Segja reglurnar allt of harkalegar og að starfsfólk óttist að verða gert að blórabögglum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2021 19:30 Gunnar Carl og Birgir segja að hægt hefði verið að fara mildari leið. Vísir/Sigurjón Ólason Framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar segir nýjar reglur um ástandsskoðun ökutækja ganga allt of langt. Starfsfólk óttist að verða gert að blórabögglum og kvíði breytingunum. „Það eru einhverjir sérfræðingar í Evrópusambandinu sem ákváðu að hafa þetta svona. Það hefur verið í umræðunni dæmi um olíuleka á bíl eða gírkassa, ef það er þannig að hann er í dropatali þá þýðir það akstursbann,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar. Við höfum fram að þessu dæmt slíka bíla til endurskoðunar og menn fá ákveðinn frest. Við teljum að þetta sé ekkert sérstakt umferðaröryggisatriði hvort að bíllinn leki olíu eða ekki. Þetta er umhverfissjónarmið en bíllinn er klárlega ekkert hættulegur umferðinni þó það leki olía.“ Fréttastofa greindi frá breytingunum í gær en þegar þær taka gildi verður mun erfiðara að koma bílnum í gegnum skoðun. Til dæmis verður akstursbann sett á ef olía eða eldsneyti lekur, líkt og Birgir bendir á, ef hemlaljós eru biluð, ef handbremsa er í ólagi eða loftpúðar óvirkir - svo dæmi séu tekin. Enn fremur mega viðvörunarljós ekki vera í mælaborði og bremsur þurfa að vera í fullkomnu standi. Birgir bendir á að verið sé að fylgja Evróputilskipun, ekki sé um heimatilbúnar reglur að ræða. Hins vegar gangi þær of langt. „Við teljum að það hefði verið hægt að fara mildari leið heldur en að dæma bíl í akstursbann. Tilskipun Evrópusambandsins gefur svigrúm fyrir aðildarlöndin til að milda þessa niðurstöðu en íslensk stjórnvöld ákváðu að gera það ekki.“ Þá kvíði starfsfólk þessum breytingum. „Já að sjálfsögðu,“ segir Gunnar Carl Zebitz, skoðunarmaður hjá Tékklandi. „Það er enginn vafi á því að það mun ekki bregðast vel við þessum dæmingum, þær eru harkalegar,“ segir hann. Birgir tekur undir þetta og segir allt of mörg dæmi um að viðskiptavinir helli sér yfir starfsfólk skoðanastöðva. „Þetta leggst ekkert sérstaklega vel í starfsfólkið. Þess vegna er gott að þetta sé vel kynnt þannig að fólk viti hvaðan þessar reglur eru að koma, þetta er ekki frá skoðanafyrirtækjunum.“ Rætt var við Samgöngustofu vegna málsins í gær en stefnt er að því að kynna breytingarnar á nýju ári. Samgöngur Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Það eru einhverjir sérfræðingar í Evrópusambandinu sem ákváðu að hafa þetta svona. Það hefur verið í umræðunni dæmi um olíuleka á bíl eða gírkassa, ef það er þannig að hann er í dropatali þá þýðir það akstursbann,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar. Við höfum fram að þessu dæmt slíka bíla til endurskoðunar og menn fá ákveðinn frest. Við teljum að þetta sé ekkert sérstakt umferðaröryggisatriði hvort að bíllinn leki olíu eða ekki. Þetta er umhverfissjónarmið en bíllinn er klárlega ekkert hættulegur umferðinni þó það leki olía.“ Fréttastofa greindi frá breytingunum í gær en þegar þær taka gildi verður mun erfiðara að koma bílnum í gegnum skoðun. Til dæmis verður akstursbann sett á ef olía eða eldsneyti lekur, líkt og Birgir bendir á, ef hemlaljós eru biluð, ef handbremsa er í ólagi eða loftpúðar óvirkir - svo dæmi séu tekin. Enn fremur mega viðvörunarljós ekki vera í mælaborði og bremsur þurfa að vera í fullkomnu standi. Birgir bendir á að verið sé að fylgja Evróputilskipun, ekki sé um heimatilbúnar reglur að ræða. Hins vegar gangi þær of langt. „Við teljum að það hefði verið hægt að fara mildari leið heldur en að dæma bíl í akstursbann. Tilskipun Evrópusambandsins gefur svigrúm fyrir aðildarlöndin til að milda þessa niðurstöðu en íslensk stjórnvöld ákváðu að gera það ekki.“ Þá kvíði starfsfólk þessum breytingum. „Já að sjálfsögðu,“ segir Gunnar Carl Zebitz, skoðunarmaður hjá Tékklandi. „Það er enginn vafi á því að það mun ekki bregðast vel við þessum dæmingum, þær eru harkalegar,“ segir hann. Birgir tekur undir þetta og segir allt of mörg dæmi um að viðskiptavinir helli sér yfir starfsfólk skoðanastöðva. „Þetta leggst ekkert sérstaklega vel í starfsfólkið. Þess vegna er gott að þetta sé vel kynnt þannig að fólk viti hvaðan þessar reglur eru að koma, þetta er ekki frá skoðanafyrirtækjunum.“ Rætt var við Samgöngustofu vegna málsins í gær en stefnt er að því að kynna breytingarnar á nýju ári.
Samgöngur Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira