Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes Snorri Másson skrifar 15. desember 2021 11:22 Helgi Þór Ingason var framkvæmdastjóri Sorpu þar til fyrir skemmstu en fer nú fyrir starfshópi um framtíðarlausnir í úrgangsmálum á Íslandi. Vísir Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. Urðun úrgangs í Álfsnesi verður hætt í lok ársins 2023. En úrgangurinn hættir ekki að verða til, og eitthvert þarf hann að fara. „Þó að það sé mögulegt í dag að flytja úrgang út til brennslu teljum við að þeir möguleikar séu að þrengjast og til framtíðar sé áhættan að veðja á það ekki ásættanleg fyrir okkur. Þess vegna þurfum við að hefja vandaðan undirbúning að því að byggja hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi,“segir Helgi Þór Ingason verkefnisstjóri og ritstjóri nýrrar skýrslu, sem er afrakstur samráðs allra helstu aðila í úrgangsmeðhöndlun á Íslandi. Þar er niðurstaðan sú að stefna beri að úrgangsbrennslu sem geti afkastað allt að 130.000 tonnum á ári og staðarvalskönnun leiðir í ljós að Álfsnesið sé fýsilegur kostur, enda falla rúm 80% af sorpi til á suðvesturhorni landsins. Praktískt með tilliti til flutninga, einfaldlega. Þarna er talað um allt að þrjátíu og fimm milljörðum króna sem kostar að reisa svona nokkuð, heldurðu að það geti orðið ásteytingarsteinn? „Þegar maður hefur alist upp við að taka úrganginn og moka honum ofan í holu og moka yfir, þá er allt dýrt sko. En nú erum við að hætta því og þá stöndum við frammi fyrir að taka þennan úrgang og pakka honum og frakta honum til Evrópu. Þar borgum við hliðgjöld, sem kostar fullt af peningum, þannig að kostnaðurinn við þetta er að hækka og hann lendir á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir Helgi Þór. Lengi hefur legið fyrir að hætta þurfi urðun í Álfsnesi. Áfram verður urðað þar út árið 2023.vísir/valli Hátæknibrennslan myndi að auki framleiða rafmagn og heitt vatn og mun einnig reka sig á hliðgjöldum. Mannvirki af þessari gerð eru ekki talin raska byggð og eru víða staðsett inni í þéttbýli erlendis. Nú er að sögn skýrsluhöfunda næsta skref að stofna félag utan um verkefnið og keyra það af stað. Eins og Helgi segir væri hægt að flytja sorpið út áfram enn um sinn, en sífellt þrengir að þeirri leið. Stefnubreytingar Evrópusambandsins hafa leitt til þess að nokkur lönd sem tekið hafa við úrgangi frá Íslandi á undanförnum árum virðast stefna að því að loka fyrir innflutning, segir í skýrslunni. Ætla megi að sú þróun haldi áfram og að áhætta sem fylgi því að treysta á útflutning sé ekki ásættanleg. Fyrir liggur að hliðgjöldin munu ráðast fyrst og fremst af því eignarformi sem verður fyrir valinu. Verði brennslan alfarið í opinberri eigu er líklegt að hliðgjald þyrfti að vera 20 krónur á kíló en verði hún alfarið í einkaeigu er líklegt að hliðgjald yrði 40 krónur. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Sorpbrennslustöð gæti farið langt með að anna orkuþörf Verði hugmyndir um sorpbrennslustöð á Vestfjörðum að veruleika gæti það leyst bæði sorpurðunarvanda landsbyggðarinnar og farið langt með að anna orkuþörf svæðisins. 25. maí 2018 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Sjá meira
Urðun úrgangs í Álfsnesi verður hætt í lok ársins 2023. En úrgangurinn hættir ekki að verða til, og eitthvert þarf hann að fara. „Þó að það sé mögulegt í dag að flytja úrgang út til brennslu teljum við að þeir möguleikar séu að þrengjast og til framtíðar sé áhættan að veðja á það ekki ásættanleg fyrir okkur. Þess vegna þurfum við að hefja vandaðan undirbúning að því að byggja hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi,“segir Helgi Þór Ingason verkefnisstjóri og ritstjóri nýrrar skýrslu, sem er afrakstur samráðs allra helstu aðila í úrgangsmeðhöndlun á Íslandi. Þar er niðurstaðan sú að stefna beri að úrgangsbrennslu sem geti afkastað allt að 130.000 tonnum á ári og staðarvalskönnun leiðir í ljós að Álfsnesið sé fýsilegur kostur, enda falla rúm 80% af sorpi til á suðvesturhorni landsins. Praktískt með tilliti til flutninga, einfaldlega. Þarna er talað um allt að þrjátíu og fimm milljörðum króna sem kostar að reisa svona nokkuð, heldurðu að það geti orðið ásteytingarsteinn? „Þegar maður hefur alist upp við að taka úrganginn og moka honum ofan í holu og moka yfir, þá er allt dýrt sko. En nú erum við að hætta því og þá stöndum við frammi fyrir að taka þennan úrgang og pakka honum og frakta honum til Evrópu. Þar borgum við hliðgjöld, sem kostar fullt af peningum, þannig að kostnaðurinn við þetta er að hækka og hann lendir á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir Helgi Þór. Lengi hefur legið fyrir að hætta þurfi urðun í Álfsnesi. Áfram verður urðað þar út árið 2023.vísir/valli Hátæknibrennslan myndi að auki framleiða rafmagn og heitt vatn og mun einnig reka sig á hliðgjöldum. Mannvirki af þessari gerð eru ekki talin raska byggð og eru víða staðsett inni í þéttbýli erlendis. Nú er að sögn skýrsluhöfunda næsta skref að stofna félag utan um verkefnið og keyra það af stað. Eins og Helgi segir væri hægt að flytja sorpið út áfram enn um sinn, en sífellt þrengir að þeirri leið. Stefnubreytingar Evrópusambandsins hafa leitt til þess að nokkur lönd sem tekið hafa við úrgangi frá Íslandi á undanförnum árum virðast stefna að því að loka fyrir innflutning, segir í skýrslunni. Ætla megi að sú þróun haldi áfram og að áhætta sem fylgi því að treysta á útflutning sé ekki ásættanleg. Fyrir liggur að hliðgjöldin munu ráðast fyrst og fremst af því eignarformi sem verður fyrir valinu. Verði brennslan alfarið í opinberri eigu er líklegt að hliðgjald þyrfti að vera 20 krónur á kíló en verði hún alfarið í einkaeigu er líklegt að hliðgjald yrði 40 krónur.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Sorpbrennslustöð gæti farið langt með að anna orkuþörf Verði hugmyndir um sorpbrennslustöð á Vestfjörðum að veruleika gæti það leyst bæði sorpurðunarvanda landsbyggðarinnar og farið langt með að anna orkuþörf svæðisins. 25. maí 2018 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Sjá meira
Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15
Sorpbrennslustöð gæti farið langt með að anna orkuþörf Verði hugmyndir um sorpbrennslustöð á Vestfjörðum að veruleika gæti það leyst bæði sorpurðunarvanda landsbyggðarinnar og farið langt með að anna orkuþörf svæðisins. 25. maí 2018 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent