„Ekki séð mörg lið spila eins vel gegn toppliðunum og Norwich gerði í kvöld“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 20:33 Ralf Rangnick var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Stephen Pond/Getty Images Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði nýliðum Norwich fyrir spilamennsku sína í kvöld eftir að United vann 0-1 útisigur gegn botnliðinu. „Ég hef ekki séð mörg lið spila eins vel gegn toppliðunum og Norwich gerði í kvöld. Þeir spiluðu ekki eins og botnlið,“ sagði Rangnick í samtali við Match of the Day. Þrátt fyrir það að vera ánægður með stigin þrjú viðurkennir Rangnick að liðið eigi langt í land og það séu margir hlutir sem þarf að bæta. „Þegar allt kemur til alls þá þurfum við að geta keppt á móti þessum liðum og vera tilbúnir í líkamleg átök. Það er enn nóg pláss fyrir bætingar á því sviði. Við mætum Brentford eftir þrjá daga og það verður ekki auðveldara.“ „Það var mikil ákefð í leiknum í kvöld. Þeir spiluðu vel og spiluðu ekki eins og botnlið. Við lentum í smá vandræðum á fyrstu 15 mínútunum.“ Rangnick segir að sínir menn hafi sjórnað leiknum, en að liðið geti þakkað David de Gea fyrir það að hafa haldið hreinu. „Við stjórnuðum leiknum frá upphafi, en áttum erfitt með að finna réttu lausnirnar. Við gerðum vel varnarlega og leyfðum þeim ekki að komast í mörg skot eða færi í fyrri hálfleik.“ „Í hálfleik sagði ég strákunum að við þyrftum að auka hraðann og ákefðina. Seinni hálfleikurinn var aðeins betri en við vorum heppnir að fá ekki á okkur mark. David de Gea átti tvær eða þrjár virkilega góðar vörslur.“ Rangnick ræddi einnig um þá staðreynd að illa hefur gengið hjá United að halda hreinu hingað til á tímabilinu, og að það væri klárlega eitthvað sem þyrfti að vinna í. „Við höfum fengið á okkur flest mörk af liðunum í efri helmingi töflunnar. Nú erum við búnir að halda hreinu í tveimur leikjum í röð, sem er gott, en við þurfum enn að vinna í því. Sérstaklega á móti líkamlega sterkum liðum, eða liðum sem sækja eins og Norwich gerði í kvöld, sagði Þjóðverjinn að lokum. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
„Ég hef ekki séð mörg lið spila eins vel gegn toppliðunum og Norwich gerði í kvöld. Þeir spiluðu ekki eins og botnlið,“ sagði Rangnick í samtali við Match of the Day. Þrátt fyrir það að vera ánægður með stigin þrjú viðurkennir Rangnick að liðið eigi langt í land og það séu margir hlutir sem þarf að bæta. „Þegar allt kemur til alls þá þurfum við að geta keppt á móti þessum liðum og vera tilbúnir í líkamleg átök. Það er enn nóg pláss fyrir bætingar á því sviði. Við mætum Brentford eftir þrjá daga og það verður ekki auðveldara.“ „Það var mikil ákefð í leiknum í kvöld. Þeir spiluðu vel og spiluðu ekki eins og botnlið. Við lentum í smá vandræðum á fyrstu 15 mínútunum.“ Rangnick segir að sínir menn hafi sjórnað leiknum, en að liðið geti þakkað David de Gea fyrir það að hafa haldið hreinu. „Við stjórnuðum leiknum frá upphafi, en áttum erfitt með að finna réttu lausnirnar. Við gerðum vel varnarlega og leyfðum þeim ekki að komast í mörg skot eða færi í fyrri hálfleik.“ „Í hálfleik sagði ég strákunum að við þyrftum að auka hraðann og ákefðina. Seinni hálfleikurinn var aðeins betri en við vorum heppnir að fá ekki á okkur mark. David de Gea átti tvær eða þrjár virkilega góðar vörslur.“ Rangnick ræddi einnig um þá staðreynd að illa hefur gengið hjá United að halda hreinu hingað til á tímabilinu, og að það væri klárlega eitthvað sem þyrfti að vinna í. „Við höfum fengið á okkur flest mörk af liðunum í efri helmingi töflunnar. Nú erum við búnir að halda hreinu í tveimur leikjum í röð, sem er gott, en við þurfum enn að vinna í því. Sérstaklega á móti líkamlega sterkum liðum, eða liðum sem sækja eins og Norwich gerði í kvöld, sagði Þjóðverjinn að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira