Síminn ekki stoppað í dag hjá nýju stórstjörnunni Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 16:57 Sigurvegari sænska Idolsins í ár, Birkir Blær Óðinsson. Idol Birkir Blær Óðinsson, sem vann sænska Idol-ið í gærkvöld, á eftir að rýna alveg í samninginn sinn, en honum skilst að nú fram undan sé að taka upp tónlist og halda tónleika. Að taka þátt í keppninni hefur breytt lífi hans, segir hann. Lokakeppnin var í gær og Birkir flutti All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Svo beið hann spenntur - og næstum öll Akureyri líka - eftir lokaniðurstöðunni. „Þetta var alveg sturlað bara. Já, eiginlega bara alveg sturlað. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því. Ég er bara rosalega glaður og þakklátur fyrir að hafa fengið að gera þetta allt saman. Og ég er bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir Birkir, sem átti stund milli stríða til að ræða við blaðamann. Eftir sigurinn hefur athyglin skiljanlega verið töluverð en Birkir hefur lært að íslenskir blaðamenn eru töluvert ágengari en þeir sænsku. Það hlýtur að vera heilbrigðismerki. „Síminn minn er búinn að titra svolítið mikið og ég er voða lítið búinn að geta svarað,“ segir hann. Næst á dagskrá er plata hjá Universal Music í Svíþjóð með sönglögum á ensku. „Núna vil ég bara semja, taka upp, pródúsa, lög og gefa þau út. Og fá svo að syngja þau fyrir fólk. Það er svona það sem mig langar mest að gera núna,“ segir Birkir. Og heldurðu að þetta hafi breytt lífi þínu? „Já, ég held það, en það er auðvitað of snemmt að segja til um það. En að taka þátt í þessu hefur haft mikil áhrif á mig.“ Birkir er þakklátur fyrir stuðning fjölskyldu sinnar, Akureyringa og Íslendinga allra í gegnum mánuðina þrjá sem eru að baki. Hann hefur alltaf viljað vinna við tónlist og ljóst að nú fær hann tækifæri til þess. „Bara takk kærlega fyrir allan stuðninginn og allt það og bara já, ég hlakka til að koma í heimsókn næst.“ Óljóst er hvenær af þeirri heimsókn verður, en Birkir kemst naumast heim um jólin, eins og móðir hans hafði vonast til. Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Kannski stærra en maður áttaði sig á“ Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn. 11. desember 2021 12:44 „Þetta verður örugglega algjört ævintýri“ Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni. 10. desember 2021 17:50 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Lokakeppnin var í gær og Birkir flutti All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Svo beið hann spenntur - og næstum öll Akureyri líka - eftir lokaniðurstöðunni. „Þetta var alveg sturlað bara. Já, eiginlega bara alveg sturlað. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því. Ég er bara rosalega glaður og þakklátur fyrir að hafa fengið að gera þetta allt saman. Og ég er bara spenntur fyrir framhaldinu,“ segir Birkir, sem átti stund milli stríða til að ræða við blaðamann. Eftir sigurinn hefur athyglin skiljanlega verið töluverð en Birkir hefur lært að íslenskir blaðamenn eru töluvert ágengari en þeir sænsku. Það hlýtur að vera heilbrigðismerki. „Síminn minn er búinn að titra svolítið mikið og ég er voða lítið búinn að geta svarað,“ segir hann. Næst á dagskrá er plata hjá Universal Music í Svíþjóð með sönglögum á ensku. „Núna vil ég bara semja, taka upp, pródúsa, lög og gefa þau út. Og fá svo að syngja þau fyrir fólk. Það er svona það sem mig langar mest að gera núna,“ segir Birkir. Og heldurðu að þetta hafi breytt lífi þínu? „Já, ég held það, en það er auðvitað of snemmt að segja til um það. En að taka þátt í þessu hefur haft mikil áhrif á mig.“ Birkir er þakklátur fyrir stuðning fjölskyldu sinnar, Akureyringa og Íslendinga allra í gegnum mánuðina þrjá sem eru að baki. Hann hefur alltaf viljað vinna við tónlist og ljóst að nú fær hann tækifæri til þess. „Bara takk kærlega fyrir allan stuðninginn og allt það og bara já, ég hlakka til að koma í heimsókn næst.“ Óljóst er hvenær af þeirri heimsókn verður, en Birkir kemst naumast heim um jólin, eins og móðir hans hafði vonast til.
Birkir Blær í sænska Idol Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Kannski stærra en maður áttaði sig á“ Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn. 11. desember 2021 12:44 „Þetta verður örugglega algjört ævintýri“ Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni. 10. desember 2021 17:50 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Kannski stærra en maður áttaði sig á“ Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn. 11. desember 2021 12:44
„Þetta verður örugglega algjört ævintýri“ Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni. 10. desember 2021 17:50