Bubbi óttast ekki neitt: „Ég er bara gleðigjafi“ Viktor Örn Ásgeirsson og Snorri Másson skrifa 23. desember 2021 23:15 Bubbi Morthens fagnaði undanþágu frá sóttvarnartakmörkunum í vikunni. Vísir/Stöð 2 Bubbi Morthens hélt árlegu Þorláksmessutónleika sína í Eldborg í Hörpu fyrr í kvöld. Eldborgarsalurinn tekur um fimmtán hundruð manns í sæti en uppselt var á tónleikana. Tónleikarnir voru sem sagt fjölmennir en óvissa ríkti um tónleikahaldið þegar kynntar voru hertar takmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrr í vikunni. Nokkrir tónleikahaldarar fengu sérstaka undanþágu frá gildandi sóttvarnareglum, Bubbi þar með talinn. Bubbi sagðist gríðarlega vel stemmdur þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í kvöld og sagði að Eldborgarsalurinn kæmi til með að fyllast af ást og kærleika. Aðspurður sagðist Bubbi ætla að gleðja fólk, bæði gesti í salnum og heima í stofu en tónleikunum var streymt á netinu. Hann bætti við að til hjálpaði að vera með besta gítarinn í bransanum. Óttastu umræðuna, það eru sumir eitthvað pirraðir? „Sumir eru pirraðir. Þjóðfélagið er á snúningi, við erum búin að vera vör við það í marga mánuði. Nei, nei. Ég óttast ekki neitt, ég hef ekki gert neitt af mér. Bara af og frá. Ég er bara gleðigjafi.“ Aðspurður segist Bubbi ætla að gleðja fólk á þessum erfiðu tímum og hvetur fólk til að syngja með undir grímunum: „Menn geta mumlað bak við grímurnar, menn mega ekki taka grímurnar niður að syngja en þeir geta mumlað,“ segir Bubbi og hlær. Við komumst í gegnum þetta eftir allt saman, er það ekki? „Sannarlega, klárlega. Og gleðileg jól öll sömul þið heima, bara ást og friður til ykkar allra.“ Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Bubbi sagðist gríðarlega vel stemmdur þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í kvöld og sagði að Eldborgarsalurinn kæmi til með að fyllast af ást og kærleika. Aðspurður sagðist Bubbi ætla að gleðja fólk, bæði gesti í salnum og heima í stofu en tónleikunum var streymt á netinu. Hann bætti við að til hjálpaði að vera með besta gítarinn í bransanum. Óttastu umræðuna, það eru sumir eitthvað pirraðir? „Sumir eru pirraðir. Þjóðfélagið er á snúningi, við erum búin að vera vör við það í marga mánuði. Nei, nei. Ég óttast ekki neitt, ég hef ekki gert neitt af mér. Bara af og frá. Ég er bara gleðigjafi.“ Aðspurður segist Bubbi ætla að gleðja fólk á þessum erfiðu tímum og hvetur fólk til að syngja með undir grímunum: „Menn geta mumlað bak við grímurnar, menn mega ekki taka grímurnar niður að syngja en þeir geta mumlað,“ segir Bubbi og hlær. Við komumst í gegnum þetta eftir allt saman, er það ekki? „Sannarlega, klárlega. Og gleðileg jól öll sömul þið heima, bara ást og friður til ykkar allra.“
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25