Innlent

Fimm nú í öndunar­vél vegna Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Meðalaldur inniliggjandi á Landspítala vegna Covid-19 er nú sextíu ár.
Meðalaldur inniliggjandi á Landspítala vegna Covid-19 er nú sextíu ár. Vísir/Vilhelm

21 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans. Staðan á Landspítala í gær var á þá leið að 21 var inniliggjandi vegna Covid-19 og þar af fjórir á gjörgæslu og þrír í öndunarvél.

Meðalaldur inniliggjandi á Landspítala er nú sextíu ár.

5.834 sjúklingar eru á Covid-göngudeild spítalans, þar af 1.262 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 256 innlagnir vegna Covid-19 á Landspítala.


Tengdar fréttir

Flestir með ó­míkron en fæstir á spítala

Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir að flestir sem liggi inni á spítala séu veikir af völdum delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Rúm áttatíu prósent smitaðra síðustu daga hafa greinst með ómíkron-afbrigði veirunnar en þrír sem greinst hafa með afbrigðið hafa þurft á spítalainnlögn að halda. 21 er inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×