Nauðgari undir fölsku flaggi fékk mildari dóm í Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2021 15:16 Gabríel var í sambandi við konuna og þóttist vera annar karlmaður. Á þeim forsendum braut hann gegn konunni sem taldi sig eiga í samskiptum við annan karlmann. Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart konu á árunum 2015 til 2017. Gabríel hlaut fjögurra ára dóm í héraðsdómi og Landsrétti. Hæstiréttur mildaði dóminn um hálft ár en þyngdi lítillega bætur til brotaþola. Gabríel var ákærður fyrir nauðgun og brot gegn blygðunarsemi með því að hafa sýnt af sér lostugt athæfi og sært blygðunarsemi þegar hann beitti hana blekkingum undir fölsku flaggi á Snapchat og nýtti sér villu hennar um að hann væri annar karlmaður. Allt í þeim tilgangi að eiga í kynferðislegum samskiptum og brjóta á henni. Ákæran var í þremur liðum. Með því að fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir annars vegar og hafa haft samræði við hana í tvígang þar sem hún var með bundið fyrir augu. Var Gabríel sakfelldur fyrir báða þessa liði. Þriðji liðurinn var sá sem Hæstiréttur vísaði frá á þeim forsendum að ákæran væri ekki nægjanlega skýr til að ákærði Gabríel væri fært að taka afstöðu til sakargiftanna og halda uppi vörnum gegn þeim. Í þeim ákærulið var honum gefið að sök að hafa þvingað konuna til kynferðislegra samskipta við aðra karlmenn sem meðal annars hafi falist í því að kyssa, hafa samræði um leggöng og stunda önnur kynferðismök með mönnunum og láta hana taka upp og senda sér myndir, mynd- eða hljóðupptökur af framangreindum samskiptum með því að hóta að birta opinberlega kynferðislegar myndir af brotaþola. Hæstiréttur taldi talsvert skorta á að þessi liður ákærunnar væri svo greinargóður og skýr að Gabríel væri fært að taka afstöðu til sakargiftanna og halda uppi vörnum gegn þeim. Var þeim lið ákærunnar því vísað frá héraðsdómi. Var Gabríel dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og horfði Hæstiréttur til þess að brotin hefðu verið fjölmörg og staðið yfir í langan tíma. Þau hefðu verði úthugsuð, vandlega skipulögð og framin af skeytingarleysi gagnvart brotaþola. Bætur til brotaþola voru hækkaðar úr 1,8 milljón króna í tvær milljónir króna. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Nýjar og óþekktar leiðir til að villa á sér heimildir Í dómi Hæstaréttar var meðal annars fjallað um áhrif samskiptamiðla og möguleika á ýmiss konar áður óþekktum leiðum til að villa á sér heimildir og beita blekkingum og hótunum, þar á meðal í kynferðislegum tilgangi. Á vef Hæstaréttar segir að löggjafinn hafi átt fullt í fangi með að mæta kröfum um aukna refsivernd kynfrelsis einstaklinga og bregðast við þeim nýju tæknilegu möguleikum sem samfélagsmiðlar hafa skapað til brota í kynferðislegum tilgangi. Þá hafi lögregla, ákæruvald og dómstólar jafnframt þurft að aðlaga rannsóknaraðferðir, ákærusmíð og beitingu refsiákvæða að nýrri tækni og nýjum samskiptamöguleikum. Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir nauðgun undir fölsku flaggi Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í fjögurrra ára fangelsi fyrir nauðgun og brot gegn blygðungarsemi ungrar konu. Gabríel vilti á sér heimildir um tuttugu mánaða skeið, kúgaði konuna til kynmaka með öðrum mönnum og til að senda sér kynferðislegt myndefni. Þá nauðgaði hann henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2021 16:02 Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Gabríel var ákærður fyrir nauðgun og brot gegn blygðunarsemi með því að hafa sýnt af sér lostugt athæfi og sært blygðunarsemi þegar hann beitti hana blekkingum undir fölsku flaggi á Snapchat og nýtti sér villu hennar um að hann væri annar karlmaður. Allt í þeim tilgangi að eiga í kynferðislegum samskiptum og brjóta á henni. Ákæran var í þremur liðum. Með því að fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir annars vegar og hafa haft samræði við hana í tvígang þar sem hún var með bundið fyrir augu. Var Gabríel sakfelldur fyrir báða þessa liði. Þriðji liðurinn var sá sem Hæstiréttur vísaði frá á þeim forsendum að ákæran væri ekki nægjanlega skýr til að ákærði Gabríel væri fært að taka afstöðu til sakargiftanna og halda uppi vörnum gegn þeim. Í þeim ákærulið var honum gefið að sök að hafa þvingað konuna til kynferðislegra samskipta við aðra karlmenn sem meðal annars hafi falist í því að kyssa, hafa samræði um leggöng og stunda önnur kynferðismök með mönnunum og láta hana taka upp og senda sér myndir, mynd- eða hljóðupptökur af framangreindum samskiptum með því að hóta að birta opinberlega kynferðislegar myndir af brotaþola. Hæstiréttur taldi talsvert skorta á að þessi liður ákærunnar væri svo greinargóður og skýr að Gabríel væri fært að taka afstöðu til sakargiftanna og halda uppi vörnum gegn þeim. Var þeim lið ákærunnar því vísað frá héraðsdómi. Var Gabríel dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og horfði Hæstiréttur til þess að brotin hefðu verið fjölmörg og staðið yfir í langan tíma. Þau hefðu verði úthugsuð, vandlega skipulögð og framin af skeytingarleysi gagnvart brotaþola. Bætur til brotaþola voru hækkaðar úr 1,8 milljón króna í tvær milljónir króna. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Nýjar og óþekktar leiðir til að villa á sér heimildir Í dómi Hæstaréttar var meðal annars fjallað um áhrif samskiptamiðla og möguleika á ýmiss konar áður óþekktum leiðum til að villa á sér heimildir og beita blekkingum og hótunum, þar á meðal í kynferðislegum tilgangi. Á vef Hæstaréttar segir að löggjafinn hafi átt fullt í fangi með að mæta kröfum um aukna refsivernd kynfrelsis einstaklinga og bregðast við þeim nýju tæknilegu möguleikum sem samfélagsmiðlar hafa skapað til brota í kynferðislegum tilgangi. Þá hafi lögregla, ákæruvald og dómstólar jafnframt þurft að aðlaga rannsóknaraðferðir, ákærusmíð og beitingu refsiákvæða að nýrri tækni og nýjum samskiptamöguleikum.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir nauðgun undir fölsku flaggi Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í fjögurrra ára fangelsi fyrir nauðgun og brot gegn blygðungarsemi ungrar konu. Gabríel vilti á sér heimildir um tuttugu mánaða skeið, kúgaði konuna til kynmaka með öðrum mönnum og til að senda sér kynferðislegt myndefni. Þá nauðgaði hann henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2021 16:02 Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Dæmdur fyrir nauðgun undir fölsku flaggi Gabríel Varada Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í fjögurrra ára fangelsi fyrir nauðgun og brot gegn blygðungarsemi ungrar konu. Gabríel vilti á sér heimildir um tuttugu mánaða skeið, kúgaði konuna til kynmaka með öðrum mönnum og til að senda sér kynferðislegt myndefni. Þá nauðgaði hann henni á hótelherbergi á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2021 16:02
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44