Guardiola segist ekki ætla að kaupa framherja í janúar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. desember 2021 15:30 Pep Guardiola ætlar sér ekki að versla framherja í janúar. Naomi Baker/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segist ekki ætla að kaupa framherja þegar félagsskiptaglugginn í Evrópu opnar í janúar. Lengi hefur verið rætt og ritað um að liðinu vanti framherja. Meira að segja voru ýmsir spekingar farnir að velta því fyrir sér áður en Sergio Agüero yfirgaf félagið eftir seinasta tímabil. Staða Manchester City í ensku úrvalsdeildinni bendir þó til að gengi liðsins sé nokkuð góð án þess að framherji hafi verið fenginn í hópinn í sumar. Englandsmeistararnir tróna á toppi deildarinnar með þriggja stiga forskot og í 18 leikjum hefur liðið skorað 44 mörk. Einungis Liverpool hefur skorað fleiri mörk á yfirstandandi tímabili, en Rauði herinn hefur skorað 50. Guardiola sat fyrir svörum blaðamanna fyrir leik liðsins gegn Leicester sem fram fer á sunnudaginn. Þegar hann var spurður út í þetta mál var svar hans einfalt. „Við ætlum ekki að kaupa framherja,“ sagði Spánverjinn. Fyrr í vikunni talai hann einnig um þetta mál. Þá sagði hann að fjárhagsstaða félagsins væri ástæða þess að liðið myndi ekki fjárfesta í framherja í janúar. „Fjárhagsstaðan er eins og hún er. Öll félögin eru í basli og við erum engin undantekning.“ Pep Guardiola has admitted #MCFC wont be able to sign a striker in January despite the Aguero & Jesus injury issues:🗣 "The economic financial situation is what it is. All the clubs struggle and we are no exception." pic.twitter.com/iEDEcyzxc4— Oddschanger (@Oddschanger) December 21, 2020 Eins og flestir ættu að muna eftir reyndu Guardiola og forráðamenn City ítrekað að lokka framherja Tottenham og fyrirliða enska landsliðsins, Harry Kane, til félagsins. Sú tilraun bar þó ekki árangur og stuðningsmenn Lundúnaliðsins geta andað léttar við þær fréttir að City muni ekki reyna aftur fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Lengi hefur verið rætt og ritað um að liðinu vanti framherja. Meira að segja voru ýmsir spekingar farnir að velta því fyrir sér áður en Sergio Agüero yfirgaf félagið eftir seinasta tímabil. Staða Manchester City í ensku úrvalsdeildinni bendir þó til að gengi liðsins sé nokkuð góð án þess að framherji hafi verið fenginn í hópinn í sumar. Englandsmeistararnir tróna á toppi deildarinnar með þriggja stiga forskot og í 18 leikjum hefur liðið skorað 44 mörk. Einungis Liverpool hefur skorað fleiri mörk á yfirstandandi tímabili, en Rauði herinn hefur skorað 50. Guardiola sat fyrir svörum blaðamanna fyrir leik liðsins gegn Leicester sem fram fer á sunnudaginn. Þegar hann var spurður út í þetta mál var svar hans einfalt. „Við ætlum ekki að kaupa framherja,“ sagði Spánverjinn. Fyrr í vikunni talai hann einnig um þetta mál. Þá sagði hann að fjárhagsstaða félagsins væri ástæða þess að liðið myndi ekki fjárfesta í framherja í janúar. „Fjárhagsstaðan er eins og hún er. Öll félögin eru í basli og við erum engin undantekning.“ Pep Guardiola has admitted #MCFC wont be able to sign a striker in January despite the Aguero & Jesus injury issues:🗣 "The economic financial situation is what it is. All the clubs struggle and we are no exception." pic.twitter.com/iEDEcyzxc4— Oddschanger (@Oddschanger) December 21, 2020 Eins og flestir ættu að muna eftir reyndu Guardiola og forráðamenn City ítrekað að lokka framherja Tottenham og fyrirliða enska landsliðsins, Harry Kane, til félagsins. Sú tilraun bar þó ekki árangur og stuðningsmenn Lundúnaliðsins geta andað léttar við þær fréttir að City muni ekki reyna aftur fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar.
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira