Hæstánægður með Hauk og leitar að nýjum aðstoðarmanni Kolbeinn Tumi Daðason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 17. desember 2021 12:18 Jón Gunnarsson ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Jón Gunnarsson innanríkisráðherra segir skilnað hans og aðstoðarmannsins Hreins Loftssonar í ráðuneytinu í góðu og til greina komið að Hreinn fari í ákveðin sérverkefni í ráðuneytinu. Hann ætlar að leita sér að nýjum aðstoðarmanni til viðbótar við Brynjar Níelsson. Það vakti athygli í gær þegar Hreinn Loftsson tilkynnti óvænt að hann ætlaði ekki að vera aðstoðarmaður Jóns í dómsmálaráðuneytinu. Gerði hann það aðeins tveimur vikum eftir að hafa tekið starfið að sér. Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Fyrr um daginn hafði Jón tilkynnt starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins að hann hefði skipt um skoðun og ætlaði ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra til umsóknar. Forveri hans Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafði tilkynnt Hauki Guðmundssyni ráðuneytisstjóra að auglýsa ætti starfið. Haukur hafði tilkynnt starfsfólki ráðuneytisins í tölvupósti að hann ætlaði að sækja um starfið. „Enda þótt mér sé auðvitað ljóst að ákvarðanir af þessu tagi eru sjaldnast teknar vegna þess að veitingavaldshafann þyrsti í óbreytt ástand,“ sagði Haukur í tölvupósti til starfsmanna. Haukur sagði Jón hafa staðfest við sig að hann ætlaði að auglýsa starfið, eins og Áslaug hafði tilkynnt honum. En það breyttist svo í gær. Jón segir þá Hrein skilja í mjög góðu og ræði möguleika á að hann taki af sér sérverkefni. Hann vildi ekki gefa frekari skýringar en komu fram í Facebook-færslu Hreins í gær. „Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum.“ Þá segist Jón ekki endilega sammála forvera sínum að auglýsa ætti stöðuna. „Ég tel að það þurfi alltaf að fara fram einhvers konar mat,“ segir Jón. Hann segist mjög sáttur við störf Hauks og annarra starfsmanna í ráðuneytinu. Starfið gangi mjög vel í ráðuneytinu. Þá segir Jón að þótt Brynjar Níelsson, hinn aðstoðarmaður Jóns, sé tveggja manna maki þá reikni hann með að ráða annan aðstoðarmann í stað Hreins. Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31 Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Það vakti athygli í gær þegar Hreinn Loftsson tilkynnti óvænt að hann ætlaði ekki að vera aðstoðarmaður Jóns í dómsmálaráðuneytinu. Gerði hann það aðeins tveimur vikum eftir að hafa tekið starfið að sér. Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Fyrr um daginn hafði Jón tilkynnt starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins að hann hefði skipt um skoðun og ætlaði ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra til umsóknar. Forveri hans Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafði tilkynnt Hauki Guðmundssyni ráðuneytisstjóra að auglýsa ætti starfið. Haukur hafði tilkynnt starfsfólki ráðuneytisins í tölvupósti að hann ætlaði að sækja um starfið. „Enda þótt mér sé auðvitað ljóst að ákvarðanir af þessu tagi eru sjaldnast teknar vegna þess að veitingavaldshafann þyrsti í óbreytt ástand,“ sagði Haukur í tölvupósti til starfsmanna. Haukur sagði Jón hafa staðfest við sig að hann ætlaði að auglýsa starfið, eins og Áslaug hafði tilkynnt honum. En það breyttist svo í gær. Jón segir þá Hrein skilja í mjög góðu og ræði möguleika á að hann taki af sér sérverkefni. Hann vildi ekki gefa frekari skýringar en komu fram í Facebook-færslu Hreins í gær. „Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum.“ Þá segist Jón ekki endilega sammála forvera sínum að auglýsa ætti stöðuna. „Ég tel að það þurfi alltaf að fara fram einhvers konar mat,“ segir Jón. Hann segist mjög sáttur við störf Hauks og annarra starfsmanna í ráðuneytinu. Starfið gangi mjög vel í ráðuneytinu. Þá segir Jón að þótt Brynjar Níelsson, hinn aðstoðarmaður Jóns, sé tveggja manna maki þá reikni hann með að ráða annan aðstoðarmann í stað Hreins.
Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31 Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31
Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19