Schmeichel skoðaði spyrnur Salah ekki fyrir leikinn: „Ég fékk bara einhverja tilfinningu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2021 23:31 Kasper Schmeichel varði vítaspyrnu frá Mohamed Salah í kvöld. Malcolm Couzens/Getty Images Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, var algjörlega frábær er liðið vann 1-0 sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann varði meðal annars víti frá Mohamed Salah, en segist ekki hafa skoðað spyrnur Egyptans sérstaklega fyrir leikinn. „Þetta er mikilvægur sigur, mjög mikilvægur sigur,“ sagði Schmeichel að leik loknum. „Að mæta til leiks í seinni hálfleik gegn Manchester City eins og við gerðum um helgina og eiga svo svona leik með þreytta fætur og þreyttan huga. Það er stórt hrós á liðið. Eins og kannski flestir aðrir leikmenn deildarinnar veit Schmeichel að það er erfitt að halda boltanum á móit liðum eins og Liverpool og City. Hann segir að þrátt fyrir að liðið hafi reynt að halda boltanum hafi uppleggið verið að nýta skyndisóknir. „Við viljum halda boltanum en á móti liðum eins og Liverpool og City þá koma alltaf kaflar þar sem að við erum ekki með boltann. Þú verður að vera ógnandi í skyndisóknum.“ „Þetta er virkilega ánægjulegur sigur. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og halda áfram. Það er lykilatriði fyrir okkur að ná að tengja saman sigra, við höfum ekki verið að því. Við erum að reyna að bæta alla þætti leiksins hjá okkur. Við vorum aðeins heppnir í dag og vonandi getur það sparkað okkur í gang.“ Að lokum var Schmeichel spurður út í vítið sem hann varði frá Mohamed Salah, en markvörðurinn segist ekki hafa skoðað spyrnur Salah sérstaklega fyrir leikinn. „Nei, alls ekki. Ég fékk bara einhverja tilfinningu og fylgdi henni. Seinasta víti sem ég varði hérna á King Power vellinum þá náðu þeir frákastinu og skoruðu. Þú þarft að hafa smá heppni með þér stundum. Við höfðum hana ekki með okkur á móti City, en hún var með okkur í dag.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
„Þetta er mikilvægur sigur, mjög mikilvægur sigur,“ sagði Schmeichel að leik loknum. „Að mæta til leiks í seinni hálfleik gegn Manchester City eins og við gerðum um helgina og eiga svo svona leik með þreytta fætur og þreyttan huga. Það er stórt hrós á liðið. Eins og kannski flestir aðrir leikmenn deildarinnar veit Schmeichel að það er erfitt að halda boltanum á móit liðum eins og Liverpool og City. Hann segir að þrátt fyrir að liðið hafi reynt að halda boltanum hafi uppleggið verið að nýta skyndisóknir. „Við viljum halda boltanum en á móti liðum eins og Liverpool og City þá koma alltaf kaflar þar sem að við erum ekki með boltann. Þú verður að vera ógnandi í skyndisóknum.“ „Þetta er virkilega ánægjulegur sigur. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og halda áfram. Það er lykilatriði fyrir okkur að ná að tengja saman sigra, við höfum ekki verið að því. Við erum að reyna að bæta alla þætti leiksins hjá okkur. Við vorum aðeins heppnir í dag og vonandi getur það sparkað okkur í gang.“ Að lokum var Schmeichel spurður út í vítið sem hann varði frá Mohamed Salah, en markvörðurinn segist ekki hafa skoðað spyrnur Salah sérstaklega fyrir leikinn. „Nei, alls ekki. Ég fékk bara einhverja tilfinningu og fylgdi henni. Seinasta víti sem ég varði hérna á King Power vellinum þá náðu þeir frákastinu og skoruðu. Þú þarft að hafa smá heppni með þér stundum. Við höfðum hana ekki með okkur á móti City, en hún var með okkur í dag.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Liverpool mistókst að halda í við toppliðið Leicester varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. nóvember. Lokatölur urðu 1-0, en þetta var annar leikurinn í röð sem Liverpool tekst ekki að vinna. 28. desember 2021 21:57