Öllum leiksýningum og tónleikum aflýst yfir jólin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2021 12:15 Kardimommubærinn. Þjóðleikhúsið Helstu sviðslistahús landsins hafa ákveðið að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum um jólin. Lokunin gildir að minnsta kosti fram að áramótum en undatekning verður þó gerð vegna tónleika sem fram fara í Hörpu í dag og vegna ferðamannaviðburða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAVÍST en undir hana rita Magnús Geir Þórðarson, fyrir Þjóðleikhúsið, Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Borgarleihúsið, Svanhildur Konráðsdóttir fyrir Hörpu, Lára Sóley Jóhannsdóttir fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Steinunn Birna Ragnarsdóttir fyrir Íslensku óperuna, Erna Ómarsdóttir fyrir Íslenska dansflokkinn, Stefán Eiríksson fyrir RÚV, Friðrik Friðriksson fyrir Tjarnarbíó og Þuríður Helga Kristjánsdóttir fyrir MAK. „Stofnanir og menningarhús sem vinna saman undir merkjum SAVÍST hafa unnið náið með stjórnvöldum, gætt þess að fara að fyrirmælum til hins ítrasta og kappkostað að bjóða upp á öruggt og ábyrgt viðburðahald. Takmarkanir hafa verið af ýmsum toga síðustu tuttugu mánuði, allt frá algeru samkomubanni til tiltölulega lítið íþyngjandi takmarkana á stundum. Frá því faraldurinn skall á eru engin dæmi þess að smit hafi orðið á milli gesta á sitjandi menningarviðburði á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu SAVÍST. Nú hafi aðgerðir hins vegar verið hertar verulega og í gær hafi komið í ljós að menningarhúsin fái ekki undanþágu frá eins metra fjarlægðarreglunni þrátt fyrir að allir framvísi hraðprófi, sitji með grímur í númeruðum sætum, fjöldatakmörk í hólfum og bann við áfengissölu. „Í ljósi þessa sjá menningarhúsin sér ekki annað fært en að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum sem stóðu fyrir dyrum – að minnsta kosti fram að áramótum. Undantekningin frá þessu eru tónleikar í Hörpu í dag Þorláksmessu og ferðamannaviðburðir yfir hátíðirnar enda húsið opið almenningi.“ Forsvarsmenn menningarhúsanna segja það hryggja starfsmenn að geta ekki mætt gestum á fyrirhugðum viðburðum, enda hátíðlegt og gefandi að ljóta leiksýninga og tónleika yfir hátíðirnar. Uppselt sé á nær alla viðburði. Miðasölur muni hafa samband við miðahafa og bjóða nýjar dagsetningar um leið og færi gefst. „Savíst harmar að þurfa að taka þessa ákvörðun en hún er því miður óhjákvæmileg í ljósi erfiðra aðstæðna. Það er okkar einlæg von að við sem samfélag náum að snúa við þróun mála í yfirstandandi heimsfaraldri á sem skemmstum tíma með því að fylgja vel þeim reglum sem felast í núverandi reglugerð. Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við hlökkum til að hittast aftur saman í salnum, örugg og frísk!“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAVÍST en undir hana rita Magnús Geir Þórðarson, fyrir Þjóðleikhúsið, Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir Borgarleihúsið, Svanhildur Konráðsdóttir fyrir Hörpu, Lára Sóley Jóhannsdóttir fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Steinunn Birna Ragnarsdóttir fyrir Íslensku óperuna, Erna Ómarsdóttir fyrir Íslenska dansflokkinn, Stefán Eiríksson fyrir RÚV, Friðrik Friðriksson fyrir Tjarnarbíó og Þuríður Helga Kristjánsdóttir fyrir MAK. „Stofnanir og menningarhús sem vinna saman undir merkjum SAVÍST hafa unnið náið með stjórnvöldum, gætt þess að fara að fyrirmælum til hins ítrasta og kappkostað að bjóða upp á öruggt og ábyrgt viðburðahald. Takmarkanir hafa verið af ýmsum toga síðustu tuttugu mánuði, allt frá algeru samkomubanni til tiltölulega lítið íþyngjandi takmarkana á stundum. Frá því faraldurinn skall á eru engin dæmi þess að smit hafi orðið á milli gesta á sitjandi menningarviðburði á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu SAVÍST. Nú hafi aðgerðir hins vegar verið hertar verulega og í gær hafi komið í ljós að menningarhúsin fái ekki undanþágu frá eins metra fjarlægðarreglunni þrátt fyrir að allir framvísi hraðprófi, sitji með grímur í númeruðum sætum, fjöldatakmörk í hólfum og bann við áfengissölu. „Í ljósi þessa sjá menningarhúsin sér ekki annað fært en að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum sem stóðu fyrir dyrum – að minnsta kosti fram að áramótum. Undantekningin frá þessu eru tónleikar í Hörpu í dag Þorláksmessu og ferðamannaviðburðir yfir hátíðirnar enda húsið opið almenningi.“ Forsvarsmenn menningarhúsanna segja það hryggja starfsmenn að geta ekki mætt gestum á fyrirhugðum viðburðum, enda hátíðlegt og gefandi að ljóta leiksýninga og tónleika yfir hátíðirnar. Uppselt sé á nær alla viðburði. Miðasölur muni hafa samband við miðahafa og bjóða nýjar dagsetningar um leið og færi gefst. „Savíst harmar að þurfa að taka þessa ákvörðun en hún er því miður óhjákvæmileg í ljósi erfiðra aðstæðna. Það er okkar einlæg von að við sem samfélag náum að snúa við þróun mála í yfirstandandi heimsfaraldri á sem skemmstum tíma með því að fylgja vel þeim reglum sem felast í núverandi reglugerð. Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við hlökkum til að hittast aftur saman í salnum, örugg og frísk!“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira