Niðurstaðan hræðileg og nöturlegt að hana beri upp í dag Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. desember 2021 17:13 Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segist vongóður að réttlætið sigri að lokum. Vísir/Egill Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í dag að framselja megi Julian Assange stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir niðurstöðuna hræðilega og hálf nöturlegt að hún skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Málinu verði mætt í héraði með nýrri áfrýjun og sé því alls ekki lokið. Á meðan niðurstaða dómstólsins var lesin upp söfnuðust stuðningsmenn Julian Assange saman fyrir utan. Áfrýjunardómstóllinn sneri við úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar hafði verið hafnað. Assange er því kominn einu skrefi nær því að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm vegna ásakana um njósnir. „Hún kemur nú ekki sérstaklega mikið á óvart þessi niðurstaða því miður en þetta er hræðileg niðurstaða og hálf nöturlegt að þetta skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Sama dag og tveir blaðamenn eru að taka við nóbelsverðlaunum, friðarverðlaunum Nóbels í Osló, sama dag og ráðstefnu Bandaríkjanna lýkur þar sem þeir eru að hampa sér fyrir það að vera forysturíki fyrir lýðræði í heiminum, þá skuli þessi niðurstaða koma þar sem er verið að senda málið aftur í hérað. Það verður því að sjálfsögðu mætt með nýrri áfrýjun þannig að þetta er alls ekki búið,“ segir Kristinn. Assange hefur nú setið í fangelsi í á þriðja ár en áður en fangelsisvist hans hófst hafði hann verið lokaður inni í sendiráði Ekvadors í Lundúnum í sjö ár. „Hann er búinn að vera í einangrunarvist langmestan part af þeim tíma sem hann hefur verið í mesta öryggisfangelsi Bretlands og það er í sjálfu sér mannréttindabrot að hann skuli hafa verið þar núna í tvö ár og þrjá mánuði að bíða niðurstöðu og algjörlega ótækt og því verður náttúrulega að linna.“ Kristinn segist vongóður um að réttlætið sigri að lokum. „Þetta endar með réttlæti það hlýtur að gera það. Því að ef þetta heldur áfram að hann sé framseldur til Bandaríkjanna þá er það þvílíkt áfall fyrir blaðamennsku í heiminum það sem að allir eru í dag orðnir sammála um alveg sama hvaða mannréttindasamtök þú heyrir í. Ég sé nú að Amnesty International og Blaðamenn án landamæra hafa fordæmt þessa niðurstöðu. Þarna er verið að gera blaðamennsku að glæp og það er ótækt fyrir heiminn í dag.“ WikiLeaks Mannréttindi Mál Julians Assange Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Á meðan niðurstaða dómstólsins var lesin upp söfnuðust stuðningsmenn Julian Assange saman fyrir utan. Áfrýjunardómstóllinn sneri við úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar hafði verið hafnað. Assange er því kominn einu skrefi nær því að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm vegna ásakana um njósnir. „Hún kemur nú ekki sérstaklega mikið á óvart þessi niðurstaða því miður en þetta er hræðileg niðurstaða og hálf nöturlegt að þetta skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Sama dag og tveir blaðamenn eru að taka við nóbelsverðlaunum, friðarverðlaunum Nóbels í Osló, sama dag og ráðstefnu Bandaríkjanna lýkur þar sem þeir eru að hampa sér fyrir það að vera forysturíki fyrir lýðræði í heiminum, þá skuli þessi niðurstaða koma þar sem er verið að senda málið aftur í hérað. Það verður því að sjálfsögðu mætt með nýrri áfrýjun þannig að þetta er alls ekki búið,“ segir Kristinn. Assange hefur nú setið í fangelsi í á þriðja ár en áður en fangelsisvist hans hófst hafði hann verið lokaður inni í sendiráði Ekvadors í Lundúnum í sjö ár. „Hann er búinn að vera í einangrunarvist langmestan part af þeim tíma sem hann hefur verið í mesta öryggisfangelsi Bretlands og það er í sjálfu sér mannréttindabrot að hann skuli hafa verið þar núna í tvö ár og þrjá mánuði að bíða niðurstöðu og algjörlega ótækt og því verður náttúrulega að linna.“ Kristinn segist vongóður um að réttlætið sigri að lokum. „Þetta endar með réttlæti það hlýtur að gera það. Því að ef þetta heldur áfram að hann sé framseldur til Bandaríkjanna þá er það þvílíkt áfall fyrir blaðamennsku í heiminum það sem að allir eru í dag orðnir sammála um alveg sama hvaða mannréttindasamtök þú heyrir í. Ég sé nú að Amnesty International og Blaðamenn án landamæra hafa fordæmt þessa niðurstöðu. Þarna er verið að gera blaðamennsku að glæp og það er ótækt fyrir heiminn í dag.“
WikiLeaks Mannréttindi Mál Julians Assange Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45
Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12
Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00