Allir tónleikar Jólavina Emmsjé Gauta með óbreyttu sniði og jólunum bjargað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. desember 2021 15:29 Hlustendaverðlaun FM957. Daniel Thor Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, ætlar að halda ótrauður áfram og mæta til leiks á þrennum tónleikum Jülevenner Emmsjé Gauta annað kvöld. Óvissa ríkti þó um tíma um þrenna tónleika, sem eru á dagskrá hjá honum á Þorláksmessu. Gauti tilkynnti síðar í dag að tekist hafi tryggja að tónleikarnir fari sömuleiðis fram í óbreyttri mynd þann 23. desember. Í Facebook-færslu sem birtist klukkan 17:17 segir hann að þar með hafi jólunum verið bjargað. Fréttastofa ræddi við Gauta fyrr í dag en á tímabili ríkti miskilningur um það hvenær ný reglugerð um sóttvarnatakmarkanir myndi taka gildi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að nýjar reglur tækju gildi á miðnætti en síðar kom í ljós að þær taka gildi á miðnætti annað kvöld. „Það sem við héldum í upphafi var að við værum að missa út 22. desember en staðan er bara sú að sýningarnar 22. halda sig allar inni hjá okkur,“ segir Gauti en þrjár sýningar eru á dagskrá hjá honum í Háskólabíói á morgun, klukkan 17, klukkan 20 og klukkan 23. „Þetta er búinn að vera ágætis rússíbani í dag, upp og niður. Við héldum fyrst að við værum búin að missa allar sýningarnar, allt væri komið niður í 200 á miðnætti í kvöld en við erum bara að halda plani. Æfingarplanið færist um klukkutíma en sýningarnar eru á sínum stað á morgun,“ segir hann. Verið er að selja miða á tónleika, sem verða 23. desember, og verða í streymi. Því ættu allir að geta notið ljúfra tóna Jólavina Gauta heima í stofu, sama hvernig fer. Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns, Herra Hnetusmjör og fleiri verða á tónleikunum með Gauta. Gauti hvetur alla sem eru á leið á sýninguna á morgun að virða sóttvarnareglur og taka þurfi stöðunni alvarlega. „Við þurfum að vera í þessu saman og næst verður þetta vonandi yfirstaðið og við verið öll á háhest.“ Búið sé að setja upp sviðið, bandið sé að æfa og margra mánaða undirbúningur nú í húfi. „Miðað við hvernig fréttirnar voru í morgun, maður þurfti aðeins að þurrka augun með tissjúi í morgun, en þetta er aðeins bjartar,“ segir Gauti. Mikill fjöldi fólks á bak við hverja sýningu Sama hvað sé þetta mikill skellur. „Sama hvernig á þetta er litið, og ef ég tek mig út fyrir sviga, er þetta svakalega mikill skellur fyrir skemmtanabransann í heild sinni. Þetta hefur auðvitað þau áhrif að það er tekjutap í allar áttir og fullt af fólki sem er að missa út vinnu,“ segir Gauti. „Það sem fólk áttar sig ekki á er að það sér bara frontmennina. En til dæmis bara á bak við mína sýningu eru hátt í sextíu manns sem eru að starfa og auðvitað kemur fólk mismikið að sýningunni en þetta er svaka tap fyrir svaka stóran hóp af fólki. Það sem er erfitt við þetta er að ef þetta væri bara afmælisveisla sem maður planaði fyrir tveimur dögum væri þetta ekkert mál en þetta er margra mánaða vinna að setja upp svona sýningu. En þetta fer bara einhvern vegin, við tökum bara æðruleysið á þetta núna.“ Horfir bjartsýnn fram á veginn Síðustu tvö árin hafi verið mikil rússíbanareið. „Þetta er bara búið að vera þannig að alltaf þegar maður nálgast markið þá dettur maður. En eins og ég segi er auðvitað nauðsynlegt að við séum öll í þessu saman og þess vegna vil ég biðja okkar gesti að fara extra varlega. Og maður skilur af hverju er verið að grípa til aðgerða en maður spyr sig með fyrirvarann sem maður fær, það er það sem er þunginn í þessu öllu saman. En veiran er lúmsk og kemur með engum fyrirvara en maður verður að vera bjartsýnn og horfa jákvætt á þetta.“ Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 17:40 með nýjum upplýsingum um fyrirkomulag þorláksmessutónleikanna. Jól Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Segir Jülevenner öruggasta staðinn til að vera á Mælirinn er fullur, segir viðburðahaldari sem veit ekki hvort hann geti haldið tónleika í Hörpu á morgun í ljósi yfirvofandi samkomutakmarkana. Emmsjé Gauti segir Þorláksmessutónleika sína öruggasta staðinn til að vera á í vikunni. 20. desember 2021 15:58 Jülevenner Emmsjé Gauta nú einnig í streymi Íbúar dreifbýlis, Íslendingar sem hafa gefist upp og flutt af landi brott, félagsfælnir, ungbarna foreldrar, sóttkvíar fólk og aðrir sem vegna óviðráðanlegra aðstæðna komast ekki í Háskólabíó. Bið ykkar er á enda, nú getiði upplifað Jülevenner 2021 með stafrænum hætti í gegnum streymi NovaTV. 3. desember 2021 21:01 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Gauti tilkynnti síðar í dag að tekist hafi tryggja að tónleikarnir fari sömuleiðis fram í óbreyttri mynd þann 23. desember. Í Facebook-færslu sem birtist klukkan 17:17 segir hann að þar með hafi jólunum verið bjargað. Fréttastofa ræddi við Gauta fyrr í dag en á tímabili ríkti miskilningur um það hvenær ný reglugerð um sóttvarnatakmarkanir myndi taka gildi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að nýjar reglur tækju gildi á miðnætti en síðar kom í ljós að þær taka gildi á miðnætti annað kvöld. „Það sem við héldum í upphafi var að við værum að missa út 22. desember en staðan er bara sú að sýningarnar 22. halda sig allar inni hjá okkur,“ segir Gauti en þrjár sýningar eru á dagskrá hjá honum í Háskólabíói á morgun, klukkan 17, klukkan 20 og klukkan 23. „Þetta er búinn að vera ágætis rússíbani í dag, upp og niður. Við héldum fyrst að við værum búin að missa allar sýningarnar, allt væri komið niður í 200 á miðnætti í kvöld en við erum bara að halda plani. Æfingarplanið færist um klukkutíma en sýningarnar eru á sínum stað á morgun,“ segir hann. Verið er að selja miða á tónleika, sem verða 23. desember, og verða í streymi. Því ættu allir að geta notið ljúfra tóna Jólavina Gauta heima í stofu, sama hvernig fer. Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns, Herra Hnetusmjör og fleiri verða á tónleikunum með Gauta. Gauti hvetur alla sem eru á leið á sýninguna á morgun að virða sóttvarnareglur og taka þurfi stöðunni alvarlega. „Við þurfum að vera í þessu saman og næst verður þetta vonandi yfirstaðið og við verið öll á háhest.“ Búið sé að setja upp sviðið, bandið sé að æfa og margra mánaða undirbúningur nú í húfi. „Miðað við hvernig fréttirnar voru í morgun, maður þurfti aðeins að þurrka augun með tissjúi í morgun, en þetta er aðeins bjartar,“ segir Gauti. Mikill fjöldi fólks á bak við hverja sýningu Sama hvað sé þetta mikill skellur. „Sama hvernig á þetta er litið, og ef ég tek mig út fyrir sviga, er þetta svakalega mikill skellur fyrir skemmtanabransann í heild sinni. Þetta hefur auðvitað þau áhrif að það er tekjutap í allar áttir og fullt af fólki sem er að missa út vinnu,“ segir Gauti. „Það sem fólk áttar sig ekki á er að það sér bara frontmennina. En til dæmis bara á bak við mína sýningu eru hátt í sextíu manns sem eru að starfa og auðvitað kemur fólk mismikið að sýningunni en þetta er svaka tap fyrir svaka stóran hóp af fólki. Það sem er erfitt við þetta er að ef þetta væri bara afmælisveisla sem maður planaði fyrir tveimur dögum væri þetta ekkert mál en þetta er margra mánaða vinna að setja upp svona sýningu. En þetta fer bara einhvern vegin, við tökum bara æðruleysið á þetta núna.“ Horfir bjartsýnn fram á veginn Síðustu tvö árin hafi verið mikil rússíbanareið. „Þetta er bara búið að vera þannig að alltaf þegar maður nálgast markið þá dettur maður. En eins og ég segi er auðvitað nauðsynlegt að við séum öll í þessu saman og þess vegna vil ég biðja okkar gesti að fara extra varlega. Og maður skilur af hverju er verið að grípa til aðgerða en maður spyr sig með fyrirvarann sem maður fær, það er það sem er þunginn í þessu öllu saman. En veiran er lúmsk og kemur með engum fyrirvara en maður verður að vera bjartsýnn og horfa jákvætt á þetta.“ Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 17:40 með nýjum upplýsingum um fyrirkomulag þorláksmessutónleikanna.
Jól Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Segir Jülevenner öruggasta staðinn til að vera á Mælirinn er fullur, segir viðburðahaldari sem veit ekki hvort hann geti haldið tónleika í Hörpu á morgun í ljósi yfirvofandi samkomutakmarkana. Emmsjé Gauti segir Þorláksmessutónleika sína öruggasta staðinn til að vera á í vikunni. 20. desember 2021 15:58 Jülevenner Emmsjé Gauta nú einnig í streymi Íbúar dreifbýlis, Íslendingar sem hafa gefist upp og flutt af landi brott, félagsfælnir, ungbarna foreldrar, sóttkvíar fólk og aðrir sem vegna óviðráðanlegra aðstæðna komast ekki í Háskólabíó. Bið ykkar er á enda, nú getiði upplifað Jülevenner 2021 með stafrænum hætti í gegnum streymi NovaTV. 3. desember 2021 21:01 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03
Segir Jülevenner öruggasta staðinn til að vera á Mælirinn er fullur, segir viðburðahaldari sem veit ekki hvort hann geti haldið tónleika í Hörpu á morgun í ljósi yfirvofandi samkomutakmarkana. Emmsjé Gauti segir Þorláksmessutónleika sína öruggasta staðinn til að vera á í vikunni. 20. desember 2021 15:58
Jülevenner Emmsjé Gauta nú einnig í streymi Íbúar dreifbýlis, Íslendingar sem hafa gefist upp og flutt af landi brott, félagsfælnir, ungbarna foreldrar, sóttkvíar fólk og aðrir sem vegna óviðráðanlegra aðstæðna komast ekki í Háskólabíó. Bið ykkar er á enda, nú getiði upplifað Jülevenner 2021 með stafrænum hætti í gegnum streymi NovaTV. 3. desember 2021 21:01