„Ef að ekki væri fyrir fótboltann væri helmingur ykkar að vinna á McDonalds“ Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 13:01 Jürgen Klopp og Jordan Henderson eru meðal þeirra sem bent hafa á að leikjaálagið er afar mikið hjá leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni yfir jólin. EPA/Peter Powell Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, segir Pep Guardiola, Jürgen Klopp og fleirum að hætta að kvarta yfir miklu álagi á leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta yfir jólavertíðina. „Nú er nóg komið. Spilið leikina og sinnið ykkar vinnu. Þið fáið allt of mikið borgað,“ sagði Simon Jordan sem lét vaða á súðum í hlaðvarpsþætti Talksport eftir ummæli nokkurra af aðalsöguhetjum enska boltans í aðdraganda jóla. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hafði til að mynda sagt að enginn virtist hugsa um heilsu leikmanna. Guardiola mun samkvæmt Daily Mail hafa stungið upp á því á félagafundi að leikmenn færu í verkfall til að mótmæla leikjaálaginu um jól, og Klopp hefur síðustu sex ár bent á að ekki sé hugsað um heilsu leikmanna með leikjaflóðinu um jól. Mun fleiri hafa gagnrýnt fyrirkomulagið. Simon Jordan er harður á því að stjörnur ensku úrvalsdeildarinnar ættu ekki að veigra sér við því að mæta til vinnu um jólin og frekar að vera þakklátar fyrir hlutskipti sitt. „Ég veit ekki hvers konar fólk við erum að ala upp en það er í léttivigt. Ég þoli þetta ekki lengur. Sýnið smá karakter. Harkið af ykkur. Menn eru til í alla kostina sem þessu fylgja, sættið ykkur við gallana,“ sagði Jordan. Btw nothing wrong with #MCDONALDS . I was referring to the money rather than the job value https://t.co/I5fQvfvmRx— Simon Jordan (@Sjopinion10) December 23, 2021 „Fótbolti byggir á einhverri menningu þar sem fólk er alltaf að búa til afsakanir. Ég er þó sammála því, og það er þeim að kenna að hafa ekki kosið með því, er að leyfa fimm skiptingar. En ef þeir fá fimm, þá munu þeir vilja sjö. Og ef þeir fá sjö skiptingar þá vilja þeir tíu,“ sagði Jordan. „Það er sama hvað maður gefur fólki, það er aldrei nóg. Hvað með að spá í hvað maður hefur það gott? Hvað með að klípa sig til að skilja hversu ótrúlega heppinn maður er? Því ef að ekki væri fyrir fótboltann væri helmingur ykkar að vinna á McDonalds,“ sagði Jordan. Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
„Nú er nóg komið. Spilið leikina og sinnið ykkar vinnu. Þið fáið allt of mikið borgað,“ sagði Simon Jordan sem lét vaða á súðum í hlaðvarpsþætti Talksport eftir ummæli nokkurra af aðalsöguhetjum enska boltans í aðdraganda jóla. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hafði til að mynda sagt að enginn virtist hugsa um heilsu leikmanna. Guardiola mun samkvæmt Daily Mail hafa stungið upp á því á félagafundi að leikmenn færu í verkfall til að mótmæla leikjaálaginu um jól, og Klopp hefur síðustu sex ár bent á að ekki sé hugsað um heilsu leikmanna með leikjaflóðinu um jól. Mun fleiri hafa gagnrýnt fyrirkomulagið. Simon Jordan er harður á því að stjörnur ensku úrvalsdeildarinnar ættu ekki að veigra sér við því að mæta til vinnu um jólin og frekar að vera þakklátar fyrir hlutskipti sitt. „Ég veit ekki hvers konar fólk við erum að ala upp en það er í léttivigt. Ég þoli þetta ekki lengur. Sýnið smá karakter. Harkið af ykkur. Menn eru til í alla kostina sem þessu fylgja, sættið ykkur við gallana,“ sagði Jordan. Btw nothing wrong with #MCDONALDS . I was referring to the money rather than the job value https://t.co/I5fQvfvmRx— Simon Jordan (@Sjopinion10) December 23, 2021 „Fótbolti byggir á einhverri menningu þar sem fólk er alltaf að búa til afsakanir. Ég er þó sammála því, og það er þeim að kenna að hafa ekki kosið með því, er að leyfa fimm skiptingar. En ef þeir fá fimm, þá munu þeir vilja sjö. Og ef þeir fá sjö skiptingar þá vilja þeir tíu,“ sagði Jordan. „Það er sama hvað maður gefur fólki, það er aldrei nóg. Hvað með að spá í hvað maður hefur það gott? Hvað með að klípa sig til að skilja hversu ótrúlega heppinn maður er? Því ef að ekki væri fyrir fótboltann væri helmingur ykkar að vinna á McDonalds,“ sagði Jordan.
Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira