„Reynum að láta ekki gremju eða reiði ná tökum á okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 15:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti nýársávarp sitt fyrr í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir ræddi óttann og áhrif hans í samfélagi í nýársávarpi sínu sem hann flutti fyrr í dag. Forsetinn fór þar meðal annars yfir stöðuna í íslensku samfélagi á tímum kórónuveirunnar og sagði að það væri án efa affarasælast að við öll, almenningur, sérfræðingar og stjórnvöld, myndum reyna að viðhalda þeirri einingu sem hafi gefist vel. Guðni sagði að að sjálfsögðu gæti þreytu meðal fólks vegna faraldursins og að sjálfsögðu þurfi að hjálpa þeim sem verði fyrir búsifjum vegna ástandsins. Sömuleiðis þurfi sífellt að endurmeta þær leiðir sem séu í boði. Forsetinn sagði þó að við ættum að reyna að viðhalda einingunni í samfélaginu í krafti sannfæringar og umræðu. Ekki ógnar og valdboðs, án þess að ágreiningur leiði til djúpstæðs klofnings í samfélaginu, og án þess að ótti nái á okkur heljartökum. „Ótti er ekki alltaf ástæðulaus, því fer fjarri. Hann getur fyllt okkur brýnum krafti þegar að okkur er sótt. En hann er vondur förunautur frá degi til dags. Lymskulegu valdi hans er vel lýst í kvæði Nínu Bjarkar Árnadóttur um fugl óttans sem tekur manneskjuna í klærnar, flýgur einnig inn í brjóst hennar og veinar þar. Þannig vinnur óttinn víst. Svo fær hann okkur jafnvel til að vera hvassyrtari en ella, stífari á okkar meiningu, tregari til að meðtaka önnur sjónarmið. Vel má vera að mörg ykkar kannist við þetta, sjálfur hef ég fundið þetta á eigin skinni. En reynum þá að gera betur. Reynum að láta ekki gremju eða reiði ná tökum á okkur,“ sagði Guðni. Hlýða má á ávarpið í heild sinni í spilaranum að neðan og lesa á heimasíðu forsetaembættisins. Forseti Íslands Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Guðni sagði að að sjálfsögðu gæti þreytu meðal fólks vegna faraldursins og að sjálfsögðu þurfi að hjálpa þeim sem verði fyrir búsifjum vegna ástandsins. Sömuleiðis þurfi sífellt að endurmeta þær leiðir sem séu í boði. Forsetinn sagði þó að við ættum að reyna að viðhalda einingunni í samfélaginu í krafti sannfæringar og umræðu. Ekki ógnar og valdboðs, án þess að ágreiningur leiði til djúpstæðs klofnings í samfélaginu, og án þess að ótti nái á okkur heljartökum. „Ótti er ekki alltaf ástæðulaus, því fer fjarri. Hann getur fyllt okkur brýnum krafti þegar að okkur er sótt. En hann er vondur förunautur frá degi til dags. Lymskulegu valdi hans er vel lýst í kvæði Nínu Bjarkar Árnadóttur um fugl óttans sem tekur manneskjuna í klærnar, flýgur einnig inn í brjóst hennar og veinar þar. Þannig vinnur óttinn víst. Svo fær hann okkur jafnvel til að vera hvassyrtari en ella, stífari á okkar meiningu, tregari til að meðtaka önnur sjónarmið. Vel má vera að mörg ykkar kannist við þetta, sjálfur hef ég fundið þetta á eigin skinni. En reynum þá að gera betur. Reynum að láta ekki gremju eða reiði ná tökum á okkur,“ sagði Guðni. Hlýða má á ávarpið í heild sinni í spilaranum að neðan og lesa á heimasíðu forsetaembættisins.
Forseti Íslands Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira