„Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. desember 2021 14:56 Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir sækjast bæði eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Eyþór hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík síðan árið 2018 en Hildur lýsti því yfir á dögunum að hún ætlaði að bjóða sig fram í oddvitasætið í komandi prófkjöri. Hildur hefur verið borgarfulltrúi síðan 2018 en hún var í öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna í síðustu kosningum. Kominn tími á það fyrir löngu síðan að við höfum áhrif í þessari borg Hildur segir aðalmálið að Sjálfstæðisflokkurinn komist í meirihluta og geti tekið yfir borgina.Vísir/Vilhelm „Ég held að það þurfi ekki alltaf að vera einhver stórkostlegur meiningamunur þó fólk sækist eftir sama sætinu. Við sjáum það líka á þingi að fólk sækist eftir forystusætum jafnvel þó það sé enginn sérstakur meiningamunur,“ sagði Hildur aðspurð um slaginn fram undan. „Það sem fólk þarf þá að gera upp við sig er hvor aðilinn sé með meiri aðlaðandi framtíðarsýn, hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar og leiða okkur inn í meirihlutasamstarf. Ég býð mig fram því ég tel mig geta gert allt þetta.“ Hún segist ekki ætla að hallmæla Eyþóri. „Við erum samherjar í Sjálfstæðisflokknum en við sækjumst eftir sama forystusæti. Heila málið er að vinna kosningar og komast í meirihluta. Í síðustu kosningum útilokuðu aðrir flokkar við okkur samstarf jafnvel þó við hefðum unnið kosningasigur. Það er staða sem við getum ekki fundið okkur aftur í.“ „Við þurfum að vera opin i alla enda og það sem mestu máli skiptir er að við getum myndað meirihluta með fólki sem á með okkur málefnalegan grundvöll og tekið yfir borgina. Það er markmið okkar Sjálfstæðismanna og okkur finnst kominn tími á það fyrir löngu síðan að við höfum áhrif í þessari borg. „Framsókn vann merkilegan kosningasigur“ Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eyþór segist að það sé breiðari kór í borginni núna, miðað við fyrir fjórum árum síðan, sem er sammála um að það sé margt sem þarf að laga í borginni. „Ég tel að ég hafi náð þar hljómgrunni meðal mjög margra aðila í þjóðfélaginu. Það þarf að laga bæði samgöngu- og skipulagsmálin og við heyrum það mjög víða. Nú er komið að því að breyta í vor.“ Eyþór sagði að Sjálfstæðismenn vantaði samstarfsaðila í borgarstjórn og daðraði við Framsóknarflokkinn sem fékk engan mann kjörinn í síðustu borgarstjórnarkosningum. „Við fengum 31% síðast, sem er umtalsvert meira en þingkosningar gáfu okkur. Ég held að við getum fengið jafnvel meira en það mun ekki duga þannig að okkur vantar samstarfsaðila. Við erum opin fyrir samstarfi, við höfum aldrei útilokað aðra flokka. “ „Framsókn vann mjög merkilegan kosningasigur í þingkosningum og nú er bara að sjá hverjir verða í framboði fyrir hvern flokk og þá sjáum við hverjir geta dansað saman.“ Hildur tók undir orð Eyþórs um Framsóknarflokkinn. „Framsóknarmenn hafa í gegnum söguna verið góðir samstarfsaðilar Sjálfstæðisflokksins. Ég veit auðvitað ekki hverjir bjóða sig fram í borginni eða hvaða áherslur þeir munu setja.“ Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Eyþór hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík síðan árið 2018 en Hildur lýsti því yfir á dögunum að hún ætlaði að bjóða sig fram í oddvitasætið í komandi prófkjöri. Hildur hefur verið borgarfulltrúi síðan 2018 en hún var í öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna í síðustu kosningum. Kominn tími á það fyrir löngu síðan að við höfum áhrif í þessari borg Hildur segir aðalmálið að Sjálfstæðisflokkurinn komist í meirihluta og geti tekið yfir borgina.Vísir/Vilhelm „Ég held að það þurfi ekki alltaf að vera einhver stórkostlegur meiningamunur þó fólk sækist eftir sama sætinu. Við sjáum það líka á þingi að fólk sækist eftir forystusætum jafnvel þó það sé enginn sérstakur meiningamunur,“ sagði Hildur aðspurð um slaginn fram undan. „Það sem fólk þarf þá að gera upp við sig er hvor aðilinn sé með meiri aðlaðandi framtíðarsýn, hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar og leiða okkur inn í meirihlutasamstarf. Ég býð mig fram því ég tel mig geta gert allt þetta.“ Hún segist ekki ætla að hallmæla Eyþóri. „Við erum samherjar í Sjálfstæðisflokknum en við sækjumst eftir sama forystusæti. Heila málið er að vinna kosningar og komast í meirihluta. Í síðustu kosningum útilokuðu aðrir flokkar við okkur samstarf jafnvel þó við hefðum unnið kosningasigur. Það er staða sem við getum ekki fundið okkur aftur í.“ „Við þurfum að vera opin i alla enda og það sem mestu máli skiptir er að við getum myndað meirihluta með fólki sem á með okkur málefnalegan grundvöll og tekið yfir borgina. Það er markmið okkar Sjálfstæðismanna og okkur finnst kominn tími á það fyrir löngu síðan að við höfum áhrif í þessari borg. „Framsókn vann merkilegan kosningasigur“ Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eyþór segist að það sé breiðari kór í borginni núna, miðað við fyrir fjórum árum síðan, sem er sammála um að það sé margt sem þarf að laga í borginni. „Ég tel að ég hafi náð þar hljómgrunni meðal mjög margra aðila í þjóðfélaginu. Það þarf að laga bæði samgöngu- og skipulagsmálin og við heyrum það mjög víða. Nú er komið að því að breyta í vor.“ Eyþór sagði að Sjálfstæðismenn vantaði samstarfsaðila í borgarstjórn og daðraði við Framsóknarflokkinn sem fékk engan mann kjörinn í síðustu borgarstjórnarkosningum. „Við fengum 31% síðast, sem er umtalsvert meira en þingkosningar gáfu okkur. Ég held að við getum fengið jafnvel meira en það mun ekki duga þannig að okkur vantar samstarfsaðila. Við erum opin fyrir samstarfi, við höfum aldrei útilokað aðra flokka. “ „Framsókn vann mjög merkilegan kosningasigur í þingkosningum og nú er bara að sjá hverjir verða í framboði fyrir hvern flokk og þá sjáum við hverjir geta dansað saman.“ Hildur tók undir orð Eyþórs um Framsóknarflokkinn. „Framsóknarmenn hafa í gegnum söguna verið góðir samstarfsaðilar Sjálfstæðisflokksins. Ég veit auðvitað ekki hverjir bjóða sig fram í borginni eða hvaða áherslur þeir munu setja.“
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira