Roma valtaði yfir Atalanta á útivelli Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 18. desember 2021 16:00 Roma voru sterkari aðilinn í dag EPA-EFE/PAOLO MAGNI Atalanta og Roma mættust á heimavelli þess fyrnefnda í mikilvægum leik í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A, í dag. Bæði liðin ofarlega í töflunni og því skipti þessi leikur talsverðu máli. Atalanta sá aldrei til sólar og Roma vann öruggan sigur, 1-4. Fyrir leikinn var Atalanta í þriðja sætinu en Roma í því fimmta. Það lá því fyrir að Roma þyrfti helst að vinna þennan leik til þess að bilið milli liðanna yrði ekki of mikið. Liðsmenn Roma mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og það tók gestina úr höfuðborginni ekki nema rétt um 55 sekúndur að skora fyrsta markið og var þar að verki Tammy Abraham eftir gott einstaklingsfrmatak. 0-1 og flott byrjun Rómverja. Á 27. mínútu bætti Roma við forystuna. Atalanta tapaði boltanum klaufalega og skyndisókn Roma heppnaðist vel. Jordan Veretout og Nicolo Zaniolo léku vel saman þangað til að sá síðarnefndi var kominn einn gegn markverðinum og skoraði. Atalanta klóraði þó í bakkann þegar Bryan Cristante var svo óheppinn að skora sjálfsmark. Staðan 1-2 og þannig var hún í hálfleik. Seven goals in his last six games.12 goals for the season.Tammy Abraham is flying at Roma. pic.twitter.com/uYIQtn2pvy— GOAL (@goal) December 18, 2021 Chris Smalling skoraði svo þriðja mark gestanna á 72. mínútu með góðum skalla eftir frábæra sendingu frá Veretout. 1-3, og staðan farin að líta illa út fyrir heimamenn sem voru orðnir örvæntingarfullir í sínum aðgerðum í sókninni. Í einni slíkri á 82. mínútu töpuðu Atalanta boltanum og eftir smávægilegt klafs komst boltinn að Tammy Abraham sem þrumaði boltanum í fjærhornið. Glæsilegt mark og leiknum lauk með 1-4 sigri Roma. Kærkomið fyrir Roma sem situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig en Atalanta er í því þriðja með 37. Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Fyrir leikinn var Atalanta í þriðja sætinu en Roma í því fimmta. Það lá því fyrir að Roma þyrfti helst að vinna þennan leik til þess að bilið milli liðanna yrði ekki of mikið. Liðsmenn Roma mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og það tók gestina úr höfuðborginni ekki nema rétt um 55 sekúndur að skora fyrsta markið og var þar að verki Tammy Abraham eftir gott einstaklingsfrmatak. 0-1 og flott byrjun Rómverja. Á 27. mínútu bætti Roma við forystuna. Atalanta tapaði boltanum klaufalega og skyndisókn Roma heppnaðist vel. Jordan Veretout og Nicolo Zaniolo léku vel saman þangað til að sá síðarnefndi var kominn einn gegn markverðinum og skoraði. Atalanta klóraði þó í bakkann þegar Bryan Cristante var svo óheppinn að skora sjálfsmark. Staðan 1-2 og þannig var hún í hálfleik. Seven goals in his last six games.12 goals for the season.Tammy Abraham is flying at Roma. pic.twitter.com/uYIQtn2pvy— GOAL (@goal) December 18, 2021 Chris Smalling skoraði svo þriðja mark gestanna á 72. mínútu með góðum skalla eftir frábæra sendingu frá Veretout. 1-3, og staðan farin að líta illa út fyrir heimamenn sem voru orðnir örvæntingarfullir í sínum aðgerðum í sókninni. Í einni slíkri á 82. mínútu töpuðu Atalanta boltanum og eftir smávægilegt klafs komst boltinn að Tammy Abraham sem þrumaði boltanum í fjærhornið. Glæsilegt mark og leiknum lauk með 1-4 sigri Roma. Kærkomið fyrir Roma sem situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig en Atalanta er í því þriðja með 37.
Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira