Missa bara af tveimur umferðum vegna „velvildar“ afríska sambandsins Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 10:30 Mohamed Salah og Sadio Mané missa í mesta lagi af tveimur deildarleikjum með Liverpool vegna Afríkumótsins. Getty/Shaun Botterill Jafnvel þó að Egyptaland kæmist í úrslitaleik Afríkumótsins í fótbolta myndi Mohamed Salah aðeins missa af tveimur deildarleikjum með Liverpool, vegna „velvildar“ afríska knattspyrnusambandsins. Fjöldi leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er á leið á Afríkumótið sem hefst 9. janúar. Samkvæmt reglum FIFA áttu þeir leikmenn að standa landsliðum sínum til boða frá og með deginum í dag, 27. desember. Afríska knattspyrnusambandið hefur hins vegar ákveðið að leyfa leikmönnum að spila með sínum félagsliðum fram til 3. janúar, eða þar til að aðeins sex dagar eru fram að Afríkumótinu í Kamerún. Það þýðir til að mynda að Salah, Naby Keita og Sadio Mané verða með Liverpool í stórleiknum gegn Chelsea 2. janúar, og þeir Edouard Mendy og Hakim Zyiech klárir í slaginn með Chelsea. „Þessi ákvörðun er tekin í anda velvildar og samstöðu með þeim félögum sem málið varðar, með viðurkenningu á því fyrir hve slæmum áhrifum þau hafa orðið vegna Covid-faraldursins, líkt og aðrir meðlimir fótboltasamfélagsins,“ sagði í bréfi frá FIFA til alþjóðlegra deildasamtaka. Í bréfinu er þess getið að vonast sé eftir sams konar samstarfsvilja frá félögum leikmanna og öðrum sem málið snertir, varðandi það að leikmenn komist í verkefni sinna landsliða. Aðeins þrjár umferðir eru í ensku úrvalsdeildinni í janúar og úr því að afrísku leikmennirnir geta spilað þá fyrstu missa þeir aðeins af tveimur umferðum, jafnvel þó að þeir komist í úrslitaleik Afríkumótsins 6. febrúar. Leikið er í enska deildabikarnum og ensku bikarkeppninni í janúar. Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin) Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira
Fjöldi leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er á leið á Afríkumótið sem hefst 9. janúar. Samkvæmt reglum FIFA áttu þeir leikmenn að standa landsliðum sínum til boða frá og með deginum í dag, 27. desember. Afríska knattspyrnusambandið hefur hins vegar ákveðið að leyfa leikmönnum að spila með sínum félagsliðum fram til 3. janúar, eða þar til að aðeins sex dagar eru fram að Afríkumótinu í Kamerún. Það þýðir til að mynda að Salah, Naby Keita og Sadio Mané verða með Liverpool í stórleiknum gegn Chelsea 2. janúar, og þeir Edouard Mendy og Hakim Zyiech klárir í slaginn með Chelsea. „Þessi ákvörðun er tekin í anda velvildar og samstöðu með þeim félögum sem málið varðar, með viðurkenningu á því fyrir hve slæmum áhrifum þau hafa orðið vegna Covid-faraldursins, líkt og aðrir meðlimir fótboltasamfélagsins,“ sagði í bréfi frá FIFA til alþjóðlegra deildasamtaka. Í bréfinu er þess getið að vonast sé eftir sams konar samstarfsvilja frá félögum leikmanna og öðrum sem málið snertir, varðandi það að leikmenn komist í verkefni sinna landsliða. Aðeins þrjár umferðir eru í ensku úrvalsdeildinni í janúar og úr því að afrísku leikmennirnir geta spilað þá fyrstu missa þeir aðeins af tveimur umferðum, jafnvel þó að þeir komist í úrslitaleik Afríkumótsins 6. febrúar. Leikið er í enska deildabikarnum og ensku bikarkeppninni í janúar. Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin)
Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin)
Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira