Ársreikningar með fyrirvara vegna stöðunnar í Namibíu Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 12:57 Samherji Holding heldur utan um erlendan rekstur Samherjasamstæðunnar. Vísir/Egill Samstæðan Samherji Holding ehf. hagnaðist um 27,4 milljónir evra á seinasta ári eða sem nemur um 4,04 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi. Hagnaður nam 1,4 milljónum evra árið 2019. Greint er frá þessu á vef fyrirtækisins en miklar tafir hafa verið á birtingu ársreikninganna og eru þeir undirritaður með fyrirvara. Að sögn forsvarsmanna félagsins hefur óvissa um málarekstur vegna útgerðar í Namibíu valdið töfum á gerð ársreikninganna. Ekki hafi tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðarinnar og stjórn Samherja Holding og endurskoðendur félagsins af þeim ástæðum gert fyrirvara við uppgjör þess félags. Samherji hf. heldur utan um starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og Færeyjum en systurfélagið Samherji Holding ehf. inniheldur erlenda starfsemi Samherja. Langumsvifamesti þátturinn í rekstri samstæðunnar eru sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu og Norður-Ameríku. Að sögn Samherja námu tekjur samstæðu Samherja Holding af seldum vörum 308,6 milljónum evra árið 2020 samkvæmt ársreikningi þess árs. Lækkuðu þær nokkuð miðað við árið á undan þegar námu 355,7 milljónum evra. Samkvæmt ársreikningi námu eignir samstæðunnar 585,4 milljónum evra í lok ársins 2020, eða rúmlega 86 milljörðum króna. Eignir voru 627,0 milljónir evra í lok ársins 2019. Eigið fé nam 393,2 milljónum evra í lok ársins 2020 en í lok árs 2019 nam eigið fé samstæðunnar 392,4 milljónum evra. Fjöldi manns í gæsluvarðhaldi í Namibíu Ríkissaksóknari Namibíu hefur ákært Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, í tengslum við Samherjamálið svokallaða. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og hagnast sjálfir á úthlutun aflaheimilda namibíska ríksins. Þeir sitja nú allir í fangelsi í tengslum við málið ásamt Pius Mwatelulo, Phillipus Mwapopi, og Otneel Shuudifonya. Stjórnendur Samherja hafa hafnað ásökunum um stórfelldar mútugreiðslur. Starfsemi Samherja í Namibíu er sömuleiðis til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Kjarninn hefur greint frá því að vitni og sakborningar hafi verið yfirheyrðir í sumar. Áður var greint frá því að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna McClure, lögfræðingur hjá Samherja og fyrrverandi ræðismaður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og Jóhannes Stefánsson hafi verið kölluð til yfirheyrslu sumarið 2020. Öll eru þau sögð vera með réttarstöðu sakbornings í rannsókn embættis héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19 Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29 Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Greint er frá þessu á vef fyrirtækisins en miklar tafir hafa verið á birtingu ársreikninganna og eru þeir undirritaður með fyrirvara. Að sögn forsvarsmanna félagsins hefur óvissa um málarekstur vegna útgerðar í Namibíu valdið töfum á gerð ársreikninganna. Ekki hafi tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðarinnar og stjórn Samherja Holding og endurskoðendur félagsins af þeim ástæðum gert fyrirvara við uppgjör þess félags. Samherji hf. heldur utan um starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og Færeyjum en systurfélagið Samherji Holding ehf. inniheldur erlenda starfsemi Samherja. Langumsvifamesti þátturinn í rekstri samstæðunnar eru sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu og Norður-Ameríku. Að sögn Samherja námu tekjur samstæðu Samherja Holding af seldum vörum 308,6 milljónum evra árið 2020 samkvæmt ársreikningi þess árs. Lækkuðu þær nokkuð miðað við árið á undan þegar námu 355,7 milljónum evra. Samkvæmt ársreikningi námu eignir samstæðunnar 585,4 milljónum evra í lok ársins 2020, eða rúmlega 86 milljörðum króna. Eignir voru 627,0 milljónir evra í lok ársins 2019. Eigið fé nam 393,2 milljónum evra í lok ársins 2020 en í lok árs 2019 nam eigið fé samstæðunnar 392,4 milljónum evra. Fjöldi manns í gæsluvarðhaldi í Namibíu Ríkissaksóknari Namibíu hefur ákært Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, í tengslum við Samherjamálið svokallaða. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og hagnast sjálfir á úthlutun aflaheimilda namibíska ríksins. Þeir sitja nú allir í fangelsi í tengslum við málið ásamt Pius Mwatelulo, Phillipus Mwapopi, og Otneel Shuudifonya. Stjórnendur Samherja hafa hafnað ásökunum um stórfelldar mútugreiðslur. Starfsemi Samherja í Namibíu er sömuleiðis til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Kjarninn hefur greint frá því að vitni og sakborningar hafi verið yfirheyrðir í sumar. Áður var greint frá því að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna McClure, lögfræðingur hjá Samherja og fyrrverandi ræðismaður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og Jóhannes Stefánsson hafi verið kölluð til yfirheyrslu sumarið 2020. Öll eru þau sögð vera með réttarstöðu sakbornings í rannsókn embættis héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19 Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29 Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19
Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29
Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34