„Okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum“ Atli Arason skrifar 11. desember 2021 20:27 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis. Bára Dröfn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, var sársvekkt eftir eins stigs tap gegn Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins í kvöld, 89-88, eftir framlengdan leik. „Þetta er hundfúlt. Það var gott að við náðum að koma okkur inn í framlengingu en á sama tíma er hundfúlt að tapa og vera dottinn úr leik í bikarnum,“ sagði Sigrún í viðtali við Vísi eftir leik. Aliyah Mazyck var besti leikmaður Fjölnis í kvöld þrátt fyrir að spila meidd. Mazyck gerði 34 stig og tók 8 fráköst en hún spilaði ekkert í framlengingunni eftir að hafa fengið fimmtu villuna sína seint í fjórða leikhluta. Sigrún saknaði leikstjórnanda liðsins á ögurstundu í framlengingunni. „Við erum með gott lið og góða leikmenn en hún er okkar leikstjórnandi og það sást kannski i framlengingu að okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum. Varnarleikurinn var fínn í framlengingunni á köflum en það vantaði sóknarlega, að stýra leiknum og fá þessi góðu skot og setja upp í kerfi. Við vorum svolítið eins og við værum í handbolta, að hlaupa fram og til baka en enginn þorði að taka á skarið.“ Þessi tvö lið eru í efstu tveimur sætum deildarinnar og það þurfti framlengingu til að finna sigurvegara en á endanum var það ekki nema eitt stig skildi liðin af. Aðspurð átti Sigrún erfitt með að finna einhverja jákvæða punkta við leik þeirra, því svekkelsið var svo mikið. „Það er alltaf eitthvað jákvætt en svona stuttu eftir leik, eftir eins stigs tap og vera dottinn út úr bikarnum þá er þetta svo hundfúlt og maður sér ekki neitt jákvætt. Maður er bara svekktur,“ svaraði Sigrún. Fjölnir hafði áður gefið það út að liðið ætlaði að sækja bikar á þessu tímabili. Nú er ljóst að liðið mun ekki verða bikarmeistarar en Sigrún segir að liðið muni setja allan fókus á síðustu tvo bikarana sem eru í boði. „Við eigum Grindavík á miðvikudaginn og svo er jólafrí. Það er bara næsti leikur og nýta jólafríið vel. Nú verðum við bara að horfa í deildarmeistaratitilinn og svo Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu. Fjölnir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
„Þetta er hundfúlt. Það var gott að við náðum að koma okkur inn í framlengingu en á sama tíma er hundfúlt að tapa og vera dottinn úr leik í bikarnum,“ sagði Sigrún í viðtali við Vísi eftir leik. Aliyah Mazyck var besti leikmaður Fjölnis í kvöld þrátt fyrir að spila meidd. Mazyck gerði 34 stig og tók 8 fráköst en hún spilaði ekkert í framlengingunni eftir að hafa fengið fimmtu villuna sína seint í fjórða leikhluta. Sigrún saknaði leikstjórnanda liðsins á ögurstundu í framlengingunni. „Við erum með gott lið og góða leikmenn en hún er okkar leikstjórnandi og það sást kannski i framlengingu að okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum. Varnarleikurinn var fínn í framlengingunni á köflum en það vantaði sóknarlega, að stýra leiknum og fá þessi góðu skot og setja upp í kerfi. Við vorum svolítið eins og við værum í handbolta, að hlaupa fram og til baka en enginn þorði að taka á skarið.“ Þessi tvö lið eru í efstu tveimur sætum deildarinnar og það þurfti framlengingu til að finna sigurvegara en á endanum var það ekki nema eitt stig skildi liðin af. Aðspurð átti Sigrún erfitt með að finna einhverja jákvæða punkta við leik þeirra, því svekkelsið var svo mikið. „Það er alltaf eitthvað jákvætt en svona stuttu eftir leik, eftir eins stigs tap og vera dottinn út úr bikarnum þá er þetta svo hundfúlt og maður sér ekki neitt jákvætt. Maður er bara svekktur,“ svaraði Sigrún. Fjölnir hafði áður gefið það út að liðið ætlaði að sækja bikar á þessu tímabili. Nú er ljóst að liðið mun ekki verða bikarmeistarar en Sigrún segir að liðið muni setja allan fókus á síðustu tvo bikarana sem eru í boði. „Við eigum Grindavík á miðvikudaginn og svo er jólafrí. Það er bara næsti leikur og nýta jólafríið vel. Nú verðum við bara að horfa í deildarmeistaratitilinn og svo Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu.
Fjölnir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum