Stjóri Brentford vill fresta öllum leikjum í enska um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 16:01 Thomas Frank er knattspyrnustjóri Brentford FC. Hann vill róttækar aðgerðir. EPA-EFE/Vickie Flores Enska úrvalsdeildin hefur þurft að fresta fimm leikjum í deildinni síðustu daga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Einn stjóri deildarinnar vill ganga enn lengra til að ná að hemja útbreiðslu smitanna. Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, greindi frá því á blaðamannafundi að fjögur tilfelli til viðbótar hefðu komið upp hjá hans liði. Þau eru alls orðin þrettán hjá Brentford. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Frank vill að enska úrvalsdeildin fresti öllum leikjum á næstunni til að gefa öllum færi á því að ná utan um hópsmitin sem eru á fleygiferð hjá mörgum félögum. Leik Tottenham og Leicester, sem átti að fara fram í kvöld, hefur verið frestað en áður hafði verið frestað leik Tottenham og Brighton & Hove Albion, leik Manchester United og Brentford auk leiks Burnley og Watford. Þá var leik Manchester United og Brighton frestað eftir fundinn hans. „Mér finnst að við ættum að fresta allri umferðinni um þessa helgi. Kórónuveirusmitum fjölgar mikið hjá öllum félögum og það eru allir í vandræðum með þetta,“ sagði Thomas Frank. „Með því að fresta þessari umferð og deildabikarleikjunum í næstu viku þá gæfum við öllum að minnsta kosti eina viku, eða alla vega fjóra eða fimm daga, til að hreinsa til og gera allt sem þarf að gera á æfingasvæðunum. Við verðum að gera það til að rjúfa þessa smitkeðju,“ sagði Frank. „Í fótbolta er mikil nálægð. Sjúkraþjálfararnir þurfa að sinna leikmönnum. Við erum allir í klefanum á leikdögum, við ferðumst saman og það er því talsvert erfiðara fyrir okkur að vinna að heiman,“ sagði Frank. "We think we should postpone the full round of Premier League games this weekend. Everyone is dealing with it."Thomas Frank has revealed 13 players and staff have tested positive and the club and has called for all of this weekends fixture to be postponed pic.twitter.com/xIjKFKXyPM— Football Daily (@footballdaily) December 16, 2021 Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, greindi frá því á blaðamannafundi að fjögur tilfelli til viðbótar hefðu komið upp hjá hans liði. Þau eru alls orðin þrettán hjá Brentford. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Frank vill að enska úrvalsdeildin fresti öllum leikjum á næstunni til að gefa öllum færi á því að ná utan um hópsmitin sem eru á fleygiferð hjá mörgum félögum. Leik Tottenham og Leicester, sem átti að fara fram í kvöld, hefur verið frestað en áður hafði verið frestað leik Tottenham og Brighton & Hove Albion, leik Manchester United og Brentford auk leiks Burnley og Watford. Þá var leik Manchester United og Brighton frestað eftir fundinn hans. „Mér finnst að við ættum að fresta allri umferðinni um þessa helgi. Kórónuveirusmitum fjölgar mikið hjá öllum félögum og það eru allir í vandræðum með þetta,“ sagði Thomas Frank. „Með því að fresta þessari umferð og deildabikarleikjunum í næstu viku þá gæfum við öllum að minnsta kosti eina viku, eða alla vega fjóra eða fimm daga, til að hreinsa til og gera allt sem þarf að gera á æfingasvæðunum. Við verðum að gera það til að rjúfa þessa smitkeðju,“ sagði Frank. „Í fótbolta er mikil nálægð. Sjúkraþjálfararnir þurfa að sinna leikmönnum. Við erum allir í klefanum á leikdögum, við ferðumst saman og það er því talsvert erfiðara fyrir okkur að vinna að heiman,“ sagði Frank. "We think we should postpone the full round of Premier League games this weekend. Everyone is dealing with it."Thomas Frank has revealed 13 players and staff have tested positive and the club and has called for all of this weekends fixture to be postponed pic.twitter.com/xIjKFKXyPM— Football Daily (@footballdaily) December 16, 2021
Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira