Neville gagnrýndi Ronaldo og Fernandes og kallaði lið United hóp af vælukjóum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2021 07:30 Gary Neville var hvorki hrifinn af frammistöðu né viðhorfi Brunos Fernandes og Cristianos Ronaldo gegn Newcastle United. getty/Robbie Jay Barratt Gary Neville gagnrýndi frammistöðu Manchester United gegn Newcastle United og kallaði leikmenn liðsins vælukjóa. Leikurinn á St. James' Park í gær endaði með 1-1 jafntefli. Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir snemma leiks en Edinson Cavani jafnaði fyrir United á 71. mínútu. Gestirnir gátu þakkað David De Gea öðrum fremur fyrir stigið en hann varði nokkrum sinnum vel í markinu. „Þetta var glundroði í seinni hálfleik varðandi uppstillingu og leikstíl, þetta var örvæntingarfullt. Þetta veldur miklum áhyggjum. Það var eflaust margt sem [Ralf] Rangnick hataði við þessa frammistöðu,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn. Neville var jafnvel enn hvassari í gagnrýni sinni í hálfleik. „Þeir hafa ekki gert neitt rétt sem lið. Enginn leikmaður getur sagt að hann hafi staðið fyrir sínu. Það er ekkert jákvætt við þetta. Þeir væla í hver öðrum! Þetta er hópur af vælukjóum! Horfðu á þá, fórnandi höndum, kvartandi yfir öllu! Í sannleika sagt er þetta átakanlegt. Vegna þeirra var síðasti stjóri [Ole Gunnar Solskjær] rekinn! Ralf Rangnick verður ekki rekinn, hann er bara búinn að vera þarna í nokkrar vikur, en ef þessi hópur heldur svona áfram verða margir stjórar reknir vegna hans.“ Tveir bestu leikmenn United, Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes, voru ekki undanskildir gagnrýndi Nevilles. Hann var afar ósáttur við líkamstjáningu Portúgalanna í leiknum. „Við tölum um líkamstjáningu og töluðum um það fyrr á tímabilinu þegar Ronaldo hljóp af velli eftir leikinn gegn Everton. Hann gerði það aftur núna. Hann gerði það gegn Watford þegar allir vissu að stjórinn yrði rekinn. Og gegn Norwich,“ sagði Neville. „Fernandes er líka vælandi. Þetta er tveir stórir leikmenn og það er hrikalegt þegar þeir horfa á yngri leikmennina eins og þeir séu ekki nógu góðir.“ Neville var þó ánægður með innkomu Cavanis og sagði hann gott mótvægi við Ronaldo og Fernandes. „Hann visnar ekki í nærveru þeirra. Hann svarar þeim og hjálpar ungu leikmönnunum. Hann verður að vera inni á vellinum,“ sagði Neville. „Mér er sama hvernig þú spilar. Þú þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn. Farðu til þeirra eftir leikinn, sérstaklega þegar þú ert besti leikmaður heims og einn besti leikmaður allra tíma,“ sagði Neville og vísaði þar til Ronaldos. „Þetta hefur truflað mig í um tvo mánuði. Það er hrikalegt þegar bestu leikmennirnir í liðinu sýna þetta viðhorf og þessa líkamstjáningu.“ Næsti leikur United og jafnframt síðasti leikur liðsins á árinu 2021 er gegn Burnley á Old Trafford á fimmtudaginn. Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Leikurinn á St. James' Park í gær endaði með 1-1 jafntefli. Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir snemma leiks en Edinson Cavani jafnaði fyrir United á 71. mínútu. Gestirnir gátu þakkað David De Gea öðrum fremur fyrir stigið en hann varði nokkrum sinnum vel í markinu. „Þetta var glundroði í seinni hálfleik varðandi uppstillingu og leikstíl, þetta var örvæntingarfullt. Þetta veldur miklum áhyggjum. Það var eflaust margt sem [Ralf] Rangnick hataði við þessa frammistöðu,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn. Neville var jafnvel enn hvassari í gagnrýni sinni í hálfleik. „Þeir hafa ekki gert neitt rétt sem lið. Enginn leikmaður getur sagt að hann hafi staðið fyrir sínu. Það er ekkert jákvætt við þetta. Þeir væla í hver öðrum! Þetta er hópur af vælukjóum! Horfðu á þá, fórnandi höndum, kvartandi yfir öllu! Í sannleika sagt er þetta átakanlegt. Vegna þeirra var síðasti stjóri [Ole Gunnar Solskjær] rekinn! Ralf Rangnick verður ekki rekinn, hann er bara búinn að vera þarna í nokkrar vikur, en ef þessi hópur heldur svona áfram verða margir stjórar reknir vegna hans.“ Tveir bestu leikmenn United, Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes, voru ekki undanskildir gagnrýndi Nevilles. Hann var afar ósáttur við líkamstjáningu Portúgalanna í leiknum. „Við tölum um líkamstjáningu og töluðum um það fyrr á tímabilinu þegar Ronaldo hljóp af velli eftir leikinn gegn Everton. Hann gerði það aftur núna. Hann gerði það gegn Watford þegar allir vissu að stjórinn yrði rekinn. Og gegn Norwich,“ sagði Neville. „Fernandes er líka vælandi. Þetta er tveir stórir leikmenn og það er hrikalegt þegar þeir horfa á yngri leikmennina eins og þeir séu ekki nógu góðir.“ Neville var þó ánægður með innkomu Cavanis og sagði hann gott mótvægi við Ronaldo og Fernandes. „Hann visnar ekki í nærveru þeirra. Hann svarar þeim og hjálpar ungu leikmönnunum. Hann verður að vera inni á vellinum,“ sagði Neville. „Mér er sama hvernig þú spilar. Þú þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn. Farðu til þeirra eftir leikinn, sérstaklega þegar þú ert besti leikmaður heims og einn besti leikmaður allra tíma,“ sagði Neville og vísaði þar til Ronaldos. „Þetta hefur truflað mig í um tvo mánuði. Það er hrikalegt þegar bestu leikmennirnir í liðinu sýna þetta viðhorf og þessa líkamstjáningu.“ Næsti leikur United og jafnframt síðasti leikur liðsins á árinu 2021 er gegn Burnley á Old Trafford á fimmtudaginn.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira