Lögreglan í New York fær heimild til að panta Mustang-Mach-E og Tesla Model 3 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. desember 2021 07:02 Tesla Model 3 og regnbogi. Vilhelm Gunnarsson New York borg hefur ráðist í metnaðarfulla aðgerð sem snýst um að rafvæða lögreglubílaflota borgarinnar. Borgarstjórn New York borgar hefur nú veitt heimild fyrir kaupum á 184 Ford Mustang Mach-E rafbílum. Prófanir hafa farið fram á vegum lögreglunnar á Mustang Mach-E og þá hefur verið veitt heimild fyrir kaupum á 250 Tesla Model 3 bifreiðum. Bílarnir verða notaðir til löggæslustarfa á New York. Hér að neðan má sjá tíst frá Jim Farley, framkvæmdastjóra Ford. As America's leading maker of police vehicles, @Ford is proud the City of New York is adding the Mustang Mach-E GT to the NYPD fleet. This is another way @FordPro is helping business & govt customers, including emergency response & law enforcement, better serve their communities. pic.twitter.com/u18pifGGnX— Jim Farley (@jimfarley98) December 29, 2021 Tesla samningurinn hljóðar upp á 12,36 milljónir dollara, um 1,6 milljarður króna. Borgarstjóri New York, Bill de Blasio tilkynnti nýlega um 240 milljón dollara eða um 31,4 milljarða króna fjárfestingu í rafbílavæðingu og hleðsluinnviðum. Fregnir herma að ítarlegri upplýsingar um samninginn um kaupin á Model 3 sverði kynntar fljótlega. Mustang Mach-E bílarnir eru væntanlegir fyrir lok júní á næsta ári. Tesla Vistvænir bílar Bandaríkin Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent
Prófanir hafa farið fram á vegum lögreglunnar á Mustang Mach-E og þá hefur verið veitt heimild fyrir kaupum á 250 Tesla Model 3 bifreiðum. Bílarnir verða notaðir til löggæslustarfa á New York. Hér að neðan má sjá tíst frá Jim Farley, framkvæmdastjóra Ford. As America's leading maker of police vehicles, @Ford is proud the City of New York is adding the Mustang Mach-E GT to the NYPD fleet. This is another way @FordPro is helping business & govt customers, including emergency response & law enforcement, better serve their communities. pic.twitter.com/u18pifGGnX— Jim Farley (@jimfarley98) December 29, 2021 Tesla samningurinn hljóðar upp á 12,36 milljónir dollara, um 1,6 milljarður króna. Borgarstjóri New York, Bill de Blasio tilkynnti nýlega um 240 milljón dollara eða um 31,4 milljarða króna fjárfestingu í rafbílavæðingu og hleðsluinnviðum. Fregnir herma að ítarlegri upplýsingar um samninginn um kaupin á Model 3 sverði kynntar fljótlega. Mustang Mach-E bílarnir eru væntanlegir fyrir lok júní á næsta ári.
Tesla Vistvænir bílar Bandaríkin Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent