Prjónauppskriftir á mannamáli í nýrri bók Sögur útgáfa 14. desember 2021 10:55 Eygló Gísladóttir Prjón er snilld er heiti nýrrar uppskriftabókar eftir Sjöfn Kristjánsdóttur. Sögur útgáfa gefa bókina út. Bókin inniheldur 63 uppskriftir að peysum fyrir bæði börn og fullorðna, uppskriftir að buxum, sokkum, vettlingum og ungbarnasettum. Eygló Gísladóttir tók myndirnar í bókina. Sjöfn Kristjánsdóttir safnaði saman vinsælustu uppskriftunum sínum uppáhalds í þessa bók. Þetta er önnur bók Sjafnar en fyrir liggur eftir hana bókin Una prjónabók sem hún vann ásamt Sölku Sól. Sjöfn hefur einnig gefið út yfir 200 prjónauppskriftir á vefsíðunni Stroff.is og rekur prjónaverslunina Stroff í Skipholti 25. „Uppskriftirnar í bókinni eru misflóknar en ég útskýri þær vel og set einnig inn hlekki á myndbönd sem hægt er að styðjast við. Í bókinni eru einnig tvær opnur með útskýringum á því hvernig prjóna á hæl, þumal og fleira sem þarf að kunna í uppskriftunum. Erfiðleikastig uppskrifta merki ég með einum hnykli og upp í þrjá. Þrír hnyklar eru þá flóknari uppskriftir,“ útskýrir Sjöfn en undirtitill bókarinnar er einmitt 63 uppskriftir á mannamáli. Hún segir áhuga á prjónaskap mikinn. Fólk sæki í þá innri ró sem fylgi því að prjóna. Eygló Gísladóttir „Þetta er hálfgert prjónajóga og mikil núvitund. Undanfarin ár hefur mikil vakning orðið í prjónaheiminum og ungar stelpur fóru að prjóna og setja inn á Instagram til dæmis. Í covid varð enn meiri vakning þegar fólk fór að leita sér að áhugamáli til að stunda heima. Ég vona að sá áhugi haldist áfram. Það er líka í tísku að vera í prjónuðum peysum og að hafa krakka í heimaprjónuðu. Nú eru stuttar mittispeysur mjög vinsælar, blöðruermar, gatamunstur og kaðlar. Það má segja að í dag blandist saman nokkrir áratugir í tísku,“ segir Sjöfn en fjölmargar uppskriftir að fallegum peysum er að finna í bókinni. Eygló Gísladóttir Sjálf fór Sjöfn að prjóna 12 ára og allt í höndunum. Prjónavélar hafa ekki heillað hana. „Vélprjón er allt annar handleggur og einnig erfiðara að eiga við munstur í prjónavélum. Mér finnst bara svo stór hluti af þessu að sitja með prjónana í höndunum og ég nýti oft tímann og hlusta á hljóðbækur og hlaðvarp á meðan. Ég er hrifin af því að vera með grófa prjóna og gróft band og þá er ég bara nokkur kvöld að prjóna peysu,“ segir Sjöfn. Nánari upplýsingar hér. Eygló Gísladóttir Tíska og hönnun Prjónaskapur Menning Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
Bókin inniheldur 63 uppskriftir að peysum fyrir bæði börn og fullorðna, uppskriftir að buxum, sokkum, vettlingum og ungbarnasettum. Eygló Gísladóttir tók myndirnar í bókina. Sjöfn Kristjánsdóttir safnaði saman vinsælustu uppskriftunum sínum uppáhalds í þessa bók. Þetta er önnur bók Sjafnar en fyrir liggur eftir hana bókin Una prjónabók sem hún vann ásamt Sölku Sól. Sjöfn hefur einnig gefið út yfir 200 prjónauppskriftir á vefsíðunni Stroff.is og rekur prjónaverslunina Stroff í Skipholti 25. „Uppskriftirnar í bókinni eru misflóknar en ég útskýri þær vel og set einnig inn hlekki á myndbönd sem hægt er að styðjast við. Í bókinni eru einnig tvær opnur með útskýringum á því hvernig prjóna á hæl, þumal og fleira sem þarf að kunna í uppskriftunum. Erfiðleikastig uppskrifta merki ég með einum hnykli og upp í þrjá. Þrír hnyklar eru þá flóknari uppskriftir,“ útskýrir Sjöfn en undirtitill bókarinnar er einmitt 63 uppskriftir á mannamáli. Hún segir áhuga á prjónaskap mikinn. Fólk sæki í þá innri ró sem fylgi því að prjóna. Eygló Gísladóttir „Þetta er hálfgert prjónajóga og mikil núvitund. Undanfarin ár hefur mikil vakning orðið í prjónaheiminum og ungar stelpur fóru að prjóna og setja inn á Instagram til dæmis. Í covid varð enn meiri vakning þegar fólk fór að leita sér að áhugamáli til að stunda heima. Ég vona að sá áhugi haldist áfram. Það er líka í tísku að vera í prjónuðum peysum og að hafa krakka í heimaprjónuðu. Nú eru stuttar mittispeysur mjög vinsælar, blöðruermar, gatamunstur og kaðlar. Það má segja að í dag blandist saman nokkrir áratugir í tísku,“ segir Sjöfn en fjölmargar uppskriftir að fallegum peysum er að finna í bókinni. Eygló Gísladóttir Sjálf fór Sjöfn að prjóna 12 ára og allt í höndunum. Prjónavélar hafa ekki heillað hana. „Vélprjón er allt annar handleggur og einnig erfiðara að eiga við munstur í prjónavélum. Mér finnst bara svo stór hluti af þessu að sitja með prjónana í höndunum og ég nýti oft tímann og hlusta á hljóðbækur og hlaðvarp á meðan. Ég er hrifin af því að vera með grófa prjóna og gróft band og þá er ég bara nokkur kvöld að prjóna peysu,“ segir Sjöfn. Nánari upplýsingar hér. Eygló Gísladóttir
Tíska og hönnun Prjónaskapur Menning Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira