„Ógeðslega pirraður og reiður“ Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2021 13:31 Hákon Daði Styrmisson var valinn í landsliðshópinn sem æfði á Íslandi í vetur. vísir/vilhelm „Það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna,“ segir handboltamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem spilar ekki meira á þessari leiktíð. Í stað þess að fara mögulega á EM í janúar sem einn af „strákunum okkar“, og hjálpa Gummersbach að komast upp í efstu deild Þýskalands, verður Hákon Daði næstu 6-9 mánuði í endurhæfingu vegna hnémeiðsla. Hornamaðurinn knái er sennilega með slitið krossband, eða þá mjög illa rifið, eftir að hafa meiðst á æfingu með Gummersbach á föstudaginn. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða en gott að hafa stuðning, meðal annars frá þjálfaranum Guðjóni Val Sigurðssyni sem og Elliða Snæ Viðarssyni, sem líkt og Hákon er úr Vestmannaeyjum. „Síðustu daga hafa ekki bara þeir heldur margt fólk hérna úti kíkja á mig og heyra í mér. Það hjálpar, að þurfa ekki að díla við allt bara einn. Ég er þakklátur fyrir að finna fyrir þessum kærleika frá öðrum,“ segir Hákon við Vísi. View this post on Instagram A post shared by VfL Gummersbach (@vflgummersbach) Hann segir hnéð lítið bólgið og vonast eftir því að komast í aðgerð strax á morgun, áður en hann heldur heim til Íslands í hálfs mánaðar jólafrí 27. desember. „Var rosalega bjart yfir janúarmánuði“ „Ég hef ekki neina reynslu af einhverju svona. Þetta eru fyrstu alvöru meiðslin sem ég hef lent í, og það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna. Maður hugsar ekkert með sér að maður geti lent í þessu og það er heldur ekkert sem að undirbýr mann fyrir það,“ segir Hákon, sjálfsagt ekki síst með EM, sem er handan við hornið, í huga. Til stóð að hann yrði í landsliðshópnum sem tilkynntur verður á morgun, og Hákon hefði þannig mögulega getað farið á sitt fyrsta stórmót. „Ég er ógeðslega pirraður og reiður, alla vega núna. Að sjá svona allt sem maður hefur unnið að, eftir allt púðrið sem maður hefur sett í að koma sér á þann stað sem ég er á með félagsliði og landsliði… Það var rosalega bjart yfir janúarmánuði en svo var öllu kippt undan manni á einni æfingu, í einum snúningi,“ segir Hákon sem eins og fyrr segir meiddist á föstudaginn: „Ég fann strax þegar þetta gerðist að eitthvað hefði farið. Ég var að sækja bolta aftur fyrir mig, og fara í átt að markinu, snúa í rauninni, rann smá til á gólfinu og reyndi að ná gripi. Mér leið eins og lærleggurinn hefði farið fram fyrir hnéð,“ segir Hákon. Byrjað vel í atvinnumennskunni Hákon hefur staðið sig vel með Gummersbach á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennskunni, eftir að hafa yfirgefið ÍBV, og fékk í síðasta mánuði nýjan samning sem gildir til ársins 2024. Hann er næstmarkahæstur í Gummersbach á leiktíðinni og liðið er á toppi 2. deildarinnar, á góðri leið í átt að bestu deild Evrópu. „Þetta er svo svekkjandi. Ég var búinn að vera að bíða eftir tækifærinu til að vera úti í atvinnumennsku. Það var það sem ég stefndi alltaf að. Ég ætla ekkert að vera allt of svartsýnn en þetta eru stór meiðsli, og batavegurinn er langur með hólum og hæðum. Þetta verður strembið. Nú fæ ég að kynnast því hversu erfitt það er að geta ekki tekið þátt í æfingum og leikjum. Öll meiðsli taka á andlega,“ segir Hákon sem byrjar endurhæfingu sína með sjúkraþjálfurum íslenska landsliðsins hér á landi áður en hann heldur aftur til Þýskalands í janúar. Þýski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Sjá meira
Í stað þess að fara mögulega á EM í janúar sem einn af „strákunum okkar“, og hjálpa Gummersbach að komast upp í efstu deild Þýskalands, verður Hákon Daði næstu 6-9 mánuði í endurhæfingu vegna hnémeiðsla. Hornamaðurinn knái er sennilega með slitið krossband, eða þá mjög illa rifið, eftir að hafa meiðst á æfingu með Gummersbach á föstudaginn. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða en gott að hafa stuðning, meðal annars frá þjálfaranum Guðjóni Val Sigurðssyni sem og Elliða Snæ Viðarssyni, sem líkt og Hákon er úr Vestmannaeyjum. „Síðustu daga hafa ekki bara þeir heldur margt fólk hérna úti kíkja á mig og heyra í mér. Það hjálpar, að þurfa ekki að díla við allt bara einn. Ég er þakklátur fyrir að finna fyrir þessum kærleika frá öðrum,“ segir Hákon við Vísi. View this post on Instagram A post shared by VfL Gummersbach (@vflgummersbach) Hann segir hnéð lítið bólgið og vonast eftir því að komast í aðgerð strax á morgun, áður en hann heldur heim til Íslands í hálfs mánaðar jólafrí 27. desember. „Var rosalega bjart yfir janúarmánuði“ „Ég hef ekki neina reynslu af einhverju svona. Þetta eru fyrstu alvöru meiðslin sem ég hef lent í, og það er auðvitað eins leiðinlegt og það verður að lenda í þessu núna. Maður hugsar ekkert með sér að maður geti lent í þessu og það er heldur ekkert sem að undirbýr mann fyrir það,“ segir Hákon, sjálfsagt ekki síst með EM, sem er handan við hornið, í huga. Til stóð að hann yrði í landsliðshópnum sem tilkynntur verður á morgun, og Hákon hefði þannig mögulega getað farið á sitt fyrsta stórmót. „Ég er ógeðslega pirraður og reiður, alla vega núna. Að sjá svona allt sem maður hefur unnið að, eftir allt púðrið sem maður hefur sett í að koma sér á þann stað sem ég er á með félagsliði og landsliði… Það var rosalega bjart yfir janúarmánuði en svo var öllu kippt undan manni á einni æfingu, í einum snúningi,“ segir Hákon sem eins og fyrr segir meiddist á föstudaginn: „Ég fann strax þegar þetta gerðist að eitthvað hefði farið. Ég var að sækja bolta aftur fyrir mig, og fara í átt að markinu, snúa í rauninni, rann smá til á gólfinu og reyndi að ná gripi. Mér leið eins og lærleggurinn hefði farið fram fyrir hnéð,“ segir Hákon. Byrjað vel í atvinnumennskunni Hákon hefur staðið sig vel með Gummersbach á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennskunni, eftir að hafa yfirgefið ÍBV, og fékk í síðasta mánuði nýjan samning sem gildir til ársins 2024. Hann er næstmarkahæstur í Gummersbach á leiktíðinni og liðið er á toppi 2. deildarinnar, á góðri leið í átt að bestu deild Evrópu. „Þetta er svo svekkjandi. Ég var búinn að vera að bíða eftir tækifærinu til að vera úti í atvinnumennsku. Það var það sem ég stefndi alltaf að. Ég ætla ekkert að vera allt of svartsýnn en þetta eru stór meiðsli, og batavegurinn er langur með hólum og hæðum. Þetta verður strembið. Nú fæ ég að kynnast því hversu erfitt það er að geta ekki tekið þátt í æfingum og leikjum. Öll meiðsli taka á andlega,“ segir Hákon sem byrjar endurhæfingu sína með sjúkraþjálfurum íslenska landsliðsins hér á landi áður en hann heldur aftur til Þýskalands í janúar.
Þýski handboltinn EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Sjá meira