„Við hinir hefðum átt að taka upp keflið“ Atli Arason skrifar 10. desember 2021 23:06 Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls. vísir/vilhelm Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var svekktur með 9 stiga tap gegn sínum gömlu félögum í Keflavík í kvöld, 93-84. „Það er fúlt að tapa, það voru mikið af góðum hlutum en við gáfum þeim allt of mikið af sóknarfráköstum og töpuðum of mörgum boltum“ Keflavík gjörsigraði fyrsta leikhluta með 17 stigum en þann mun gekk Tindastóll illa að brúa. Sigurður hefur fá svör við því af hverju Stólarnir voru svona lengi í gang. „Ef ég vissi af hverju þá hefði það ekki skeð en þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn og það mátti ekki miklu muna að við kæmum okkur í færi að stela leiknum. Þessi 10 sóknarfráköst sem þeir náðu í fyrsta leikhluta var bara allt of mikið, brött brekka,“ svaraði Sigurður, aðspurður af því hvers vegna Stólarnir byrjuðu leikinn svona illa. Javon Bess og Sigtryggur Arnar, helstu stigaskorarar Tindastóls, gerðu samanlagt aðeins 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum áður en þeim tókst að laga tölfræðina sína aðeins en saman gerðu þeir 21 stig í síðasta fjórðungnum. Sigurður telur að aðrir leikmenn hefðu átt að stíga upp til að brúa bilið. „Við teljum okkur vera lið sem á ekki að treysta á einn eða tvo leikmenn. Við hinir hefðum átt að taka upp keflið en það gerði það enginn í dag, þetta liggur ekkert á þeim tveim heldur á liðinu, við byrjuðum illa sem lið og það lagaðist ekki fyrr en seint í öðrum leikhluta þá fór aðeins að skína hjá okkur áður en við missum þá aftur fram úr okkur í þriðja leikhluta en komum til baka í fjórða. Þetta var svona jó-jó leikur.“ Sigurður háði mikla baráttu undir körfunni við David Okeke, leikmann Keflavíkur, en Okeke fór meiddur af velli og miðað við fyrstu viðbrögð þá er líklegt að Okeke hafi slitið hásin. „Já það er hræðilegt að heyra að hann hafi slitið hásin og að sjálfsögðu vonar maður að svo sé ekki. Hann er mikill íþróttamaður, hávaxinn og með langa útlimi. Eins og fólk sá í kvöld að þótt að hann var stiginn úti þá teygði hann sig yfir menn og tók bara boltann. Það verður erfitt fyrir Keflvíkinga að finna nýjan mann fyrir hann, þú finnur ekki svona leikmenn á hverju strá, af þessari hæð með þessa getu,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, að lokum. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira
„Það er fúlt að tapa, það voru mikið af góðum hlutum en við gáfum þeim allt of mikið af sóknarfráköstum og töpuðum of mörgum boltum“ Keflavík gjörsigraði fyrsta leikhluta með 17 stigum en þann mun gekk Tindastóll illa að brúa. Sigurður hefur fá svör við því af hverju Stólarnir voru svona lengi í gang. „Ef ég vissi af hverju þá hefði það ekki skeð en þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn og það mátti ekki miklu muna að við kæmum okkur í færi að stela leiknum. Þessi 10 sóknarfráköst sem þeir náðu í fyrsta leikhluta var bara allt of mikið, brött brekka,“ svaraði Sigurður, aðspurður af því hvers vegna Stólarnir byrjuðu leikinn svona illa. Javon Bess og Sigtryggur Arnar, helstu stigaskorarar Tindastóls, gerðu samanlagt aðeins 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum áður en þeim tókst að laga tölfræðina sína aðeins en saman gerðu þeir 21 stig í síðasta fjórðungnum. Sigurður telur að aðrir leikmenn hefðu átt að stíga upp til að brúa bilið. „Við teljum okkur vera lið sem á ekki að treysta á einn eða tvo leikmenn. Við hinir hefðum átt að taka upp keflið en það gerði það enginn í dag, þetta liggur ekkert á þeim tveim heldur á liðinu, við byrjuðum illa sem lið og það lagaðist ekki fyrr en seint í öðrum leikhluta þá fór aðeins að skína hjá okkur áður en við missum þá aftur fram úr okkur í þriðja leikhluta en komum til baka í fjórða. Þetta var svona jó-jó leikur.“ Sigurður háði mikla baráttu undir körfunni við David Okeke, leikmann Keflavíkur, en Okeke fór meiddur af velli og miðað við fyrstu viðbrögð þá er líklegt að Okeke hafi slitið hásin. „Já það er hræðilegt að heyra að hann hafi slitið hásin og að sjálfsögðu vonar maður að svo sé ekki. Hann er mikill íþróttamaður, hávaxinn og með langa útlimi. Eins og fólk sá í kvöld að þótt að hann var stiginn úti þá teygði hann sig yfir menn og tók bara boltann. Það verður erfitt fyrir Keflvíkinga að finna nýjan mann fyrir hann, þú finnur ekki svona leikmenn á hverju strá, af þessari hæð með þessa getu,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, að lokum.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira