Stofnandi og starfsmenn Apple Daily ákærðir fyrir uppreisnaráróður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 10:48 Útgáfu Apple Daily var hætt í júní eftir að öryggissveitir í Hong Kong handtóku starfsmenn, frystu eignir og gerðu húsleit í höfuðstöðvum blaðsins. EPA-EFE/JEROME FAVRE Stofnandi dagblaðsins Apple Daily hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður af saksóknurum í Hong Kong. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir brot á umdeildum öryggislögum sem sögð eru skerða fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í héraðinu. Jimmy Lai, stofnandi dagblaðsins Apple Daily, sem hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár, mætti fyrir dómara í gær auk sex fyrrverandi starfsmanna dagblaðsins. Blaðinu var gert að hætta útgáfu í júní eftir að öryggissveitir gerðu húsleit í bækistöðvum blaðsins, handtóku starfsmenn og frystu eignir þess. Þeir sem hafa verið handteknir í tengslum við útgáfu blaðsins hafa verið ákærðir fyrir brot á umdeildum öryggislögum, sem voru innleidd í Hong Kong á síðasta ári. Lögin voru innleidd að frumkvæði stjórnvalda í Peking, sem hafa verið að herða tökin í sjálfstjórnarhéraðinu. Lai hefur þegar verið ákærður fyrir tvennskonar brot á öryggislögunum, þar á meðal fyrir samsæri í samráði við erlent ríki. Samkvæmt nýju ákærunni á Lai að hafa prentað, gefið út, selt og dreift uppreisnaráróðri frá apríl 2019 til 24. júní 2021. Þá segir í ákærunni að með dagblaðinu hafi átt að hvetja fólk til haturs og uppreisnar gegn stjórnvöldum í Hong Kong og Kína. Lai er einn þeirra þekktustu sem yfirvöld í Hong Kong hafa beint spjótum sínum að undanfarna mánuði. Vestræn ríki og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir handtöku hans og aðför gegn honum og segja öryggislögin til þess gerð að koma lýðræðissinnum í fangelsi og minnka fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Yfirvöld í Hong Kong og Kína vilja meina að lögin hafi verið nauðsynleg til að koma á friði og stöðugleika eftir heiftug mótmæli fyrir auknu lýðræði í héraðinu árið 2019. Lai hefur í rúmt ár verið haldið í einangrun í háöryggisfangelsinu Stanley Prison. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Jimmy Lai, stofnandi dagblaðsins Apple Daily, sem hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár, mætti fyrir dómara í gær auk sex fyrrverandi starfsmanna dagblaðsins. Blaðinu var gert að hætta útgáfu í júní eftir að öryggissveitir gerðu húsleit í bækistöðvum blaðsins, handtóku starfsmenn og frystu eignir þess. Þeir sem hafa verið handteknir í tengslum við útgáfu blaðsins hafa verið ákærðir fyrir brot á umdeildum öryggislögum, sem voru innleidd í Hong Kong á síðasta ári. Lögin voru innleidd að frumkvæði stjórnvalda í Peking, sem hafa verið að herða tökin í sjálfstjórnarhéraðinu. Lai hefur þegar verið ákærður fyrir tvennskonar brot á öryggislögunum, þar á meðal fyrir samsæri í samráði við erlent ríki. Samkvæmt nýju ákærunni á Lai að hafa prentað, gefið út, selt og dreift uppreisnaráróðri frá apríl 2019 til 24. júní 2021. Þá segir í ákærunni að með dagblaðinu hafi átt að hvetja fólk til haturs og uppreisnar gegn stjórnvöldum í Hong Kong og Kína. Lai er einn þeirra þekktustu sem yfirvöld í Hong Kong hafa beint spjótum sínum að undanfarna mánuði. Vestræn ríki og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir handtöku hans og aðför gegn honum og segja öryggislögin til þess gerð að koma lýðræðissinnum í fangelsi og minnka fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Yfirvöld í Hong Kong og Kína vilja meina að lögin hafi verið nauðsynleg til að koma á friði og stöðugleika eftir heiftug mótmæli fyrir auknu lýðræði í héraðinu árið 2019. Lai hefur í rúmt ár verið haldið í einangrun í háöryggisfangelsinu Stanley Prison.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49
Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01
Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46