Fullkomni framherjinn fyrir Liverpool kannski bara Svíi en ekki Norðmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 09:31 Alexander Isak spilar með sænska landsliðinu. EPA-EFE/ANDERS WIKLUND Fyrrum leikmaður Liverpool ráðleggur Jürgen Klopp að kaupa sænska landsliðsframherjann Alexander Isak. Stórliðin í ensku úrvalsdeildinni horfa mörg til norska framherjans Erling Braut Haaland en það gæti orðið mjög dýrt að ná í hann. Jose Enrique, fyrrum varnarmaður Liverpool, sér annað frábæran kost fyrir Liverpool nú þegar framherjalínan er farin að eldast og félagið þarf að ná sér í framtíðarmann. Enrique spilaði með Liverpool frá 2011 til 2016 en er frá Spáni. Þar hefur hann fylgst með framgöngu Svíans Alexanders Isak og hann er hrifinn. "He is a player, he s 22, a big lad, quick, strong, good one vs one, can play on the wings as well as a number nine, he defends."He's one of Europe's hottest prospects and ticks all the boxes. If Liverpool are going to spend big, he's the one https://t.co/uhg5e5g3VH— SPORTbible (@sportbible) December 16, 2021 Enrique er á því að svona stór og stæðilegur framherji gæti aukið möguleikana fyrir Klopp þegar kemur að sóknarleiðum Liverpool liðsins. Alexander Isak er enn bara 22 ára gamall en hann kom til Real Sociedad frá Borussia Dortmund árið 2019. Isak er með samning til ársins 2026 og það er talið kosta 80 milljónir punda að kaupa upp samninginn. Tölur Isak í vetur er ekkert frábærar en hann er með sex mörk og tvær stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum. Enrique er aftur á móti viss um að þetta sé fullkominn leikmaður fyrir Liverpool liðið. „Fyrir mitt leyti þá er janúar mjög erfiður gluggi því stundum verða þetta oft örvæntingakaup. Það er samt einn leikmaður sem ég myndi reyna við og það er leikmaður sem getur spilað í öllum þremur framherjastöðunum,“ sagði Jose Enrique við Metro. „Ég elska Isak hjá Real Sociedad og þeir áttu að kaupa hann í sumar áður en hann skrifaði undir nýjan samning við Sociedad,“ sagði Enrique. „Nú gæti verið erfitt að kaupa hann en ef þeir koma með réttu upphæðina þá er þetta alvöru leikmaður. Hann er 22 ára, stór strákur, fljótur, sterkur, góður einn á einn, getur spilað á báðum vængjum og sem nía og þá verst hann líka vel,“ sagði Enrique. „Það eru auðvitað margir möguleikar þarna út en fyrir mig þá ætti hann að vera fyrsti kostur,“ sagði Enrique og bætti við: „Isak er fullkomin kostur enda dæmigerð Liverpool kaup. Ungur leikmaður sem þarf ekki að eyða í meira en hundrað milljónir,“ sagði Enrique. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira
Stórliðin í ensku úrvalsdeildinni horfa mörg til norska framherjans Erling Braut Haaland en það gæti orðið mjög dýrt að ná í hann. Jose Enrique, fyrrum varnarmaður Liverpool, sér annað frábæran kost fyrir Liverpool nú þegar framherjalínan er farin að eldast og félagið þarf að ná sér í framtíðarmann. Enrique spilaði með Liverpool frá 2011 til 2016 en er frá Spáni. Þar hefur hann fylgst með framgöngu Svíans Alexanders Isak og hann er hrifinn. "He is a player, he s 22, a big lad, quick, strong, good one vs one, can play on the wings as well as a number nine, he defends."He's one of Europe's hottest prospects and ticks all the boxes. If Liverpool are going to spend big, he's the one https://t.co/uhg5e5g3VH— SPORTbible (@sportbible) December 16, 2021 Enrique er á því að svona stór og stæðilegur framherji gæti aukið möguleikana fyrir Klopp þegar kemur að sóknarleiðum Liverpool liðsins. Alexander Isak er enn bara 22 ára gamall en hann kom til Real Sociedad frá Borussia Dortmund árið 2019. Isak er með samning til ársins 2026 og það er talið kosta 80 milljónir punda að kaupa upp samninginn. Tölur Isak í vetur er ekkert frábærar en hann er með sex mörk og tvær stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum. Enrique er aftur á móti viss um að þetta sé fullkominn leikmaður fyrir Liverpool liðið. „Fyrir mitt leyti þá er janúar mjög erfiður gluggi því stundum verða þetta oft örvæntingakaup. Það er samt einn leikmaður sem ég myndi reyna við og það er leikmaður sem getur spilað í öllum þremur framherjastöðunum,“ sagði Jose Enrique við Metro. „Ég elska Isak hjá Real Sociedad og þeir áttu að kaupa hann í sumar áður en hann skrifaði undir nýjan samning við Sociedad,“ sagði Enrique. „Nú gæti verið erfitt að kaupa hann en ef þeir koma með réttu upphæðina þá er þetta alvöru leikmaður. Hann er 22 ára, stór strákur, fljótur, sterkur, góður einn á einn, getur spilað á báðum vængjum og sem nía og þá verst hann líka vel,“ sagði Enrique. „Það eru auðvitað margir möguleikar þarna út en fyrir mig þá ætti hann að vera fyrsti kostur,“ sagði Enrique og bætti við: „Isak er fullkomin kostur enda dæmigerð Liverpool kaup. Ungur leikmaður sem þarf ekki að eyða í meira en hundrað milljónir,“ sagði Enrique.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Sjá meira