Miklar breytingar fram undan Snorri Másson skrifar 15. desember 2021 09:58 Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Garðabær fá nýja bæjarstjóra eftir kosningar. Í Hafnarfirði, í Kópavogi og í Hveragerði ætla sitjandi sveitarstjórar að sækjast eftir endurkjöri. Og í Vestmannaeyjum og í Reykjavík er allt enn óljóst - Íris og Dagur segja til eftir hátíðirnar. vísir Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. Víðast hvar í minni sveitarfélögum landsins eru bæjarstjórarnir ráðnir en í stærri sveitarfélögum eru þeir jafnan kjörnir fulltrúar. Í sveitarfélögunum umhverfis Reykjavík hafa nokkrir þaulsetnir bæjarstjórar þegar tilkynnt að þeir hyggist ekki gefa kost á sér aftur. Farið var yfir sviðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Ásgerður Halldórsdóttir, sem hefur verið bæjarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi frá 2009, ætlar að segja þetta gott. Hið sama gildir um Harald Sverrisson bæjarstjóra í Mosfellsbæ, sem hefur verið þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2007. Hann lætur nú af störfum. Og Gunnar Einarsson sem hefur verið bæjarstjóri í Garðabæ frá árinu 2005 segir þetta sömuleiðis gott eftir næstum 17 ár. „Klárlega eru þá prófkjör að fara af stað í einhverjum flokkum að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokknum. Svo er fyrirséð að það verður barist um þessa stóla af því að þetta eru mjög vinsæl embætti getum við sagt,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði.Kristinn Ingvarsson/HÍ Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær hafa lengi verið í höndum sjálfstæðismanna og ekkert sem bendir endilega til þess að breyting verði þar á. En það er þó ekki útilokað að mati Evu. „Það er líka svolítið með sveitarstjórnarkosningar að þar geta persónutöfrar leiðtoga í flokkum skipt töluverðu máli. Þannig að einhver sem getur hrifið fólk með sér getur jafnvel unnið á, þótt flokkurinn sjálfur hafi kannski ekki alltaf verið sterkur í bænum,“ segir Eva Marín. Dagur og Íris segjast vera óákveðin Í Hafnarfirði hefur Rósa Guðbjartsdóttir gefið það út að hún gefi kost á sér áfram, en hún hefur verið bæjarstjóri frá 2018. Í Kópavogi gildir hið sama um Ármann Kr. Ólafsson, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í vor. Aldís Hafsteinsdóttir hefur staðfest í samtali við fréttastofu að ef hún njóti stuðnings félaga sinna áfram vilji hún gefa áfram kost á sér sem bæjarstjóra í Hveragerði. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ætlar að taka sér hátíðirnar í að gera upp hug sinn um framhaldið og það sama gildir um Dag B. Eggertsson borgarstjóra, sem ætlar að tilkynna af eða á um málið eftir áramót. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Víðast hvar í minni sveitarfélögum landsins eru bæjarstjórarnir ráðnir en í stærri sveitarfélögum eru þeir jafnan kjörnir fulltrúar. Í sveitarfélögunum umhverfis Reykjavík hafa nokkrir þaulsetnir bæjarstjórar þegar tilkynnt að þeir hyggist ekki gefa kost á sér aftur. Farið var yfir sviðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Ásgerður Halldórsdóttir, sem hefur verið bæjarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi frá 2009, ætlar að segja þetta gott. Hið sama gildir um Harald Sverrisson bæjarstjóra í Mosfellsbæ, sem hefur verið þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2007. Hann lætur nú af störfum. Og Gunnar Einarsson sem hefur verið bæjarstjóri í Garðabæ frá árinu 2005 segir þetta sömuleiðis gott eftir næstum 17 ár. „Klárlega eru þá prófkjör að fara af stað í einhverjum flokkum að minnsta kosti hjá Sjálfstæðisflokknum. Svo er fyrirséð að það verður barist um þessa stóla af því að þetta eru mjög vinsæl embætti getum við sagt,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði.Kristinn Ingvarsson/HÍ Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær hafa lengi verið í höndum sjálfstæðismanna og ekkert sem bendir endilega til þess að breyting verði þar á. En það er þó ekki útilokað að mati Evu. „Það er líka svolítið með sveitarstjórnarkosningar að þar geta persónutöfrar leiðtoga í flokkum skipt töluverðu máli. Þannig að einhver sem getur hrifið fólk með sér getur jafnvel unnið á, þótt flokkurinn sjálfur hafi kannski ekki alltaf verið sterkur í bænum,“ segir Eva Marín. Dagur og Íris segjast vera óákveðin Í Hafnarfirði hefur Rósa Guðbjartsdóttir gefið það út að hún gefi kost á sér áfram, en hún hefur verið bæjarstjóri frá 2018. Í Kópavogi gildir hið sama um Ármann Kr. Ólafsson, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í vor. Aldís Hafsteinsdóttir hefur staðfest í samtali við fréttastofu að ef hún njóti stuðnings félaga sinna áfram vilji hún gefa áfram kost á sér sem bæjarstjóra í Hveragerði. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ætlar að taka sér hátíðirnar í að gera upp hug sinn um framhaldið og það sama gildir um Dag B. Eggertsson borgarstjóra, sem ætlar að tilkynna af eða á um málið eftir áramót.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Rósa ætlar að halda í bæjarstjórastólinn Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gefur áfram kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Sömu sögu er að segja af Ármanni Kr. Ólafssyni í Kópavogi. 14. desember 2021 14:16