Alfreð afar hrifinn af Klopp og segir hann fylla sig innblæstri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2021 08:30 Tveir stórir. Alfreð Gíslason og Jürgen Klopp. getty/Martin Rose/john powell Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, er afar hrifinn af Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, og segir að hann hafi haft mikil áhrif á sig. Þrátt fyrir að Alfreð hafi þjálfað í þrjá áratugi og samfellt í Þýskalandi síðan 1997 er hann enn tilbúinn að læra og hrífast af öðrum þjálfurum. „Ég verð að segja að það sem Klopp hefur gert hjá Liverpool fyllir mig innblæstri. Hvernig hann fær liðið með sér, eininguna sem hann býr til og hversu eðlilega hann kemur fyrir. Mér finnst það frábært,“ sagði Alfreð í viðtali við Mannheimer Morgen. Alfreð undirbýr nú þýska landsliðið fyrir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði. Miklar breytingar hafa orðið á þýska liðinu að undanförnu og það er yngra og óreyndara en oft áður. „Fyrir utan markverðina og Hendrik Pekeler er vöntun á þýskum heimsklassa leikmönnum. Nokkrir geta komist í þann hóp en það tekur tíma,“ sagði Alfreð. Hann segir að styrkur þýsku úrvalsdeildarinnar geri ungum þýskum leikmönnum erfitt um vik að brjótast fram á sjónarsviðið. „Það er erfitt fyrir unga leikmenn að festa sig í sessi í þýsku úrvalsdeildinni. Það er auðveldara fyrir unga leikmenn í Danmörku og Frakklandi.“ Alfreð er einnig ósáttur með hversu margir sterkir leikmenn gefa ekki kost sér í þýska landsliðið. „Það er mér hulin ráðgáta af hverju leikmenn velja að spila ekki fyrir landsliðið. Ég er vonsvikinn með hversu margir gefa ekki kost á sér. Ef þú horfir á Norðurlandaþjóðirnar, Frakkland, Spán og Króatíu er landsliðið gríðarlega mikilvægt fyrir alla. Leikmennirnir elska að spila með því,“ sagði Alfreð sem er á leið á sitt þriðja stórmót með þýska landsliðinu. Þýskaland er í riðli með Austurríki, Hvíta-Rússlandi og Póllandi á EM. Fyrsti leikur Þjóðverja er gegn Hvít-Rússum 14. janúar. EM karla í handbolta 2022 Enski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Þrátt fyrir að Alfreð hafi þjálfað í þrjá áratugi og samfellt í Þýskalandi síðan 1997 er hann enn tilbúinn að læra og hrífast af öðrum þjálfurum. „Ég verð að segja að það sem Klopp hefur gert hjá Liverpool fyllir mig innblæstri. Hvernig hann fær liðið með sér, eininguna sem hann býr til og hversu eðlilega hann kemur fyrir. Mér finnst það frábært,“ sagði Alfreð í viðtali við Mannheimer Morgen. Alfreð undirbýr nú þýska landsliðið fyrir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í næsta mánuði. Miklar breytingar hafa orðið á þýska liðinu að undanförnu og það er yngra og óreyndara en oft áður. „Fyrir utan markverðina og Hendrik Pekeler er vöntun á þýskum heimsklassa leikmönnum. Nokkrir geta komist í þann hóp en það tekur tíma,“ sagði Alfreð. Hann segir að styrkur þýsku úrvalsdeildarinnar geri ungum þýskum leikmönnum erfitt um vik að brjótast fram á sjónarsviðið. „Það er erfitt fyrir unga leikmenn að festa sig í sessi í þýsku úrvalsdeildinni. Það er auðveldara fyrir unga leikmenn í Danmörku og Frakklandi.“ Alfreð er einnig ósáttur með hversu margir sterkir leikmenn gefa ekki kost sér í þýska landsliðið. „Það er mér hulin ráðgáta af hverju leikmenn velja að spila ekki fyrir landsliðið. Ég er vonsvikinn með hversu margir gefa ekki kost á sér. Ef þú horfir á Norðurlandaþjóðirnar, Frakkland, Spán og Króatíu er landsliðið gríðarlega mikilvægt fyrir alla. Leikmennirnir elska að spila með því,“ sagði Alfreð sem er á leið á sitt þriðja stórmót með þýska landsliðinu. Þýskaland er í riðli með Austurríki, Hvíta-Rússlandi og Póllandi á EM. Fyrsti leikur Þjóðverja er gegn Hvít-Rússum 14. janúar.
EM karla í handbolta 2022 Enski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira