Löwen vann fimm marka sigur á Stuttgart í hörkuleik, lokatölur 35-30. Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Ljónunum á meðan Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Stuttgart og Andri Már Rúnarsson eitt.
Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk í öruggum sex marka sigri Melsungen á Bergischer, lokatölur 28-22. Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen á meðan Alexander Petersson komst ekki á blað.
Arnar Þór Gunnarsson skoraði fimm marka Bergischer í leiknum.
Þá skoraði Janus Daði Smárason eitt mark og gaf tvær stoðsendingar þegar Göppingen tapaði fyrir Minden á útivelli, lokatölur 31-28.