Skúli Tómas færður til í starfi þar til skýrari mynd fæst á atburðina á HSS Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2021 18:17 Læknirinn hefur verið í endurmenntun og þjálfun á Landspítala eftir að hann fékk takmarkað læknaleyfi hjá embætti landlæknis. Hann hafði missti leyfið í kjölfar atburðanna á HSS. Vísir/Vilhelm Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna andláta sex sjúklinga og mála fimm annarra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hefur verið færður til í starfi innan Landspítalans. Þetta segir í yfirlýsingu frá Landspítalanum. Skúli hefur undanfarið verið í endurmenntun og þjálfun á Landspítalanum eftir að embætti landlæknis gaf honum takmarkað lækningaleyfi eftir að hann missti það vegna atburða sem áttu sér stað á HSS. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að hann verði ekki í sjúklingasamskiptum á meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu sé ekki verið að leggja mat á sekt eða sakleysi í málinu en forstjóra og stjórnendum spítalans beri að standa vörð um það traust sem til spítalans sé borið og verði sjúklingar því ætið að njóta vafans. Eins og áður segir er aðkoma Skúla og annarra starfsmanna HSS að málum ellefu sjúklinga til skoðunar hjá lögreglu. Sex sjúklinganna létust á meðan þeir dvöldu á HSS. Beggi Dan, sonur eins sjúklinganna sem lést í umsjá Skúla, lýsti lokadögum móður sinnar á HSS í skoðanapistli sem birtist á Vísi í lok nóvembermánaðar. Lýsti hann því til að mynda að móðir hans hafi verið lögð inn í hvíldarinnlögn á HSS en hafi verið sett á lífslokameðferð samdægurs án samráðs við aðstandendur. Þar með hafi henni ekki verið hjúkrað á viðeigandi hátt, hún þjáðst af legusárum og sýkingum og hafi hún til að mynda fengið drep í annað eyrað sem endaði þannig að hluti af því datt af. Beggi lýsti yfir vantrausti á stjórnendur Landspítala í greininni vegna þess að Skúli fengi að starfa þar. Taldi hann ljóst að stjórnendur spítalans væru ekki meðvitaðir um þá meðhöndlun sem Skúli veitti móður hans. „Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga,“ segir í yfirlýsingu Landspítala. Yfirlýsingu Landspítalans má lesa í heild sinni hér að neðan: Vegna læknis með tímabundið og takmarkað starfsleyfi á Landspítala Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga. Undanfarið hefur á Landspítala starfað læknir með takmarkað lækningaleyfi frá embætti landlæknis til endurmenntunar og þjálfunar. Læknirinn var ráðinn til endurmenntunar og þjálfunar á Landspítala í kjölfar sviptingar lækningaleyfis vegna atburða sem áttu sér stað þegar viðkomandi var læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Settur forstjóri Landspítala hefur í ljósi þessa fært umræddan lækni til í starfi og mun hann ekki vera í sjúklingasamskiptum meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarrás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu er ekki lagt mat á sekt eða sakleysi í málinu, en forstjóra og stjórnendum spítalans ber að standa vörð um það traust sem til spítalans er borið og verða sjúklingar ætíð að njóta vafans. Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05 Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. 13. desember 2021 09:30 Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu frá Landspítalanum. Skúli hefur undanfarið verið í endurmenntun og þjálfun á Landspítalanum eftir að embætti landlæknis gaf honum takmarkað lækningaleyfi eftir að hann missti það vegna atburða sem áttu sér stað á HSS. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að hann verði ekki í sjúklingasamskiptum á meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu sé ekki verið að leggja mat á sekt eða sakleysi í málinu en forstjóra og stjórnendum spítalans beri að standa vörð um það traust sem til spítalans sé borið og verði sjúklingar því ætið að njóta vafans. Eins og áður segir er aðkoma Skúla og annarra starfsmanna HSS að málum ellefu sjúklinga til skoðunar hjá lögreglu. Sex sjúklinganna létust á meðan þeir dvöldu á HSS. Beggi Dan, sonur eins sjúklinganna sem lést í umsjá Skúla, lýsti lokadögum móður sinnar á HSS í skoðanapistli sem birtist á Vísi í lok nóvembermánaðar. Lýsti hann því til að mynda að móðir hans hafi verið lögð inn í hvíldarinnlögn á HSS en hafi verið sett á lífslokameðferð samdægurs án samráðs við aðstandendur. Þar með hafi henni ekki verið hjúkrað á viðeigandi hátt, hún þjáðst af legusárum og sýkingum og hafi hún til að mynda fengið drep í annað eyrað sem endaði þannig að hluti af því datt af. Beggi lýsti yfir vantrausti á stjórnendur Landspítala í greininni vegna þess að Skúli fengi að starfa þar. Taldi hann ljóst að stjórnendur spítalans væru ekki meðvitaðir um þá meðhöndlun sem Skúli veitti móður hans. „Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga,“ segir í yfirlýsingu Landspítala. Yfirlýsingu Landspítalans má lesa í heild sinni hér að neðan: Vegna læknis með tímabundið og takmarkað starfsleyfi á Landspítala Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga. Undanfarið hefur á Landspítala starfað læknir með takmarkað lækningaleyfi frá embætti landlæknis til endurmenntunar og þjálfunar. Læknirinn var ráðinn til endurmenntunar og þjálfunar á Landspítala í kjölfar sviptingar lækningaleyfis vegna atburða sem áttu sér stað þegar viðkomandi var læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Settur forstjóri Landspítala hefur í ljósi þessa fært umræddan lækni til í starfi og mun hann ekki vera í sjúklingasamskiptum meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarrás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu er ekki lagt mat á sekt eða sakleysi í málinu, en forstjóra og stjórnendum spítalans ber að standa vörð um það traust sem til spítalans er borið og verða sjúklingar ætíð að njóta vafans.
Vegna læknis með tímabundið og takmarkað starfsleyfi á Landspítala Forsenda farsæls starfs á Landspítala sem og annars staðar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að almennt traust sé borið til starfseminnar. Þá er í lögum um réttindi sjúklinga lögð rík áhersla á mikilvægi trausts í samskiptum heilbrigðisfólks og sjúklinga. Undanfarið hefur á Landspítala starfað læknir með takmarkað lækningaleyfi frá embætti landlæknis til endurmenntunar og þjálfunar. Læknirinn var ráðinn til endurmenntunar og þjálfunar á Landspítala í kjölfar sviptingar lækningaleyfis vegna atburða sem áttu sér stað þegar viðkomandi var læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Settur forstjóri Landspítala hefur í ljósi þessa fært umræddan lækni til í starfi og mun hann ekki vera í sjúklingasamskiptum meðan skýrari mynd fæst af þeirri atburðarrás sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu. Með þessu er ekki lagt mat á sekt eða sakleysi í málinu, en forstjóra og stjórnendum spítalans ber að standa vörð um það traust sem til spítalans er borið og verða sjúklingar ætíð að njóta vafans.
Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05 Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. 13. desember 2021 09:30 Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira
Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05
Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. 13. desember 2021 09:30
Fleiri kærur í undirbúningi á hendur Skúla Tómasi Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Landspítalinn hyggst senda frá sér yfirlýsingu eftir helgi. 10. desember 2021 19:10