Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik Sverrir Mar Smárason skrifar 16. desember 2021 21:51 Fagnaðarlæti Breiðabliks voru ósvikin að leik loknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Breiðablik fékk Val í heimsókn í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Bæði lið unnið síðustu tvo deildarleiki fyrir leikinn í kvöld og Valsmenn unnu einnig bikarleik gegn Grindavík síðastliðinn mánudag. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og Valsmenn virkuðu súrir til að byrja með en Blikar tóku 5 stiga forystu snemma. Eftir um þriggja mínútna leik fóru hrukku bæði lið í gang og skiptust á að skora í hverri sókninni á fætur annarri. Það róaðist aðeins undir lok fyrsta leikhluta en Breiðablik fór inn í 2. leikhluta með þriggja stiga forskot, 28-25. Valsmenn tóku forystuna snemma í 2. leikhluta en fram að hálfleik skiptust liðin á því að leiða. Leikurinn var undarlegur á þann hátt að liðin tvö hitnuðu og kólnuðu saman. Eina stundina fór allt niður hjá báðum liðum en þá næstu var ekkert skorað í leiknum. Á síðustu sekúndum fyrri hálfleik stal Kári Jónsson boltanum og gaf á Kristófer Acox sem kom Val í eins stigs forystu. Stuttu síðar skoraði Everage Richardson gott sniðskot og Breiðablik fór með eins stigs forskot inn í hálfleikinn, 54-53. Eftir fyrri hálfleikinn var lið Breiðabliks með um 54% skotnýtingu sem lækkaði svo hratt þegar 3. leikhluti fór af stað. Þeim gekk mjög illa að setja niður skotin sín í leikhlutanum en Valsmenn rifu hraða leiksins niður og tóku sér góðan tíma í sínar sóknir. Á meðan Blikar hittu illa komust Valsmenn mest 6 stigum yfir en þegar á þurfti að halda þá steig Samuel Prescott upp og skoraði körfur til þess að hleypa Val ekki of langt fram úr. Eftir 3. leikhluta voru Valsmenn yfir 68-73. Fjórði leikhluti fór ansi hægt af stað. Hjálmar Stefánsson var sá eini sem náði að skora stig fyrstu þrjár mínútur leikhlutans. Sam Prescott og Danero Thomas skoruðu sitthvora körfuna um miðjan leikhlutann og minkuðu forskot Vals í eitt stig. Valsmenn reyndu að halda í forystuna en Everage Richardson og Sam Prescott héldu ekki. Þeir settu niður sitthvor fimm stigin áður en Everage setti svo niður risa þrist fyrir sigrinum í lokin. Lokatölur 89-87 og Breiðablik vinnur sinn þriðja leik í röð. Callum Lawson var stigahæstur með 29 stig fyrir Val. Kári Jónsson og Samuel Prescott skoruðu sitthvor 21 stigin. Pawel Ermolinskij tók 13 fráköst en jafnir á eftir honum voru Kristófer Acox og Everage Richardson með 11. Pawel átti einni flestar stoðsendingar eða 11 talsins. Aðrir voru mest með 4 stoðsendingar. Af hverju vann Breiðablik? Þeir náðu að halda í við Val þrátt fyrir að hitta illa á tímabili og svo stigu erlendu leikmennirnir upp í lokin og settu niður skotin sín. Þessi leikur sýndi mikil þroskamerki í liði Blika þar sem þeir hafa oft tapað jöfnum leikjum eins og þessum. Valsmenn virkuðu á köflum þungir og þreyttir en stutt var á milli leikja hjá þeim síðustu vikuna. Hverjir voru bestir? Fyrir utan skotnýtingu (20%) þá fannst mér Pawel bestur. Hann tók 13 fráköst og átti 11 stoðsendingar auk þess að stýra leiknum og tempóinu mest allan tímann. Vissulega skoraði Callum Lawson 29 stig og Kristófer Acox skilaði 32 framlagsstigum. Hjá blikum voru það Everage Richardson og Sam Prescott sem stigu upp og sóttu sigurinn. Hvað hefði mátt betur fara? Valmenn