Sterk systkini á Selfossi sem æfa þrjá tíma á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2021 20:15 Sterku systkinin á Selfossi, Bjarki Breiðfjörð, sem er 18 ára og Bergrós, sem er 14 ára. Þau eru með frábæra líkamsræktaraðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þau kalla ekki allt ömmu sína systkinin á Selfossi þegar kemur að kröftum því þau hafa breytt bílskúrnum heima hjá sér í kraftlyftingaskúr. Hann, sem er 18 ára er nýkrýndur Norðurlandameistari í Ólympískum lyftingum og hún, sem er 14 ára hreppti silfrið í sínum flokki. Systkinin æfa að meðaltali í þrjá klukkutíma á dag. Herbergin hjá systkinunum Bjarka Breiðfjörð Björnssyni og Bergrósu systur hans eru full af verðlaunapeningum og bikurum fyrir keppni í mótorkrossi og í lyftingum. Systkinin æfa sig mikið saman inn í bílskúr heima hjá sér í Sílatjörninni á Selfossi þar sem þau hafa komið upp flottri aðstöðu. Bæði kepptu þau nýlega á Norðurlandameistaramót unglinga og ungmenna, undir 17 ára og undir 20 ára í Ólympískum lyftingum í Noregi. Bjarki varð Norðurlandameistari í flokki undir 20 ára en hann keppti fyrir hönd Ungmennafélags Selfoss og Bergrós, sem keppti líka undir merki félagsins gerði sér lítið fyrir og varð í öðru sæti í mínus 71 kílóa flokki kvenna en hún var langyngsti keppandi mótsins og var að berjast við 16 og 17 ára stelpur. Úlfhildur Unnarsdóttir varð Norðurlandameistari í þeim flokki. Aðrir Íslendingar, sem kepptu á mótinu náðu líka mjög góðum árangri. En hvað er skemmtilegast við Ólympískar lyfingar? „Bara bætingarnar, sjá bætingar á hverri æfingu. Líka félagsskapurinn í kringum þetta allt, sem er mjög góður. Það er mjög þægilegt að hafa svona flotta aðstöðu í bílskúrnu því það er svo gott að geta æft heima líka þegar það er vont veður úti og við nennum ekki út úr húsinu,“ segir Bjarki og Bergrós bætir við. „Það koma líka til vegna Covid, þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar, þá var hægt að æfa hérna heima alla daga." Það er oft tekið á því í bílskúrnum í Sílatjörninni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Systkinin segja að áhugi á Ólympískum lyftingum sé alltaf að aukast og aukast enda sé þetta frábær íþróttagrein. „Já, já, viði ætlum okkur langt í lyftingunum, við erum að æfa um þrjá tíma á dag,“ segir Bergrós. En er mikil keppni á milli þeirra? „Nei, engin keppni því ég er miklu betri en hún,“ segir Bjarki og hlær. „Nei, nei, hann er náttúrulega strákur og eldri, þannig að við getum ekkert verið að metast á í þessu,“ segir Bergrós hlægjandi. Systkinin hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Lyftingar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Herbergin hjá systkinunum Bjarka Breiðfjörð Björnssyni og Bergrósu systur hans eru full af verðlaunapeningum og bikurum fyrir keppni í mótorkrossi og í lyftingum. Systkinin æfa sig mikið saman inn í bílskúr heima hjá sér í Sílatjörninni á Selfossi þar sem þau hafa komið upp flottri aðstöðu. Bæði kepptu þau nýlega á Norðurlandameistaramót unglinga og ungmenna, undir 17 ára og undir 20 ára í Ólympískum lyftingum í Noregi. Bjarki varð Norðurlandameistari í flokki undir 20 ára en hann keppti fyrir hönd Ungmennafélags Selfoss og Bergrós, sem keppti líka undir merki félagsins gerði sér lítið fyrir og varð í öðru sæti í mínus 71 kílóa flokki kvenna en hún var langyngsti keppandi mótsins og var að berjast við 16 og 17 ára stelpur. Úlfhildur Unnarsdóttir varð Norðurlandameistari í þeim flokki. Aðrir Íslendingar, sem kepptu á mótinu náðu líka mjög góðum árangri. En hvað er skemmtilegast við Ólympískar lyfingar? „Bara bætingarnar, sjá bætingar á hverri æfingu. Líka félagsskapurinn í kringum þetta allt, sem er mjög góður. Það er mjög þægilegt að hafa svona flotta aðstöðu í bílskúrnu því það er svo gott að geta æft heima líka þegar það er vont veður úti og við nennum ekki út úr húsinu,“ segir Bjarki og Bergrós bætir við. „Það koma líka til vegna Covid, þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar, þá var hægt að æfa hérna heima alla daga." Það er oft tekið á því í bílskúrnum í Sílatjörninni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Systkinin segja að áhugi á Ólympískum lyftingum sé alltaf að aukast og aukast enda sé þetta frábær íþróttagrein. „Já, já, viði ætlum okkur langt í lyftingunum, við erum að æfa um þrjá tíma á dag,“ segir Bergrós. En er mikil keppni á milli þeirra? „Nei, engin keppni því ég er miklu betri en hún,“ segir Bjarki og hlær. „Nei, nei, hann er náttúrulega strákur og eldri, þannig að við getum ekkert verið að metast á í þessu,“ segir Bergrós hlægjandi. Systkinin hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Lyftingar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira