Segja sölu Mílu ekki ógna þjóðaröryggi Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2021 19:11 Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Vísir/Vilhelm Búið er að skrifa undir samning um kvaðir sem snúa að rekstri Mílu eftir að franska fyrirtækið Ardian France SA kaupir það af Símanum. Það var gert eftir viðræður fulltrúa fyrirtækjanna og ríkisstjórnar Íslands um tryggja að starfsemi Mílu samrýmist þjóðaröryggishagsmunum Íslands eftir söluna. Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skrifað undir samning milli íslenska ríkisins og Mílu um kvaðirnar. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands segir að þar sem samningurinn varði viðskiptahagsmuni Mílu verði hann ekki opinberaður. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. Þá var myndaður starfshópur sem kannaði hvort viðskiptin ógnuðu öryggi landsins eða allsherjarreglu um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Frakkarnir ógnuðu ekki þjóðaröryggi Íslands. Í áðurnefndri tilkynningu segir að á gildistíma samningsins gefist stjórnvöldum tími til að semja lög um kvaðirnar sem Míla undirgengst í samningnum. Er vísað til frumvarps um lög um fjarskipti og frumvarps um lög um rýni fjárfestinga erlendra aðila í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi vegna þjóðaröryggis. Þá er einnig vísað til frumvarps til laga um breytingar á lögum um fjarskipti, lögum um Fjarskiptastofu og lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sem er nú til meðferðar á Alþingi. Salan á Mílu Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. 14. desember 2021 14:09 Mílufrumvarpinu vísað til nefndar en frestur til athugasemda að renna út Umræða um Mílufrumvarpið svokallaða, frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti, fór fram á Alþingi í gær. 14. desember 2021 07:17 Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“ Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. 13. desember 2021 12:59 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skrifað undir samning milli íslenska ríkisins og Mílu um kvaðirnar. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands segir að þar sem samningurinn varði viðskiptahagsmuni Mílu verði hann ekki opinberaður. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. Þá var myndaður starfshópur sem kannaði hvort viðskiptin ógnuðu öryggi landsins eða allsherjarreglu um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Frakkarnir ógnuðu ekki þjóðaröryggi Íslands. Í áðurnefndri tilkynningu segir að á gildistíma samningsins gefist stjórnvöldum tími til að semja lög um kvaðirnar sem Míla undirgengst í samningnum. Er vísað til frumvarps um lög um fjarskipti og frumvarps um lög um rýni fjárfestinga erlendra aðila í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi vegna þjóðaröryggis. Þá er einnig vísað til frumvarps til laga um breytingar á lögum um fjarskipti, lögum um Fjarskiptastofu og lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sem er nú til meðferðar á Alþingi.
Salan á Mílu Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. 14. desember 2021 14:09 Mílufrumvarpinu vísað til nefndar en frestur til athugasemda að renna út Umræða um Mílufrumvarpið svokallaða, frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti, fór fram á Alþingi í gær. 14. desember 2021 07:17 Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“ Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. 13. desember 2021 12:59 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. 14. desember 2021 14:09
Mílufrumvarpinu vísað til nefndar en frestur til athugasemda að renna út Umræða um Mílufrumvarpið svokallaða, frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti, fór fram á Alþingi í gær. 14. desember 2021 07:17
Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“ Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. 13. desember 2021 12:59