Ásgeir vill fyrsta sætið á lista Sjálfstæðismanna í Mosó Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2022 09:08 Ásgeir Sveinsson. Aðsend Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar til síðustu fimmtán ára, skipaði efsta sætið á listanum fyrir síðustu kosningar, en hann hefur nú tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur einnig tilkynnt að hún sækist eftir fyrsta sæti á listanum. Í tilkynningu segir að Ásgeir sé formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi, formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, og hafi setið í stjórn strætó BS, samstarfsnefnd skíðasvæða og í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Haft er eftir Ásgeiri að það gangi vel í Mosfellsbæ, að ánægja íbúa mælist mjög mikil ár eftir ár, bærinn blómstri og dafni og það sé mjög eftirsótt að flytja í Mosfellsbæ. „Meirihlutasamstarf D og V lista á líðandi kjörtímabili hefur gengið mjög vel og þau málefni og áherslur sem flokkarnir eru með í sínum málefnasamningi hafa allflest verið sett í framkvæmd eða eru í undirbúningsferli. Mörg af þessum málum var ég með áherslu á í síðasta prófkjöri og ég er stoltur af því að vera hluti af öflugum hópi bæjarfulltrúa í meirihluta D og V lista sem hefur staðið að þessari góðu vinnu á krefjandi tímum á þessu kjörtímabili. Það eru mörg stór verkefni framundan í ört stækkandi Mosfellsbæ og ég hef mjög ákveðna sýn á bjarta framtíð bæjarins. Ég hef brennandi áhuga á velferð Mosfellsbæjar og fjölbreytt reynsla mín og þekking sem stjórnandi í viðskiptalífinu, vinna mín sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúa á líðandi kjörtímabili auk mikillar reynslu af félags og mannauðsmálum munu reynast mér vel í áframhaldandi góðri vinnu fyrir Mosfellsbæ. Ég vil veita lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sterka forystu til áframhaldandi góðra verka fyrir Mosfellinga næsta kjörtímabil. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í prófkjöri 5. febrúar næstkomandi,“ er haft eftir Ásgeiri. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar til síðustu fimmtán ára, skipaði efsta sætið á listanum fyrir síðustu kosningar, en hann hefur nú tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur einnig tilkynnt að hún sækist eftir fyrsta sæti á listanum. Í tilkynningu segir að Ásgeir sé formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúi, formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, og hafi setið í stjórn strætó BS, samstarfsnefnd skíðasvæða og í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Haft er eftir Ásgeiri að það gangi vel í Mosfellsbæ, að ánægja íbúa mælist mjög mikil ár eftir ár, bærinn blómstri og dafni og það sé mjög eftirsótt að flytja í Mosfellsbæ. „Meirihlutasamstarf D og V lista á líðandi kjörtímabili hefur gengið mjög vel og þau málefni og áherslur sem flokkarnir eru með í sínum málefnasamningi hafa allflest verið sett í framkvæmd eða eru í undirbúningsferli. Mörg af þessum málum var ég með áherslu á í síðasta prófkjöri og ég er stoltur af því að vera hluti af öflugum hópi bæjarfulltrúa í meirihluta D og V lista sem hefur staðið að þessari góðu vinnu á krefjandi tímum á þessu kjörtímabili. Það eru mörg stór verkefni framundan í ört stækkandi Mosfellsbæ og ég hef mjög ákveðna sýn á bjarta framtíð bæjarins. Ég hef brennandi áhuga á velferð Mosfellsbæjar og fjölbreytt reynsla mín og þekking sem stjórnandi í viðskiptalífinu, vinna mín sem formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúa á líðandi kjörtímabili auk mikillar reynslu af félags og mannauðsmálum munu reynast mér vel í áframhaldandi góðri vinnu fyrir Mosfellsbæ. Ég vil veita lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sterka forystu til áframhaldandi góðra verka fyrir Mosfellinga næsta kjörtímabil. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í prófkjöri 5. febrúar næstkomandi,“ er haft eftir Ásgeiri.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Kolbrún stefnir á bæjarstjórann í Mosó Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi. 9. desember 2021 09:54