náðu ekki að nýta sér það almennilega að vera yfir á meðan Blikar hittu illa. Fóru aldrei meira en 6 stigum yfir þrátt fyrir að fá fjölmörg tækifæri til. Fengu það svo í bakið í lokin þegar þeir voru orðnir þreyttir. Hvað gerist næst? 28. desember fær Valur KR-inga í heimsókn á Hlíðarenda klukkan 20:15. Þann sama dag spilar Breiðablik nágrannaslag við Stjörnuna í Garðabæ kl. 18:15. Finnur Freyr: Blikarnir spiluðu betur en við Þjálfari Valsmanna, Finnur Freyr, segir að heimamenn hafi einfaldlega verið betri í kvöld.Vísir/Vilhelm Finnur Freyr, þjálfari Vals, tók tapi kvöldins með reisn og hrósaði liði Breiðabliks. „Jájá (svekktur) en bara hörkuleikur og Blikarnir spiluðu betur en við. Þetta var bara 50/50 leikur hérna síðustu mínúturnar og þeir komast bara fjórum yfir. Við náum að gera vel í að snúa því en svo snýst þetta um þessi tvö sóknarfráköst sem þeir taka í sókninni þar sem Everage setur svo mjög erfitt þriggja stiga skot og það er oft bara svona í leikjum að það eru stór skot sem vinna leikina,“ sagði Finnur Freyr. Finnur hefur verið ánægður með liðið undan farið en finnst að liðið hafi séð það í kvöld að það þurfi að einbeita sér að réttum hlutum inni á vellinum. „Við höfum staðið okkur vel í síðustu leikjum og verið að vinna leiki. Það sem að við tökum kannski úr þessum leik er að það eru ákveðnir þættir sem við megum aldrei missa fókus á. Ef við höldum áfram að læra af þeim hlutum þá er liðið að taka skref í rétta átt. Mér fannst alltof mikið verið að svekkja sig á dómurunum sem mér fannst standa sig vel hér eins og alltaf. Fókusinn á meðan hlutirnir gengu illa fór kannski í ranga átt í stað þess að fókusa á það sem skipti meira máli sem var að spila vörn og halda skipulagi,“ sagði Finnur. Subway-deild karla Breiðablik Valur
Breiðablik fékk Val í heimsókn í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Bæði lið unnið síðustu tvo deildarleiki fyrir leikinn í kvöld og Valsmenn unnu einnig bikarleik gegn Grindavík síðastliðinn mánudag. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og Valsmenn virkuðu súrir til að byrja með en Blikar tóku 5 stiga forystu snemma. Eftir um þriggja mínútna leik fóru hrukku bæði lið í gang og skiptust á að skora í hverri sókninni á fætur annarri. Það róaðist aðeins undir lok fyrsta leikhluta en Breiðablik fór inn í 2. leikhluta með þriggja stiga forskot, 28-25. Valsmenn tóku forystuna snemma í 2. leikhluta en fram að hálfleik skiptust liðin á því að leiða. Leikurinn var undarlegur á þann hátt að liðin tvö hitnuðu og kólnuðu saman. Eina stundina fór allt niður hjá báðum liðum en þá næstu var ekkert skorað í leiknum. Á síðustu sekúndum fyrri hálfleik stal Kári Jónsson boltanum og gaf á Kristófer Acox sem kom Val í eins stigs forystu. Stuttu síðar skoraði Everage Richardson gott sniðskot og Breiðablik fór með eins stigs forskot inn í hálfleikinn, 54-53. Eftir fyrri hálfleikinn var lið Breiðabliks með um 54% skotnýtingu sem lækkaði svo hratt þegar 3. leikhluti fór af stað. Þeim gekk mjög illa að setja niður skotin sín í leikhlutanum en Valsmenn rifu hraða leiksins niður og tóku sér góðan tíma í sínar sóknir. Á meðan Blikar hittu illa komust Valsmenn mest 6 stigum yfir en þegar á þurfti að halda þá steig Samuel Prescott upp og skoraði körfur til þess að hleypa Val ekki of langt fram úr. Eftir 3. leikhluta voru Valsmenn yfir 68-73. Fjórði leikhluti fór ansi hægt af stað. Hjálmar Stefánsson var sá eini sem náði að skora stig fyrstu þrjár mínútur leikhlutans. Sam Prescott og Danero Thomas skoruðu sitthvora körfuna um miðjan leikhlutann og minkuðu forskot Vals í eitt stig. Valsmenn reyndu að halda í forystuna en Everage Richardson og Sam Prescott héldu ekki. Þeir settu niður sitthvor fimm stigin áður en Everage setti svo niður risa þrist fyrir sigrinum í lokin. Lokatölur 89-87 og Breiðablik vinnur sinn þriðja leik í röð. Callum Lawson var stigahæstur með 29 stig fyrir Val. Kári Jónsson og Samuel Prescott skoruðu sitthvor 21 stigin. Pawel Ermolinskij tók 13 fráköst en jafnir á eftir honum voru Kristófer Acox og Everage Richardson með 11. Pawel átti einni flestar stoðsendingar eða 11 talsins. Aðrir voru mest með 4 stoðsendingar. Af hverju vann Breiðablik? Þeir náðu að halda í við Val þrátt fyrir að hitta illa á tímabili og svo stigu erlendu leikmennirnir upp í lokin og settu niður skotin sín. Þessi leikur sýndi mikil þroskamerki í liði Blika þar sem þeir hafa oft tapað jöfnum leikjum eins og þessum. Valsmenn virkuðu á köflum þungir og þreyttir en stutt var á milli leikja hjá þeim síðustu vikuna. Hverjir voru bestir? Fyrir utan skotnýtingu (20%) þá fannst mér Pawel bestur. Hann tók 13 fráköst og átti 11 stoðsendingar auk þess að stýra leiknum og tempóinu mest allan tímann. Vissulega skoraði Callum Lawson 29 stig og Kristófer Acox skilaði 32 framlagsstigum. Hjá blikum voru það Everage Richardson og Sam Prescott sem stigu upp og sóttu sigurinn. Hvað hefði mátt betur fara? Valmenn náðu ekki að nýta sér það almennilega að vera yfir á meðan Blikar hittu illa. Fóru aldrei meira en 6 stigum yfir þrátt fyrir að fá fjölmörg tækifæri til. Fengu það svo í bakið í lokin þegar þeir voru orðnir þreyttir. Hvað gerist næst? 28. desember fær Valur KR-inga í heimsókn á Hlíðarenda klukkan 20:15. Þann sama dag spilar Breiðablik nágrannaslag við Stjörnuna í Garðabæ kl. 18:15. Finnur Freyr: Blikarnir spiluðu betur en við Þjálfari Valsmanna, Finnur Freyr, segir að heimamenn hafi einfaldlega verið betri í kvöld.Vísir/Vilhelm Finnur Freyr, þjálfari Vals, tók tapi kvöldins með reisn og hrósaði liði Breiðabliks. „Jájá (svekktur) en bara hörkuleikur og Blikarnir spiluðu betur en við. Þetta var bara 50/50 leikur hérna síðustu mínúturnar og þeir komast bara fjórum yfir. Við náum að gera vel í að snúa því en svo snýst þetta um þessi tvö sóknarfráköst sem þeir taka í sókninni þar sem Everage setur svo mjög erfitt þriggja stiga skot og það er oft bara svona í leikjum að það eru stór skot sem vinna leikina,“ sagði Finnur Freyr. Finnur hefur verið ánægður með liðið undan farið en finnst að liðið hafi séð það í kvöld að það þurfi að einbeita sér að réttum hlutum inni á vellinum. „Við höfum staðið okkur vel í síðustu leikjum og verið að vinna leiki. Það sem að við tökum kannski úr þessum leik er að það eru ákveðnir þættir sem við megum aldrei missa fókus á. Ef við höldum áfram að læra af þeim hlutum þá er liðið að taka skref í rétta átt. Mér fannst alltof mikið verið að svekkja sig á dómurunum sem mér fannst standa sig vel hér eins og alltaf. Fókusinn á meðan hlutirnir gengu illa fór kannski í ranga átt í stað þess að fókusa á það sem skipti meira máli sem var að spila vörn og halda skipulagi,“ sagði Finnur.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti