Bubbi söng Ísbjarnablús og fleiri lög sem mótmæla sjávarútveginum, hafi kvótakerfinu ekki einu sinni verið komið á. Það varð kveikjan að þessum víðfrægu ummælum Kristrúnar. „Ég er bjartsýn/nn“ Sögðu nær allir leiðtogar stjórnmálaflokka sem rætt var við á kjörstað þann 25. september síðastliðinn. Jú, bjartsýnir voru þeir allir um gengi sitt og sinna flokka í kosningum, þó svo að úr spánni hafi ekki ræst hjá sumum. Á kosningadag voru fréttamenn okkar eins og endranær staðsettir á víð og dreif á kjörstöðum til að ná tali af formönnunum og var bjartsýni þeirra reifuð í kvöldfréttatímanum þann daginn. „Ég er lúmskt bjartsýnn,“ sagði Gunnar Smári framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins þó niðurstaðan hafi kannski ekki verið góð í lokin. Flokkurinn náði ekki einum manni á þing. „Ég er gríðarlega bjartsýn,“ sagði Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist þá fullbjartsýnn um að niðurstöðurnar yrðu góðar fyrir flokkinn, sem raungerðist en flokkurinn náði sextán á þing, þó þingmenn hans séu nú orðnir sautján (munið að Birgir Þórarinsson skipti yfir, eins og við fórum yfir hér að ofan). Þeir voru fleiri formennirnir sem voru bjartsýnir en þið getið bara séð það í fréttinni hér að neðan. Manstu eftir fleiri eftirminnilegum ummælum á árinu? Hjálpaðu okkur að rifja þau upp í ummælakerfinu að neðan. Fréttir ársins 2021 Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Vistaskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Rétt eins og í fyrra er kórónusóttin, sem herjað hefur á heimsbyggðina undanfarin tvö (!!!) ár, heldur áberandi á þessum lista, eins þreytt og við erum flest orðin á veirunni. Á kosningaári var sömuleiðis ekki við öðru að búast en að stjórnmálamenn tækju nokkur sæti á listanum. En við skulum vinda okkur í upprifjunina! „Ferlarnir“ hennar Klöru Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur, ef mér leyfist að fullyrða, var ekki vinsælasta sambandið í ár. Það var þó eitt sem vakti kátínu hjá fólki, og margir hlógu að en það voru ferlarnir hennar Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Það var í lok ágústmánaðar, þegar upp á yfirborðið höfðu komið ásakanir og meiningar um nauðgunar- og ofbeldismenningu innan sambandsins og frásagnir af ofbeldi landsliðsmanna í knattspyrnu, sem Klara fór í viðtal hjá Ríkisútvarpinu. Stjórn sambandsins hafði sagt af sér tæpum klukkutíma áður og Klara því ein eftir í stjórnendastöðu, sem gat svarað fyrir málefni KSÍ, þó stjórnin hygðist þó halda áfram störfum fram að aukaþingi þar sem ný stjórn yrði valin. „Það var sett í ferli,“ sagði Klara í viðtalinu hjá RÚV þann 30. ágúst, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað hún sagði „í ferli“ minnst sautján sinnum í viðtali sem var um sex og hálf mínúta. Hver er þá staðan á málinu... pic.twitter.com/vdGDUBweiq— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) August 30, 2021 Margir voru þó reiðir yfir viðtalinu, og öllum ferlunum sem mál höfðu verið sett í. Netverjar létu sitt ekki eftir liggja í þeirri umræðu. Hvað segiru Klara var eitthvað sett í ferli sagði þetta ekki nema svona 47x — Ágúst Þór B (@agustthor9) August 31, 2021 Klara sagði ferli 17x á 6:30 mín #klaraþarfaðfara— Ólöf Tara (@OlofTara) August 31, 2021 Klara og KSÍ eru rosalega mikið í að setja hluti í ferli, en ekki jafn mikið fyrir útkomur og aðgerðir. pic.twitter.com/w7AIdF4vT0— Anna! (@annavignisd) August 31, 2021 Hvað þýðir að setja eitthvað í ferli? Ætli þetta sé ferlið sem Klara er að tala um? pic.twitter.com/3BknQ5eKhl— Ingi B. (@IngiBGunnarsson) August 31, 2021 "jaaaa og nei... sko við fréttum jú af einhverri hópnauðgun og það fór í eitthvað ferli sem enginn veit hvað varð úr". HÓPNAUÐGUN???Út með þig, Klara. Þú ert augljóslega ekki starfi þínu vaxin. https://t.co/U5ca1BBFZo— Úlfar (@ulfarviktor) August 30, 2021 „Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu“ Sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þann 25. júní þegar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti að allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu felldar niður. Áfangasigur sagði sóttvarnalæknir en fullnaðarsigur? Svo sannarlega ekki. „Ég vil túlka þetta sem áfangasigur. Þetta er ekki búið, þetta er enginn lokasigur. Við gætum átt eftir að fá eitthvað bakslag. Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn í partíinu. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ sagði Þórólfur í viðtali við fréttastofu eftir að Svandís kynnti afléttingu aðgerða. Þetta var í upphafi sumars, langur sóttvarnaaðgerðavetur var að baki og flestir þyrstir í að gera eitthvað, komast út á lífið, til útlanda, aðeins hafa gaman. Og viti menn, Þórólfur hafði eftir allt saman rétt fyrir sér. Það leið ekki á löngu þar til veiran fór að láta aftur á sér kræla, fjöldi smitaðra jókst með hverjum deginum og sóttvarnaaðgerðir voru kynntar að nýju, korteri fyrir verslunarmannahelgi. „Ekkert fokking væl“ Nei, sem fyrr hikaði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ekki við að láta í sér heyra og senda landsmönnum, sem voru kvíðnir fyrir sóttvarnaaðgerðum, pillu. „En taktu eftir því að það hefur gengið frábærlega vel að höndla þessa farsótt. Við búum í frjálsu landi. Maður vaknar á morgnana og þakkar skaparanum fyrir það að við skulum ekki vera í Afganistan. Þannig við erum bara á fínum stað. Ekkert fokking væl,“ sagði Kári í ágúst þegar tilkynnt var að takmarkanir myndu gilda áfram. Ummæli Kára á árinu væru í raun efni í sérfrétt en látum okkur nægja tvenn ummæli til viðbótar. „Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt“ Þetta sagði Kári um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eftir að breytingar á landamæratakmörkunum voru kynntar í vor. Þá höfðu takmarkanir breyst þannig að farþegar frá sumum löndum þyrftu að dvelja í farsóttarhúsi við komuna til landsins, en þeir sem framvísuðu vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu þyrftu aðeins að fara í eina sýnatöku við komuna. Óánægja Kára snerist þó ekki að þessu fyrirkomulagi heldur því að stjórnvöld hygðust fylgja litkóðunarflokkun Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Lág-áhættusvæði voru þá flokkuð græn, þau sem verr væru stödd gul og á verstu svæðunum væri flokkunin rauð. „Ekki veit ég hvar þau fengu þessa slæmu hugmynd að litakóðakerfinu. Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt þegar þau komu upp með þessa hugmynd því það er nákvæmlega ekkert sem bendir til að þetta sé skynsamlegt. Ég vonast til þess að þau beri til þess gæfu þegar áhrifin af því sem þau reyktu hverfi að þau hætti við því þetta er bara alveg út í hött,“ sagði Kári sæmilega kankvís. En þetta voru þó ekki einu reykingarnar sem Kári var að pæla í. Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í janúar í fyrra að hann byggist við að bólusetningum lyki um mitt sumar hér á landi, í Svíþjóð og Noregi. Kári gaf lítið fyrir þetta, þó annað hafi komið í ljós seinna meir. Okkur tókst jú að bólusetja meginþorra þjóðarinnar í sumar. „Þegar þessi Svíi sem býr í Sviss segir okkur að þetta verði í fínu lagi og að við verðum komin með hjarðónæmi um mitt ár þá finnst mér það vera með nokkrum óíkindum. Það liggur við að ég spyrji hvað hann sé að reykja,“ segir Kári léttur í bragði. „Hvers lags eiginlega froðuflóð er að flæða hér um allar koppagrundir?“ Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í kappræðum á Stöð 2, kvöldið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sagði Inga, sem greinilega var nóg boðið, eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði Ísland standa mjög vel þegar kæmi að jöfnuði í samfélaginu. „Við höfum það öll nokkuð gott, misjafnlega vel. Við höfum fengið möguleika á því að bæta kjör allra, og verkefni okkar stjórnmálamanna er alltaf einmitt að bæta hag þeirra sem verst hafa,“ sagði Sigurður. „Hér kemur hver silkihúfan á fætur annarri. Þetta er fólkið, þetta er mannanna verk. Þessi staða sem fátækt fólk býr við núna, það er mannanna verk, og það er þessara manna verk,“ svaraði Inga. „Hvers lags eiginlega froðuflóð er að flæða hér um allar koppagrundir? Það er eins og þið hafið ekki stigið niður á jörðina og feisað fólkið sem á þetta bágt. Ég hef skömm á svona málflutningi.“ „Eftir gagnrýni mína á Klausturmálið naut ég aldrei fulls trausts innan hópsins og um tíma var beinlínis litið svo á að ég væri vandamálið“ Sagði Birgir Þórarinsson þingmaður þegar hann tilkynnti að hann hefði sagt skilið við Miðflokkinn, sem hann hafði setið á þingi fyrir í eitt kjörtímabil, og væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Ástæðan, Klaustursmálið, sem kom upp í nóvember 2018. Margir drógu skýringar Birgis á vistaskiptunum í efa og veltu fyrir sér hvort það hafi virkilega tekið Birgi þrjú ár að átta sig á því að framganga samflokksmanna hans á kránni Klaustri hafi verið óforskammanleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði skýringar Birgis ekki halda vatni og sakaði „snillinga í Sjálfstæðisflokknum“ um að hafa skipulagt vistaskiptin, jafnvel fyrir Alþingiskosningarnar. Markmiðið að sögn Sigmundar var að tryggja að Miðflokkurinn gæti ekki stofnað þingflokk. Aðrir fyrrverandi samflokksmenn Birgis vísuðu í Biblíuna við skammirnar sem þeir veittu Birgi. Sagði Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, að Birgir væri „trúboðinn sem iðkaði ekki trúna sem hann boðar.“ Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, tók í sömu strengi og líkti Birgi við Júdas sjálfan í grein sem hann birti á Vísi. Fyrirsögn greinarinnar var „Þingmenn til sölu – kosta eina tölu; eða 30 silfurpeninga“ og vísaði hann þar til silfurpeninganna þrjátíu sem Júdas fékk að greiðslu fyrir að svíkja Jesú samkvæmt ritningu Biblíunnar. Netverjar ráku sömuleiðis margir upp stór augu, enda voru á þessum tímapunkti bara tvær vikur liðnar frá Alþingiskosningum. Þessi flótti þingmannsins úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokk hefur engin áhrif á mig. Ég ætla samt ekki að útiloka að það hellist yfir mig neikvæðar tilfinningar eftir þrjú ár.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 9, 2021 Er hægt að hægsturlast meira af bræði vegna snarklikkaðrar háttsemi félaga sinna á Klausturbarnum og hætta í flokknum rúmum ... þremur árum síðar? https://t.co/59odH2FLic— Kristján Freyr (@KrissRokk) October 9, 2021 Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki.https://t.co/ELBY1gpgEa— Snæbjörn (@artybjorn) October 9, 2021 Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn pic.twitter.com/5CSV3DOTfl— Jónas Már (@JTorfason) October 9, 2021 „Já, ekki innsigluð. Það hefur aldrei verið gert“ Já, hefðirnar eru margar og misjafnar. Og misgóðar líka. Hefði ekki ríkt hefð um það í Norðvesturkjördæmi að innsigla ekki kjörgögn hefði þing líklega verið löngu komið saman, engin óvissa hefði verið um réttmæti kosninganna í kjördæminu og landsmenn hefðu sloppið við endalausan fréttaflutning af undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis. En svo var ekki. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, viðurkenndi daginn eftir kosningar að kjörgögn hefðu ekki verið innsigluð eftir að í ljós kom við endurtalningu að eitthvað hefði farið á mis. Frambjóðendur sem töldu sig komna á þing voru, níu klukkustundum síðar, dottnir út af þingi. Skammvinn skemmtun og allt það. „Þetta er bara alveg sama skipulag og hefur verið mjög lengi,“ sagði Ingi í samtali við fréttastofu sunnudaginn 26. september, daginn eftir kosningarnar. En er þetta rétt, að þau hafi ekki verið innsigluð og skilin eftir? Var Ingi spurður. „Já, ekki innsigluð. Það hefur aldrei verið gert. Þau eru bara skilin eftir og læst inn í salinn. Svo förum við heim og hvílum okkur í smá tíma og förum aftur á staðinn. Þetta er bara vinnulag sem er búið að vera eins lengi og ég veit. Það er ekkert innsiglað, það er engin aðstaða til að innsigla þetta. Menn ganga ekkert alveg frá þessu. Auðvitað væri það hægt, það væri náttúrulega hægt að klára þetta en þá væru menn að bara fram á miðjan dag og væru þá kannski ekkert búnir að sofa í tvo sólarhringa.“ Við vitum öll hvað við tók. Tveir mánuðir af limbói þar sem óvíst var hvort átt hafi verið við kjörgögn, kærur, reiði, undirbúningskjörbréfanefnd og allt það. En förum ekki nánar út í það hér, enda höfum við flest heyrt nóg af því máli undanfarna tvo mánuði. „Fæði, klæði, húsnæði. Fæði, klæði, húsnæði. Fæði, klæði, húsnæði“ Jú, hún Inga Sæland vekur enn og aftur athygli fyrir orð sem hún lætur falla í aðdraganda kosninga. Fæði, klæði, húsnæði og heilbrigðisþjónusta fyrir alla“ sagði Inga í kosningakappræðum Stöðvar 2 í september. Ummælin vöktu kannski helst athygli fyrir það að hver einn og einasti stjórnmálaleiðtogi, sem tók þátt í kappræðunum, var að tala á sama tíma. Eins og Svanhildur Hólm framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands sagði á Twitter: „Inga Sæland ákveður að það séu ekki nógu margir að tala í einu og endurtekur „fæði-klæði-húsnæði“ aftur og aftur.“ Ég held að þetta sé skrýtnasti kafli þessara kappræðna í kvöld. Uppáhaldið mitt er þegar Inga Sæland ákveður að það séu bara ekki nógu margir að tala í einu og endurtekur fæði-klæði-húsnæði aftur og aftur. pic.twitter.com/w3uXtNsoSW— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) September 23, 2021 „Get ég fengið að grípa aðeins inn í þetta Bubbatal og við farið að tala um pólitík hérna“ Sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en þáverandi frambjóðandi, í Pallborðinu á Vísi í aðdraganda kosninga í haust. Höfðu þeir Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, verið að rökræða um kvótakerfið á Íslandi. Bjarni hafði þá vísað til þess að þegar Bubbi söng Ísbjarnablús og fleiri lög sem mótmæla sjávarútveginum, hafi kvótakerfinu ekki einu sinni verið komið á. Það varð kveikjan að þessum víðfrægu ummælum Kristrúnar. „Ég er bjartsýn/nn“ Sögðu nær allir leiðtogar stjórnmálaflokka sem rætt var við á kjörstað þann 25. september síðastliðinn. Jú, bjartsýnir voru þeir allir um gengi sitt og sinna flokka í kosningum, þó svo að úr spánni hafi ekki ræst hjá sumum. Á kosningadag voru fréttamenn okkar eins og endranær staðsettir á víð og dreif á kjörstöðum til að ná tali af formönnunum og var bjartsýni þeirra reifuð í kvöldfréttatímanum þann daginn. „Ég er lúmskt bjartsýnn,“ sagði Gunnar Smári framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins þó niðurstaðan hafi kannski ekki verið góð í lokin. Flokkurinn náði ekki einum manni á þing. „Ég er gríðarlega bjartsýn,“ sagði Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist þá fullbjartsýnn um að niðurstöðurnar yrðu góðar fyrir flokkinn, sem raungerðist en flokkurinn náði sextán á þing, þó þingmenn hans séu nú orðnir sautján (munið að Birgir Þórarinsson skipti yfir, eins og við fórum yfir hér að ofan). Þeir voru fleiri formennirnir sem voru bjartsýnir en þið getið bara séð það í fréttinni hér að neðan. Manstu eftir fleiri eftirminnilegum ummælum á árinu? Hjálpaðu okkur að rifja þau upp í ummælakerfinu að neðan.
Fréttir ársins 2021 Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Vistaskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira