Grealish segist ekki hafa átt von á hversu erfitt það væri að spila fyrir City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2021 16:01 Jack Grealish segir að væntingarnar sem gerðar séu til hans hjá Manchester City séu gríðarlega háar. EPA-EFE/ANDY RAIN Knattspyrnumaðurinn Jack Grealish varð í sumar dýrasti leikmaður Englands frá upphafi þegar hann gekk til liðs við Manchester City frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda. Hann segir að tími hans hjá Englandsmeisturunum hafi reynst mun erfiðari en hann átti von á. Grealish varð fyrsti leikmaðurinn í sögu enska fótboltans til að brjóta hundrað milljóna múrinn, en hann hefur ekki náð sömu hæðum sem leikmaður og þegar hann var enn á mála hjá Aston Villa. Hann hefur þó lagt upp tvö mörk og skorað önnur tvö sjálfur í 12 byrjunarliðsleikjum fyrir City. Enski landsliðsmaðurinn missti svo sæti sitt í byrjunarliði City eftir að myndir af honum og liðsfélaga hans, Phil Foden, birtust þar sem að félagarnir voru á leið út af næturklúbbi. Samkvæmt heimildum Sky Sports voru forráðamenn City óánægðir með ástand leikmannanna á æfingu daginn eftir. Grealish gæti þó fengið tækifæri í byrjunarliðinu þegar City tekur á móti Leicester á morgun og hann segist vera spenntur að sýna stuðningsmönnum liðsins hvað í sér býr á nýju ári. „Ég hef staðið mig ágætlega hingað til,“ sagði Grealish í samtali við Sky Sports. „Ég á helling inni og þetta hefur verið miklu erfiðara en ég átti von á.“ „Ég er enn að læra og að aðlagast. Maður hefur heyrt af fólki sem hafa þurft heilt ár til að aðlagast þessu liði og kannski veðrur það eins hjá mér. Ég vill skora meira og leggja upp fleiri mörk á næsta ári.“ Grealish segir einnig að væntingarnar sem gerðar eru til liðsins séu gríðarlega háar, og að verðmiðinn sem fylgdi honum sjái til þess að hann sé stöðugt undir smásjánni. „Það er fáránlegt hvað væntingarnar eru háar hérna, bæði innan sem utanvallar. Það er ótrúlegt og þess vegna hafa þeir notið svona mikillar velgengni á undanförnum árum.“ „Þegar eitthvað lið borgar hundrað milljónir fyrir þig þá þýðir það að þegar þú ert að fara í gegnum lægðir þá fer fólk að spyrja sig hvort að þú hafir verið þess virði. Hvar eru mörkin hans og stoðsendingar? spyr fólk.“ „Ég skil það alveg, en ég verð að horfa á það sem forréttindi að félagið hafi verið tilbúið að borga svona mikið fyrir mig og vonandi getið ég endurgoldið greiðann með mörkum og titlum,“ sagði Grealish að lokum. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Grealish varð fyrsti leikmaðurinn í sögu enska fótboltans til að brjóta hundrað milljóna múrinn, en hann hefur ekki náð sömu hæðum sem leikmaður og þegar hann var enn á mála hjá Aston Villa. Hann hefur þó lagt upp tvö mörk og skorað önnur tvö sjálfur í 12 byrjunarliðsleikjum fyrir City. Enski landsliðsmaðurinn missti svo sæti sitt í byrjunarliði City eftir að myndir af honum og liðsfélaga hans, Phil Foden, birtust þar sem að félagarnir voru á leið út af næturklúbbi. Samkvæmt heimildum Sky Sports voru forráðamenn City óánægðir með ástand leikmannanna á æfingu daginn eftir. Grealish gæti þó fengið tækifæri í byrjunarliðinu þegar City tekur á móti Leicester á morgun og hann segist vera spenntur að sýna stuðningsmönnum liðsins hvað í sér býr á nýju ári. „Ég hef staðið mig ágætlega hingað til,“ sagði Grealish í samtali við Sky Sports. „Ég á helling inni og þetta hefur verið miklu erfiðara en ég átti von á.“ „Ég er enn að læra og að aðlagast. Maður hefur heyrt af fólki sem hafa þurft heilt ár til að aðlagast þessu liði og kannski veðrur það eins hjá mér. Ég vill skora meira og leggja upp fleiri mörk á næsta ári.“ Grealish segir einnig að væntingarnar sem gerðar eru til liðsins séu gríðarlega háar, og að verðmiðinn sem fylgdi honum sjái til þess að hann sé stöðugt undir smásjánni. „Það er fáránlegt hvað væntingarnar eru háar hérna, bæði innan sem utanvallar. Það er ótrúlegt og þess vegna hafa þeir notið svona mikillar velgengni á undanförnum árum.“ „Þegar eitthvað lið borgar hundrað milljónir fyrir þig þá þýðir það að þegar þú ert að fara í gegnum lægðir þá fer fólk að spyrja sig hvort að þú hafir verið þess virði. Hvar eru mörkin hans og stoðsendingar? spyr fólk.“ „Ég skil það alveg, en ég verð að horfa á það sem forréttindi að félagið hafi verið tilbúið að borga svona mikið fyrir mig og vonandi getið ég endurgoldið greiðann með mörkum og titlum,“ sagði Grealish að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira