Clattenburg: Andy Robertson er heppinn að geta gengið eftir tæklingu Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 08:01 Paul Tierney gaf Andrew Robertson rautt spjald í seinni hálfleik en hefði líka átt að lyfta því rauða á Harry Kane í þeim fyrri. AP/Frank Augstein Fyrrum toppdómari í ensku úrvalsdeildinni gagnrýndi dómgæsluna í leik Tottenham og Liverpool um síðustu helgi og þá sérstaklega það að enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane hafi fengið að halda áfram leik eftir sólatæklingu sína á bakvörð Liverpool Andy Robertson. Harry Kane kom fljúgandi inn í tæklinguna með takkana á undan sér og fór beint í Andy Robertson sem hafði tekið boltann. Paul Tierney ákvað að gefa Kane bara gult spjald fyrir brotið við lítinn fögnuð Liverpool manna. Það sem meira er að Varsjáin var sammála því að reka Kane ekki útaf. Ein aðalstæðan væri að Robertson hefði hoppað upp úr tæklingunni. Former Premier League referee Mark Clattenburg has criticised the officiating in Tottenham's draw with Liverpool.He thinks Andy Robertson is "lucky to be walking"... Listen on @BBCSounds.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2021 Robertson sjálfur fékk beint rautt spjald seinna í leiknum eftir að Varsjáin skoðaði brot hans á Emerson Royal. „Ég tel að tæklingin hjá Kane sé verri en sú hjá Robertson,“ sagði Mark Clattenburg í útvarpsviðtali í þættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. „Ég hef áhyggjur eftir að hafa heyrt það að Robertson hefði þurft að vera með fótinn á jörðinni. Ef það hefði verið þá hefði hann ekki gengið um þessi jól,“ sagði Clattenburg. „Ef þú heldur því fram að það séu ekki skýr og greinilega mistök að gefa Kane kki rauða spjaldið þá ertu ekki að sinna þínu starfi rétt,“ sagði Clattenburg. Ég held að við dómararnir séum stundum sekir um að þekkja reglur leiksins betur en við skiljum leikinn sjálfan. VAR má hins vegar ekki klikka á þessu. Dómarar geta misst af því enda hafa þeir aðeins sekúndubrot. Varsjáin hefur öll sjónarhornin og hún sér hvert takkar Kane fóru,“ sagði Clattenburg. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Það nýtt í mínum eyrum að fóturinn (hans Robertson) þurfi að vera á jörðinni. Ef fóturinn er á lofti með takkana á undan þá er þetta glannalegt og hann skutlaði sér í tæklinguna. Í mínum augum þá setti hann andstæðing sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. „Robbo er heppin að geta gengið í dag. Við ættum að skilja betur fótboltamenn og af hverju hann er ekki að fara skilja fótinn sinn eftir á jörðinni í þessari stöðu. Hann vill ekki fótbrotna og setja feril sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. Clattenburg var dómari í ensku úrvalsdeildinni í þrettán ár frá 2004 til 2017. Hann er líka á því að enska úrvalsdeildin eigi að birta samtöl dómara og VAR. Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Harry Kane kom fljúgandi inn í tæklinguna með takkana á undan sér og fór beint í Andy Robertson sem hafði tekið boltann. Paul Tierney ákvað að gefa Kane bara gult spjald fyrir brotið við lítinn fögnuð Liverpool manna. Það sem meira er að Varsjáin var sammála því að reka Kane ekki útaf. Ein aðalstæðan væri að Robertson hefði hoppað upp úr tæklingunni. Former Premier League referee Mark Clattenburg has criticised the officiating in Tottenham's draw with Liverpool.He thinks Andy Robertson is "lucky to be walking"... Listen on @BBCSounds.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2021 Robertson sjálfur fékk beint rautt spjald seinna í leiknum eftir að Varsjáin skoðaði brot hans á Emerson Royal. „Ég tel að tæklingin hjá Kane sé verri en sú hjá Robertson,“ sagði Mark Clattenburg í útvarpsviðtali í þættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. „Ég hef áhyggjur eftir að hafa heyrt það að Robertson hefði þurft að vera með fótinn á jörðinni. Ef það hefði verið þá hefði hann ekki gengið um þessi jól,“ sagði Clattenburg. „Ef þú heldur því fram að það séu ekki skýr og greinilega mistök að gefa Kane kki rauða spjaldið þá ertu ekki að sinna þínu starfi rétt,“ sagði Clattenburg. Ég held að við dómararnir séum stundum sekir um að þekkja reglur leiksins betur en við skiljum leikinn sjálfan. VAR má hins vegar ekki klikka á þessu. Dómarar geta misst af því enda hafa þeir aðeins sekúndubrot. Varsjáin hefur öll sjónarhornin og hún sér hvert takkar Kane fóru,“ sagði Clattenburg. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Það nýtt í mínum eyrum að fóturinn (hans Robertson) þurfi að vera á jörðinni. Ef fóturinn er á lofti með takkana á undan þá er þetta glannalegt og hann skutlaði sér í tæklinguna. Í mínum augum þá setti hann andstæðing sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. „Robbo er heppin að geta gengið í dag. Við ættum að skilja betur fótboltamenn og af hverju hann er ekki að fara skilja fótinn sinn eftir á jörðinni í þessari stöðu. Hann vill ekki fótbrotna og setja feril sinn í hættu,“ sagði Clattenburg. Clattenburg var dómari í ensku úrvalsdeildinni í þrettán ár frá 2004 til 2017. Hann er líka á því að enska úrvalsdeildin eigi að birta samtöl dómara og VAR.
Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira