Inga ekki í Kryddsíldinni með nýútskrifaðri Þórdísi Kolbrúnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2021 14:08 Inga Sæland ákvað að taka ekki þátt í Kryddsíldinni í ár. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti í dag að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Yfir 1.500 manns greindust með Covid hér á landi í gær. Í samtali við fréttastofu segir Inga að nokkrir þættir hafi ráðið ákvörðun hennar. Meðal annars það að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra yrði í þættinum, en hún hefur nýlokið sjö daga einangrun eftir að hafa greinst með Covid. Einangrunartími var styttur úr tíu dögum í sjö í gær. „Það er allavega liður í því, en eigum við ekki að segja líka 1.600 smit í dag og maðurinn minn með með parkinsons og undirliggjandi sjúkdóma séu allt að blandast saman í það að reyna að vera ábyrgur,“ segir Inga. Hún segist þá hafa rætt við sóttvarnalækni í löngu máli í morgun. Eftir það samtal hafi hún endanlega afráðið að mæta ekki í þáttinn. Hún segist þá hafa boðið öðrum þingmönnum flokksins að mæta í sinn stað, en alls staðar hafi sama afstaða ráðið ferðinni. Það væri samfélagslega ábyrgt að mæta ekki. Leiðinlegt að hafa Ingu ekki með „Ég hef ekki trú á því að þau sem hafa ráðlagt okkur til þessa séu að stytta þetta niður í sjö daga vegna þess að það sé áfram hættulegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í Kryddsíldinni, innt eftir viðbrögðum við afstöðu Ingu. Þórdís Kolbrún segir þá að sér þyki leitt að Inga hafi ekki treyst sér til þess að mæta, enda væri skemmtilegra að hafa hana með. „Auðvitað er það þannig að fólk verður að geta tekið ákvörðun út frá sínum forsendum og þetta er líka ágætis áminning, bæði til mín og annarra, að við erum öll á mismunandi stað í þessu. Bæði gagnvart okkur sjálfum, okkar fólki og þessum tilfinningum sem eru mjög ólíkar milli einstaklinga.“ Aðspurð hvort staðan væri nú sú að þeir sem hræðist veiruna meira en aðrir eigi nú að loka sig af sagðist Þórdís Kolbrún ekki telja svo vera. Hún teldi hins vegar alveg hættulaust að sitja við Kryddsíldarborðið, enda væri sóttvarnaráðstafana vel gætt, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis. Kryddsíld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Inga að nokkrir þættir hafi ráðið ákvörðun hennar. Meðal annars það að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra yrði í þættinum, en hún hefur nýlokið sjö daga einangrun eftir að hafa greinst með Covid. Einangrunartími var styttur úr tíu dögum í sjö í gær. „Það er allavega liður í því, en eigum við ekki að segja líka 1.600 smit í dag og maðurinn minn með með parkinsons og undirliggjandi sjúkdóma séu allt að blandast saman í það að reyna að vera ábyrgur,“ segir Inga. Hún segist þá hafa rætt við sóttvarnalækni í löngu máli í morgun. Eftir það samtal hafi hún endanlega afráðið að mæta ekki í þáttinn. Hún segist þá hafa boðið öðrum þingmönnum flokksins að mæta í sinn stað, en alls staðar hafi sama afstaða ráðið ferðinni. Það væri samfélagslega ábyrgt að mæta ekki. Leiðinlegt að hafa Ingu ekki með „Ég hef ekki trú á því að þau sem hafa ráðlagt okkur til þessa séu að stytta þetta niður í sjö daga vegna þess að það sé áfram hættulegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í Kryddsíldinni, innt eftir viðbrögðum við afstöðu Ingu. Þórdís Kolbrún segir þá að sér þyki leitt að Inga hafi ekki treyst sér til þess að mæta, enda væri skemmtilegra að hafa hana með. „Auðvitað er það þannig að fólk verður að geta tekið ákvörðun út frá sínum forsendum og þetta er líka ágætis áminning, bæði til mín og annarra, að við erum öll á mismunandi stað í þessu. Bæði gagnvart okkur sjálfum, okkar fólki og þessum tilfinningum sem eru mjög ólíkar milli einstaklinga.“ Aðspurð hvort staðan væri nú sú að þeir sem hræðist veiruna meira en aðrir eigi nú að loka sig af sagðist Þórdís Kolbrún ekki telja svo vera. Hún teldi hins vegar alveg hættulaust að sitja við Kryddsíldarborðið, enda væri sóttvarnaráðstafana vel gætt, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis.
Kryddsíld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“