Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 10:11 Yfir tveir af hverjum þremur nýjum fólksbílum var svokallaður nýorkubíll. Vísir/Vilhelm 1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi. Rafbílar voru 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%. Greint er frá þessu í samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem byggir á upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. Hyundai er í þriðja sæti með 1.133 nýskráða bíla og 8,9% hlutdeild og Tesla í fjórða sæti með 1.053 bíla og 8,2% hlutdeild. Að sögn FÍB hefur Kia verið á mikilli uppleið síðasta áratug og aukið söluna jafnt og þétt hér á landi. Framleiðandinn hefur síðustu ár verið í öðru sæti á eftir Toyota þegar kemur að fólksbílum. Ef sendi- og pallbílar eru sömuleiðis teknir með inn í reikninginn þá var Toyota áfram á toppnum á seinasta ári yfir vinsælasta bílaframleiðandann hér á landi. Mercedes-Benz var mest selda þýska lúxusbílamerkið annað árið í röð með 437 nýskráða fólksbíla á árinu. BMW kom í öðru sæti með 293 bíla og Audi í því þriðja með 195 bíla. Alls voru 12.769 nýskráðir fólksbílar á árinu 2021 samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. 64% nýskráðra bíla fóru í almenna notkun, 34% til bílaleiga? og 1,1% í annað. Af bílaumboðunum er BL með flesta nýskráða fólksbíla, Bílaumboðið Askja er í öðru sæti og Toyota í því þriðja. Brimborg er í fjórða sæti og Hekla í fimmta sæti. Fréttin hefur verið uppfærð. Bílar Vistvænir bílar Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Rafbílar voru 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%. Greint er frá þessu í samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem byggir á upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. Hyundai er í þriðja sæti með 1.133 nýskráða bíla og 8,9% hlutdeild og Tesla í fjórða sæti með 1.053 bíla og 8,2% hlutdeild. Að sögn FÍB hefur Kia verið á mikilli uppleið síðasta áratug og aukið söluna jafnt og þétt hér á landi. Framleiðandinn hefur síðustu ár verið í öðru sæti á eftir Toyota þegar kemur að fólksbílum. Ef sendi- og pallbílar eru sömuleiðis teknir með inn í reikninginn þá var Toyota áfram á toppnum á seinasta ári yfir vinsælasta bílaframleiðandann hér á landi. Mercedes-Benz var mest selda þýska lúxusbílamerkið annað árið í röð með 437 nýskráða fólksbíla á árinu. BMW kom í öðru sæti með 293 bíla og Audi í því þriðja með 195 bíla. Alls voru 12.769 nýskráðir fólksbílar á árinu 2021 samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. 64% nýskráðra bíla fóru í almenna notkun, 34% til bílaleiga? og 1,1% í annað. Af bílaumboðunum er BL með flesta nýskráða fólksbíla, Bílaumboðið Askja er í öðru sæti og Toyota í því þriðja. Brimborg er í fjórða sæti og Hekla í fimmta sæti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bílar Vistvænir bílar Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01