Íbúar hvattir til að spara heita vatnið vegna bilunar í dælu hjá Rangárveitum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2022 11:28 Íbúar sem Rangárveitur þjónusta eru hvattir til að spara vatnið. Vísir/Vilhelm Bilun kom upp í dælu í Rangárveitum, sem sér Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Ásahreppi fyrir heitu vatni. Vegna þessa er lægri þrýstingur á kerfinu á veitusvæðinu öllu og íbúar hvattir til að spara heita vatnið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Samkvæmt tilkynningunni hefur afhending á heitu vatni til stórnotenda verið takmarkað en afar mikilvægt er að viðskiptavinir Rangárveitna noti eins lítið heitt vatn og mögulegt er á meðan á viðgerðinni stendur. Segir þar að takist að draga úr notkun geti það komið í veg fyrir að fara þurfi í kerfisbundnar lokanir á veitusvæðinu. Talið er líklegt að bilunin tengist því að útleysing varð í aflvél í Búrfellsirkjun sem olli útleysingu hjá álveri Rio Tinto í Straumsvík. Við það hafi tíðnihögg komið á rafkerfið og dælan stöðvast. Síðan hafi ekki verið hægt að koma henni af stað. Fram kemur í tilkynningu að þegar í stað hafi undirbúningur viðgerða hafist en útvega hafi þurft efni, mannskap og krana til að hífa dæluna upp úr holunni. Það hafi ekki verið hægt í gær vegna veðurs. Varadæla sé á staðnum og verði sett niður í stað þeirrar biluðu. Talið er að verkið gæti tekið um to daga og því gert ráð fyrir að fullur þrýstingur verði kominn á kerfið á miðvikudagsmorgun. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana til að auka magn heits vatns inn á kerfið svo áhrif bilunarinnar verði sem minnst á heimili á svæðinu. Búið sé að tengja aðra heitavatnsholu í Laugalandi inn á kerfið, haft hafi verið samband við stórnotendur um að minnka notkun eins og hægt er og stýringum kerfisins hafi verið breytt Veitur hvetja fólk til að gæta þess að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að spara heita vatnið en um 90% allrar notkunar fari í húshitun. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Orkumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Samkvæmt tilkynningunni hefur afhending á heitu vatni til stórnotenda verið takmarkað en afar mikilvægt er að viðskiptavinir Rangárveitna noti eins lítið heitt vatn og mögulegt er á meðan á viðgerðinni stendur. Segir þar að takist að draga úr notkun geti það komið í veg fyrir að fara þurfi í kerfisbundnar lokanir á veitusvæðinu. Talið er líklegt að bilunin tengist því að útleysing varð í aflvél í Búrfellsirkjun sem olli útleysingu hjá álveri Rio Tinto í Straumsvík. Við það hafi tíðnihögg komið á rafkerfið og dælan stöðvast. Síðan hafi ekki verið hægt að koma henni af stað. Fram kemur í tilkynningu að þegar í stað hafi undirbúningur viðgerða hafist en útvega hafi þurft efni, mannskap og krana til að hífa dæluna upp úr holunni. Það hafi ekki verið hægt í gær vegna veðurs. Varadæla sé á staðnum og verði sett niður í stað þeirrar biluðu. Talið er að verkið gæti tekið um to daga og því gert ráð fyrir að fullur þrýstingur verði kominn á kerfið á miðvikudagsmorgun. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana til að auka magn heits vatns inn á kerfið svo áhrif bilunarinnar verði sem minnst á heimili á svæðinu. Búið sé að tengja aðra heitavatnsholu í Laugalandi inn á kerfið, haft hafi verið samband við stórnotendur um að minnka notkun eins og hægt er og stýringum kerfisins hafi verið breytt Veitur hvetja fólk til að gæta þess að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að spara heita vatnið en um 90% allrar notkunar fari í húshitun.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Orkumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira