Mun erfiðara verði að koma bílnum í gegnum skoðun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2021 21:00 Reglugerð um skoðun ökutækja verður hert verulega á næsta ári þegar mun minna þarf til þess að bílar fái á sig akstursbann. Vísir/Vilhelm Mun erfiðara verður að koma ökutækjum í gegnum skoðun á næsta ári eftir að reglugerð um ástand þeirra verður hert til muna og vanrækslugjöld hækkuð. Þá verða ríkari kröfur gerðar til skoðanastöðva en áður. Breytt reglugerð um skoðun ökutækja kemur til framkvæmda í tveimur hlutum á nýju ári. Fyrri breytingar, sem taka gildi 1. janúar 2022, kveða meðal annars á um hækkað vanrækslugjald þegar fer úr fimmtán þúsund krónum í tuttugu þúsund en hækkunin er umtalsvert meiri fyrir stærri ökutæki á borð við vörubíla og rútur þegar hún fer úr fimmtán þúsund krónum í fjörutíu þúsund krónur. „Helstu breytingarnar sem almenningur mun finna fyrir í byrjun næsta árs eru þessi sumarökutæki, þ.e.a.s ferðavagnar, hjólhýsi, tjaldvagnar, fornökutæki og fleira. Þau fá nýjan skoðunarmánuð; núna þarf að skoða þau í maí en það verður þannig að það þarf að ganga frá skoðuninni í upphafi tímabils í staðinn fyrir lok tímabils,” segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Hann tekur fram að breytingarnar sem taka gildi í byrjun árs megi finna á vef Samgöngustofu. Síðari breytingin tekur gildi í maí en hún felur í sér talsvert hertari reglur þegar mun ríkari kröfur verða gerðar til ökumanna og skoðanastöðva, en akstursbann verður sett á ef til dæmis olía eða eldsneyti lekur eða hemlaljós eru biluð, en áður var það endurskoðun - svo dæmi séu tekin. Gunnar segir að verið sé að leggja lokahönd á skoðanahandbók sem allar skoðunarstöðvar fái á næstu dögum, og að þær hafi því fjóra mánuði til þess að kynna sér hana. „Fólk má fara að setja sig í stellingar því það þarf að fylgjast betur með bílnum áður en hann fer í skoðun þannig að fólk sé með það í huga að það lendi ekki í akstursbanni.” Búast megi við að talsverður fjöldi fái á sig akstursbann. „Það má búast við því já, ef fólk lærir ekki svolítið á þetta og sér að það er eitthvað ekki í lagi áður en það fer í skoðun þá má það alveg búast við því, að öllu óbreyttu, að fleiri bílar fái stimpilinn notkun bönnuð og þurfa þá að fara á verkstæði til að koma honum í gegnum skoðun,” segir Gunnar og bætir við að nýjar reglur verði birtar á vef stofnunarinnar á næsta ári. Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Breytt reglugerð um skoðun ökutækja kemur til framkvæmda í tveimur hlutum á nýju ári. Fyrri breytingar, sem taka gildi 1. janúar 2022, kveða meðal annars á um hækkað vanrækslugjald þegar fer úr fimmtán þúsund krónum í tuttugu þúsund en hækkunin er umtalsvert meiri fyrir stærri ökutæki á borð við vörubíla og rútur þegar hún fer úr fimmtán þúsund krónum í fjörutíu þúsund krónur. „Helstu breytingarnar sem almenningur mun finna fyrir í byrjun næsta árs eru þessi sumarökutæki, þ.e.a.s ferðavagnar, hjólhýsi, tjaldvagnar, fornökutæki og fleira. Þau fá nýjan skoðunarmánuð; núna þarf að skoða þau í maí en það verður þannig að það þarf að ganga frá skoðuninni í upphafi tímabils í staðinn fyrir lok tímabils,” segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Hann tekur fram að breytingarnar sem taka gildi í byrjun árs megi finna á vef Samgöngustofu. Síðari breytingin tekur gildi í maí en hún felur í sér talsvert hertari reglur þegar mun ríkari kröfur verða gerðar til ökumanna og skoðanastöðva, en akstursbann verður sett á ef til dæmis olía eða eldsneyti lekur eða hemlaljós eru biluð, en áður var það endurskoðun - svo dæmi séu tekin. Gunnar segir að verið sé að leggja lokahönd á skoðanahandbók sem allar skoðunarstöðvar fái á næstu dögum, og að þær hafi því fjóra mánuði til þess að kynna sér hana. „Fólk má fara að setja sig í stellingar því það þarf að fylgjast betur með bílnum áður en hann fer í skoðun þannig að fólk sé með það í huga að það lendi ekki í akstursbanni.” Búast megi við að talsverður fjöldi fái á sig akstursbann. „Það má búast við því já, ef fólk lærir ekki svolítið á þetta og sér að það er eitthvað ekki í lagi áður en það fer í skoðun þá má það alveg búast við því, að öllu óbreyttu, að fleiri bílar fái stimpilinn notkun bönnuð og þurfa þá að fara á verkstæði til að koma honum í gegnum skoðun,” segir Gunnar og bætir við að nýjar reglur verði birtar á vef stofnunarinnar á næsta ári.
Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira