Birgitta Haukdal mætti óvænt í brúðkaupið: „Þetta var alveg hápunkturinn“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 14:44 Kolbrún Helga Pálsdóttir til vinstri og Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir til hægri. Atli Björgvinsson Þeim Sonju Björgu og Kolbrúnu Helgu brá heldur betur í brún þegar Birgitta Haukdal söngkona og Vignir Snær Sigfússon gítarleikari mættu óvænt í brúðkaupið þeirra í gær. Hjónin nýgiftu eru forfallnir Írafárs-aðdáendur og vinkona þeirra ákvað að koma þeim á óvart. Björg Magnúsdóttir sjónvarpskona er vinkonan umrædda. Hún bað Birgittu um að búa til myndbandskveðju sem sýna átti í brúðkaupinu, en Birgitta og Vignir vildu hins vegar „miklu frekar gefa þeim alvöru lifandi gjöf og mæta á staðinn, og syngja lagið sem þær trúlofuðu sig við,“ eins og Birgitta sjálf orðaði það. Brúðkaupið var haldið í heimahúsi og þær ákváðu að hafa það lítið, enda samkomutakmarkanir allsráðandi. Birgitta og Vignir sungu því fyrir utan húsið sem gerði atvikið heldur betur eftirminnilegt. Þá gaf Björg, vinkonan góða, þær stöllur saman en hún er athafnastjóri hjá Siðmennt. Blaðamaður náði tali af Sonju fyrr í dag sem var að vonum glöð með gærdaginn. „Við erum báðar svona forfallnir Írafárs-aðdáendur og vorum búnar að bóka Birgittu Haukdal til að syngja í brúðkaupinu okkar sem átti að vera næsta sumar, en síðan erum við óléttar og eigum von í maí þannig að við erum að fresta brúðkaupinu en vildum samt gifta okkur núna,“ segir Sonja og bætir við að þetta hafi verið mjög óvænt ánægja: „Þetta var alveg hápunkturinn bara.“ Birgitta Haukdal og Vignir Snær syngja í brúðkaupinu.Atli Björgvinsson Eins og fyrr segir eru þær Sonja og Kolbrún miklir aðdáendur hljómsveitarinnar og lagið „Aldrei mun ég“ er í uppáhaldi. „Ég held að Birgitta og Vignir viti alveg hverjar við erum af því við erum alveg vandræðalega mikið alltaf alls staðar og höldum mikið upp á þau,“ segir Sonja og hlær. „Hún tók sem sagt uppáhalds lagið okkar sem ég við einmitt trúlofuðum okkur yfir. Yfir uppáhalds laginu bað ég hennar [Kolbrúnar] og þau tóku það lag í gær þannig að það var mjög viðeigandi. Þetta var bara draumur sko,“ segir Sonja glöð: „Við erum enn þá bara að melta allt sko, við vorum svo ótrúlega hamingjusamar með daginn í gær.“ Brúðkaup Tengdar fréttir Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Sjá meira
Björg Magnúsdóttir sjónvarpskona er vinkonan umrædda. Hún bað Birgittu um að búa til myndbandskveðju sem sýna átti í brúðkaupinu, en Birgitta og Vignir vildu hins vegar „miklu frekar gefa þeim alvöru lifandi gjöf og mæta á staðinn, og syngja lagið sem þær trúlofuðu sig við,“ eins og Birgitta sjálf orðaði það. Brúðkaupið var haldið í heimahúsi og þær ákváðu að hafa það lítið, enda samkomutakmarkanir allsráðandi. Birgitta og Vignir sungu því fyrir utan húsið sem gerði atvikið heldur betur eftirminnilegt. Þá gaf Björg, vinkonan góða, þær stöllur saman en hún er athafnastjóri hjá Siðmennt. Blaðamaður náði tali af Sonju fyrr í dag sem var að vonum glöð með gærdaginn. „Við erum báðar svona forfallnir Írafárs-aðdáendur og vorum búnar að bóka Birgittu Haukdal til að syngja í brúðkaupinu okkar sem átti að vera næsta sumar, en síðan erum við óléttar og eigum von í maí þannig að við erum að fresta brúðkaupinu en vildum samt gifta okkur núna,“ segir Sonja og bætir við að þetta hafi verið mjög óvænt ánægja: „Þetta var alveg hápunkturinn bara.“ Birgitta Haukdal og Vignir Snær syngja í brúðkaupinu.Atli Björgvinsson Eins og fyrr segir eru þær Sonja og Kolbrún miklir aðdáendur hljómsveitarinnar og lagið „Aldrei mun ég“ er í uppáhaldi. „Ég held að Birgitta og Vignir viti alveg hverjar við erum af því við erum alveg vandræðalega mikið alltaf alls staðar og höldum mikið upp á þau,“ segir Sonja og hlær. „Hún tók sem sagt uppáhalds lagið okkar sem ég við einmitt trúlofuðum okkur yfir. Yfir uppáhalds laginu bað ég hennar [Kolbrúnar] og þau tóku það lag í gær þannig að það var mjög viðeigandi. Þetta var bara draumur sko,“ segir Sonja glöð: „Við erum enn þá bara að melta allt sko, við vorum svo ótrúlega hamingjusamar með daginn í gær.“
Brúðkaup Tengdar fréttir Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Sjá meira
Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00