Birkir Blær svaf lítið í nótt vegna spennu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2021 11:36 Birkir Blær Óðinsson keppir til úrslita í sænska Idolinu í kvöld. Skjáskot Birkir Blær Óðinsson sem keppir í úrslitum sænska Idolsins í kvöld segist lítið hafa sofið í nótt og er spenntur fyrir kvöldinu. Mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær mætir í kvöld söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í Avicii Arena sem flestir þekkja sem Globen í Stokkhólmi. Það lá nokkuð vel á Birki þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en hann sagði þó langan dag þegar að baki. „Við vorum í fréttunum í morgun klukkan sjö þannig maður er svolítið þreyttur. En ég er bara spenntur,“ segir Birkir. Birkir Blær valdi að taka lagið All I Ask eftir Adele í kvöld en hann segir það eitt af sínum uppáhalds.Idol Hvernig eru taugarnar, gastu sofið eitthvað í nótt? „Nei eiginlega ekki, við erum á hóteli við Arenað. Og maður sér það beint út um gluggann á herberginu þannig það var svolítið erfitt að hætta að hugsa um þetta. Þannig það var svolítið erfitt að sofna,“ segir hann léttur í bragði. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Hann segir stórfjölskylduna verða í salnum í kvöld; meðal annars móður sína sem er farin út til Svíþjóðar frá Íslandi og kærustuna. Hann syngur þrjú lög. „Fyrsta lagið sem ég syng er All I ask með Adele, það er lag sem ég valdi sjálfur. Erum síðan bæði að taka lag sem við höfum tekið áður, eitt af þeim vinsælustu og þá er ég að taka It's a Man's Man's World og síðan er það sigurvegaralagið sem er samið fyrir okkur,“ segir Birkir. Hann segist spenntur fyrir kvöldinu en mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal. En hvernig sem fer segist Birkir ekki hafa sungið sitt síðasta. „Mig langar bara að gefa út mitt eigið efni og langar að halda áfram að gera þetta, nema bara meira á mínum eigin forsendum. Hérna er maður svolítið peð. Þannig mig langar að gefa út lög og spila fyrir fólk. Ég vonast bara til þess að geta gert það.“ Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld. Hefst klukkan 18 að íslenskum tíma og stendur yfir fram eftir kvöldi. Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Svíþjóð Akureyri Tónlist Hæfileikaþættir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær mætir í kvöld söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í Avicii Arena sem flestir þekkja sem Globen í Stokkhólmi. Það lá nokkuð vel á Birki þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en hann sagði þó langan dag þegar að baki. „Við vorum í fréttunum í morgun klukkan sjö þannig maður er svolítið þreyttur. En ég er bara spenntur,“ segir Birkir. Birkir Blær valdi að taka lagið All I Ask eftir Adele í kvöld en hann segir það eitt af sínum uppáhalds.Idol Hvernig eru taugarnar, gastu sofið eitthvað í nótt? „Nei eiginlega ekki, við erum á hóteli við Arenað. Og maður sér það beint út um gluggann á herberginu þannig það var svolítið erfitt að hætta að hugsa um þetta. Þannig það var svolítið erfitt að sofna,“ segir hann léttur í bragði. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Hann segir stórfjölskylduna verða í salnum í kvöld; meðal annars móður sína sem er farin út til Svíþjóðar frá Íslandi og kærustuna. Hann syngur þrjú lög. „Fyrsta lagið sem ég syng er All I ask með Adele, það er lag sem ég valdi sjálfur. Erum síðan bæði að taka lag sem við höfum tekið áður, eitt af þeim vinsælustu og þá er ég að taka It's a Man's Man's World og síðan er það sigurvegaralagið sem er samið fyrir okkur,“ segir Birkir. Hann segist spenntur fyrir kvöldinu en mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal. En hvernig sem fer segist Birkir ekki hafa sungið sitt síðasta. „Mig langar bara að gefa út mitt eigið efni og langar að halda áfram að gera þetta, nema bara meira á mínum eigin forsendum. Hérna er maður svolítið peð. Þannig mig langar að gefa út lög og spila fyrir fólk. Ég vonast bara til þess að geta gert það.“ Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld. Hefst klukkan 18 að íslenskum tíma og stendur yfir fram eftir kvöldi.
Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Svíþjóð Akureyri Tónlist Hæfileikaþættir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira