Skoða hvort fleirum verði leyft að vinna í sóttkví Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. desember 2021 22:27 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi landsmanna er nú í einangrun og sóttkví sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á vinnustaði víðsvegar um landið. Viðræður hafa staðið yfir, meðal annars við Samtök atvinnulífsins, um hvort koma megi á sérstakri vinnusóttkví. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, segir að stjórnvöld leiti leiða til að koma til móts í fyrirtæki en hröð útbreiðsla kórónuveirunnar hefur valdið manneklu á fjölmörgum stofnunum og í fyrirtækjum. Mönnunarvandi hefur meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítala en spítalinn var settur á neyðarstig í gær vegna ástandsins. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að ástandið gangi ekki til lengdar. Mörg fyrirtæki lendi í vandræðum og með auknum fjölda smita og hraðrar útbreiðslu veirunnar þurfi að grípa til aðgerða til að koma til móts við þarfir atvinnulífsins. „Við höfum verið í samskiptum við eins og Samtök atvinnulífsins í dag sem hafa áhyggjur af ástandinu og við erum að skoða leiðir hvort að við getum einhvern veginn komið til móts við þau fyrirtæki með svokallaðri vinnusóttkví, sem muni kannski auðvelda fyrirtækjunum að halda áfram og halda úti starfsemi sinni,“ segir Víðir. Vinnusóttkví áður fyrir ferðalanga Frá því í fyrra hefur verið unnt að sækja um sérstaka vinnusóttkví ef brýn þörf er á að tryggja áframhaldandi starfsemi eða vinna verkefni sem ekki er hægt að fresta eins og segir á vef landlæknis. Vinnusóttkvíin er nokkuð þröng undanþága frá hinni hefðbundnu sóttkví en ráðstöfunin fæst til að mynda ekki fyrir einstaklinga sem eru í sóttkví vegna návígis við Covid-smitaðan einstakling. Ekki er ljóst hvernig stjórnvöld hyggjast útfæra vinnusóttkví upp á nýtt en núgildandi leiðbeiningar landlæknis taka aðeins til starfsmanna sem hafa komið erlendis frá. Þá þurfi einnig að liggja fyrir neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærunum og skýrt er tekið fram á vef embættisins að vinnusóttkví sé ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að sinna nánar tilgreindum starfa. Eftirfarandi eru núgildandi skilyrði fyrir vinnusóttkví. 1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19 Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, segir að stjórnvöld leiti leiða til að koma til móts í fyrirtæki en hröð útbreiðsla kórónuveirunnar hefur valdið manneklu á fjölmörgum stofnunum og í fyrirtækjum. Mönnunarvandi hefur meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítala en spítalinn var settur á neyðarstig í gær vegna ástandsins. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að ástandið gangi ekki til lengdar. Mörg fyrirtæki lendi í vandræðum og með auknum fjölda smita og hraðrar útbreiðslu veirunnar þurfi að grípa til aðgerða til að koma til móts við þarfir atvinnulífsins. „Við höfum verið í samskiptum við eins og Samtök atvinnulífsins í dag sem hafa áhyggjur af ástandinu og við erum að skoða leiðir hvort að við getum einhvern veginn komið til móts við þau fyrirtæki með svokallaðri vinnusóttkví, sem muni kannski auðvelda fyrirtækjunum að halda áfram og halda úti starfsemi sinni,“ segir Víðir. Vinnusóttkví áður fyrir ferðalanga Frá því í fyrra hefur verið unnt að sækja um sérstaka vinnusóttkví ef brýn þörf er á að tryggja áframhaldandi starfsemi eða vinna verkefni sem ekki er hægt að fresta eins og segir á vef landlæknis. Vinnusóttkvíin er nokkuð þröng undanþága frá hinni hefðbundnu sóttkví en ráðstöfunin fæst til að mynda ekki fyrir einstaklinga sem eru í sóttkví vegna návígis við Covid-smitaðan einstakling. Ekki er ljóst hvernig stjórnvöld hyggjast útfæra vinnusóttkví upp á nýtt en núgildandi leiðbeiningar landlæknis taka aðeins til starfsmanna sem hafa komið erlendis frá. Þá þurfi einnig að liggja fyrir neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærunum og skýrt er tekið fram á vef embættisins að vinnusóttkví sé ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að sinna nánar tilgreindum starfa. Eftirfarandi eru núgildandi skilyrði fyrir vinnusóttkví. 1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar.
1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19 Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Sjá meira
Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19
Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent