Ráðherra skoði hvort framlengja eigi ívilnanir vegna tengiltvinnbíla Eiður Þór Árnason skrifar 28. desember 2021 15:56 Þriðja umræða um bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú í fullum gangi á Alþingi. Vísir/Sigurjón Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis beinir því til fjármála- og efnahagsráðherra að taka til skoðunar hvort tilefni sé til að framlengja ívilnanir vegna innflutnings tengitvinnbifreiða. Í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á lögum vegna fjárlaga næsta árs er gert ráð fyrir að fjárhæð virðisaukaskattsívilnunar vegna tengiltvinnbifreiða lækki úr 960 þúsund í 480 þúsund á hverja bifreið strax eftir áramót. Þá muni ívilnunin falla úr gildi að fullu eftir að 15 þúsund tengiltvinnbifreiðar sem hafa notið ívilnana eru skráðar í ökutækjaskrá. Talið er að það gæti gerst á fyrsta ársfjórðungi næsta árs en þær voru 13.226 þann 7. desember. Fram kemur í nýju meirihlutaáliti efnahags- og viðskiptanefndar að nefndarmenn telji ekki forsendur til breytinga á fyrirkomulagi ívilnananna að svo stöddu. Slíkt kalli á víðtækari endurskoðun, meðal annars með hliðsjón af ríkisstyrkjareglum og skuldbindingu íslenskra stjórnvalda til þess að tilkynna breytingar á fyrirkomulaginu til Eftirlitsstofnunar EFTA. Ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla eru áætlaðar 3,5 milljarðar króna í ár. Fram kom í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins að ráðuneytið telji að framlenging á virðisaukaskattsívilnun tengiltvinnbíla yrði ekki kostnaðarskilvirk aðgerð í loftslagsmálum. „Í hið minnsta ætti ekki að gera slíka lagabreytingu án fullnægjandi endurmats á stöðunni, valkostum, árangri og kostnaði.“ Hlutur svokallaðra nýorkubíla hefur aukist á síðustu árum.Vísir/Vilhelm Telja að afnám virðisaukaskattsafsláttarins muni vinna gegn loftslagsmarkmiðum Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu er meðal þeirra aðila sem hafa gagnrýnt fyrirætlanir stjórnvalda. Fram kemur í viðbótarumsögn Bílgreinasambandsins við umrætt frumvarp að gangi þetta eftir muni hlutdeild nýrra hefðbundinna bensín- og díselbíla aukast á næstu árum. „Bílgreinasambandið telur að afnám ívilnana á nú sé stórt skref afturábak og muni hægja á orkuskiptum og áhrif þess muni setja markmið stjórnvalda um kolefnislaust Ísland 2040 í uppnám og til að tryggja að hraði í orkuskiptum verði í það minnsta sá sami og verið hefur síðastliðin 2 ár þá þarf að framlengja ívilnunum og styðja með því enn frekar við orkuskiptin.“ Saka ráðuneytið um fordóma Samtökin gera sömuleiðis athugasemdir við röksemdir fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hæst er hlutfall rafmagns- og tengiltvinnbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi eða um 16% á meðan á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið 11% og á landsbyggðinni 5%. „Það er mjög sérstakt að sjá þá fordóma sem afhjúpast í umsögn ráðuneytisins varðandi skráningar tengiltvinnbíla og rafbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi og virðist vera gefið í skyn að þar séu efnameiri kaupendur að nýta sér ívilnun án þess að keyra síðan á rafmagni. Þetta er mjög gölluð nálgun og tekur að engu leiti tillit til heildarfjölda nýskráninga bíla á hverju landsvæði og þeirrar staðreyndar að á höfuðborgarsvæðinu búa flestir og að hlutfallslega fleiri nýskráningar eru þar umfram hlutfallslegan íbúafjölda sem hefur að öllum líkindum með almennan kaupmátt að gera sem er hærri á höfuðborgarsvæðinu en almennt á landsbyggðinni,“ segir í umsögn sambandsins. Tengiltvinnbílar (e. Plug-in-Hybrid) eru nokkurs konar blanda af rafmagnsbíl og hefðbundnum bensín eða díselbíl.EPA Enn langt í land Bílgreinasambandið segir að enn sé langt í land þegar kemur að orkuskiptum hér á landi þar sem hreinir rafbílar séu í dag einungis 4,6% af heildarflota skráðra fólksbíla og tengiltvinnbílar 6,7%. Leggja samtökin til að ívilnanirnar vegna tengiltvinnbíla verði framlengdar í tvö ár og heildarfjöldi verði hækkaður úr 15 þúsund. „Ástæða þess að mikilvægt er að framlengja ívilnanir er að brúa bil þar til framboð rafmagnsbíla er orðið fullnægjandi og bílar í boði í öllum verðflokkum og sem uppfylla flestar þarfir kaupenda hvar sem er á landinu og því glapræði að fella ívilnanir úr gildi sem mun hægja á orkuskiptum þar sem almenningur og bílaleigur munu frekar velja bensín- og/ díselbíla.“ Að sögn Bílgreinasambandsins er framboð rafmagnsbíla enn nokkuð takmarkað og sérlega í verðflokkum 4,5 til 6,5 milljónir sem sé sá verðflokkur sem hin almenna fjölskylda kaupir bíla í. Auk þess sé drægni enn takmörkuð miðað við langkeyrslunotkun og ýmsar aðrar þarfir ekki uppfylltar, til dæmis með stærri og rúmbetri bíla, meðal annars sjö sæta, sem rúma fjölskyldur, barnastóla og farangur. Þá þurfi mikið að gerast áður hleðslunet fyrir rafbíla sé orðið sterkt víðast hvar á landinu. Bílar Alþingi Umhverfismál Vistvænir bílar Skattar og tollar Tengdar fréttir Engar frekari ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla Samkvæmt minnisblaði frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu munu ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla senn renna sitt skeið. Skattaívilnanir vegna vistvænna bíla hafa verið í gildi síðan 2011. 24. desember 2021 07:00 Bjarni boðar nýtt álagningakerfi á græn ökutæki Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að innleiða nýtt álagningarkerfi fyrir bifreiðar sem ekki væru drifnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Fyrstu skrefin verði vonandi stigin á næsta eða þarnæsta ári. Ríkissjóður geti ekki verið án tekna af umferðinni til að standa undir viðhaldi og uppbyggingu innviða hennar. 9. desember 2021 13:18 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á lögum vegna fjárlaga næsta árs er gert ráð fyrir að fjárhæð virðisaukaskattsívilnunar vegna tengiltvinnbifreiða lækki úr 960 þúsund í 480 þúsund á hverja bifreið strax eftir áramót. Þá muni ívilnunin falla úr gildi að fullu eftir að 15 þúsund tengiltvinnbifreiðar sem hafa notið ívilnana eru skráðar í ökutækjaskrá. Talið er að það gæti gerst á fyrsta ársfjórðungi næsta árs en þær voru 13.226 þann 7. desember. Fram kemur í nýju meirihlutaáliti efnahags- og viðskiptanefndar að nefndarmenn telji ekki forsendur til breytinga á fyrirkomulagi ívilnananna að svo stöddu. Slíkt kalli á víðtækari endurskoðun, meðal annars með hliðsjón af ríkisstyrkjareglum og skuldbindingu íslenskra stjórnvalda til þess að tilkynna breytingar á fyrirkomulaginu til Eftirlitsstofnunar EFTA. Ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla eru áætlaðar 3,5 milljarðar króna í ár. Fram kom í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins að ráðuneytið telji að framlenging á virðisaukaskattsívilnun tengiltvinnbíla yrði ekki kostnaðarskilvirk aðgerð í loftslagsmálum. „Í hið minnsta ætti ekki að gera slíka lagabreytingu án fullnægjandi endurmats á stöðunni, valkostum, árangri og kostnaði.“ Hlutur svokallaðra nýorkubíla hefur aukist á síðustu árum.Vísir/Vilhelm Telja að afnám virðisaukaskattsafsláttarins muni vinna gegn loftslagsmarkmiðum Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu er meðal þeirra aðila sem hafa gagnrýnt fyrirætlanir stjórnvalda. Fram kemur í viðbótarumsögn Bílgreinasambandsins við umrætt frumvarp að gangi þetta eftir muni hlutdeild nýrra hefðbundinna bensín- og díselbíla aukast á næstu árum. „Bílgreinasambandið telur að afnám ívilnana á nú sé stórt skref afturábak og muni hægja á orkuskiptum og áhrif þess muni setja markmið stjórnvalda um kolefnislaust Ísland 2040 í uppnám og til að tryggja að hraði í orkuskiptum verði í það minnsta sá sami og verið hefur síðastliðin 2 ár þá þarf að framlengja ívilnunum og styðja með því enn frekar við orkuskiptin.“ Saka ráðuneytið um fordóma Samtökin gera sömuleiðis athugasemdir við röksemdir fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hæst er hlutfall rafmagns- og tengiltvinnbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi eða um 16% á meðan á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið 11% og á landsbyggðinni 5%. „Það er mjög sérstakt að sjá þá fordóma sem afhjúpast í umsögn ráðuneytisins varðandi skráningar tengiltvinnbíla og rafbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi og virðist vera gefið í skyn að þar séu efnameiri kaupendur að nýta sér ívilnun án þess að keyra síðan á rafmagni. Þetta er mjög gölluð nálgun og tekur að engu leiti tillit til heildarfjölda nýskráninga bíla á hverju landsvæði og þeirrar staðreyndar að á höfuðborgarsvæðinu búa flestir og að hlutfallslega fleiri nýskráningar eru þar umfram hlutfallslegan íbúafjölda sem hefur að öllum líkindum með almennan kaupmátt að gera sem er hærri á höfuðborgarsvæðinu en almennt á landsbyggðinni,“ segir í umsögn sambandsins. Tengiltvinnbílar (e. Plug-in-Hybrid) eru nokkurs konar blanda af rafmagnsbíl og hefðbundnum bensín eða díselbíl.EPA Enn langt í land Bílgreinasambandið segir að enn sé langt í land þegar kemur að orkuskiptum hér á landi þar sem hreinir rafbílar séu í dag einungis 4,6% af heildarflota skráðra fólksbíla og tengiltvinnbílar 6,7%. Leggja samtökin til að ívilnanirnar vegna tengiltvinnbíla verði framlengdar í tvö ár og heildarfjöldi verði hækkaður úr 15 þúsund. „Ástæða þess að mikilvægt er að framlengja ívilnanir er að brúa bil þar til framboð rafmagnsbíla er orðið fullnægjandi og bílar í boði í öllum verðflokkum og sem uppfylla flestar þarfir kaupenda hvar sem er á landinu og því glapræði að fella ívilnanir úr gildi sem mun hægja á orkuskiptum þar sem almenningur og bílaleigur munu frekar velja bensín- og/ díselbíla.“ Að sögn Bílgreinasambandsins er framboð rafmagnsbíla enn nokkuð takmarkað og sérlega í verðflokkum 4,5 til 6,5 milljónir sem sé sá verðflokkur sem hin almenna fjölskylda kaupir bíla í. Auk þess sé drægni enn takmörkuð miðað við langkeyrslunotkun og ýmsar aðrar þarfir ekki uppfylltar, til dæmis með stærri og rúmbetri bíla, meðal annars sjö sæta, sem rúma fjölskyldur, barnastóla og farangur. Þá þurfi mikið að gerast áður hleðslunet fyrir rafbíla sé orðið sterkt víðast hvar á landinu.
Bílar Alþingi Umhverfismál Vistvænir bílar Skattar og tollar Tengdar fréttir Engar frekari ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla Samkvæmt minnisblaði frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu munu ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla senn renna sitt skeið. Skattaívilnanir vegna vistvænna bíla hafa verið í gildi síðan 2011. 24. desember 2021 07:00 Bjarni boðar nýtt álagningakerfi á græn ökutæki Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að innleiða nýtt álagningarkerfi fyrir bifreiðar sem ekki væru drifnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Fyrstu skrefin verði vonandi stigin á næsta eða þarnæsta ári. Ríkissjóður geti ekki verið án tekna af umferðinni til að standa undir viðhaldi og uppbyggingu innviða hennar. 9. desember 2021 13:18 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Engar frekari ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla Samkvæmt minnisblaði frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu munu ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla senn renna sitt skeið. Skattaívilnanir vegna vistvænna bíla hafa verið í gildi síðan 2011. 24. desember 2021 07:00
Bjarni boðar nýtt álagningakerfi á græn ökutæki Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að innleiða nýtt álagningarkerfi fyrir bifreiðar sem ekki væru drifnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Fyrstu skrefin verði vonandi stigin á næsta eða þarnæsta ári. Ríkissjóður geti ekki verið án tekna af umferðinni til að standa undir viðhaldi og uppbyggingu innviða hennar. 9. desember 2021 13:18