Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2022 11:51 Vindmyllurnar voru tvær í rekstri í Þykkvabæ. Önnur brann 2017 og hin nú um áramótin. Vísir/Arnar Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, segir nauðsynlegt að fella mylluna til að koma í veg fyrir að hún valdi skaða. Vindmyllan var í eigu fyrirtækisins Biokraft sem gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ sumarið 2014. Þær höfðu áður staðið í Þýskalandi. Önnur vindmyllan brann í eldsvoða í júlí 2017 og hefur verið ónothæf síðan. Biokraft varð gjaldþrota árið 2019 og eru vindmyllurnar í eigu Háblæs í dag. Beina útsendingu má sjá að neðan en hún er aðgengileg á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Lesa má nýjustu vendingar í vaktinni hér neðst í fréttinni. Um heljarinnar mannvirki er að ræða. Sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna að þyngd. „Spaðarnir á henni snúast og engin leið til að stoppa það. Það er ekki þorandi að fara upp í turninn því þar er allt brunnið. Hún gæti í miklu roki farið að snúast af miklu afli og hugsanlega brotnað. Þess vegna ætlum við að fella mylluna af öryggisástæðum,“ segir Ásgeir. Allt í turni myllunnar sé ónýtt. „Mastrið er í sjálfu sér heilt en við verðum að tryggja að ekki verði frekari skaði eða tjón af. Hún fari að snúast á yfirsnúningi og hugsanlega brotna af henni hlutir sem gæti haft slæmar afleiðingar. Því verður hún felld til að forðast skaða eða tjón.“ Sprengjusveit gæslunnar sér um framkvæmd sprengingarinnar. Varðandi öryggi á svæðinu segir Ásgeir lögreglu standa þá vakt. Ásgeir segir vinnu hafa staðið yfir varðandi endurbyggingu á vindmyllunum eftir að kviknaði í þeirri fyrri. Nú hafi sú síðari brunnið. Þessar tvær hverfi en væntanlega komi aðrar í staðinn. „Já, það er ætlunin. Það voru áform um að endurnýja þessar myllur. Þau eru óbreytt varðandi aðra þeirra. Svo brennur hin á nýársdag. Það eru áform um að endurnýja hana.“ Tíminn verði að leiða í ljós nákvæmlega hvað verði en mikil tækifæri séu á nýtingu vinds á Íslandi til raforkuframleiðslu til að uppfylla þörf markaðarins fyrir rafmagnsnotkun.
Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, segir nauðsynlegt að fella mylluna til að koma í veg fyrir að hún valdi skaða. Vindmyllan var í eigu fyrirtækisins Biokraft sem gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ sumarið 2014. Þær höfðu áður staðið í Þýskalandi. Önnur vindmyllan brann í eldsvoða í júlí 2017 og hefur verið ónothæf síðan. Biokraft varð gjaldþrota árið 2019 og eru vindmyllurnar í eigu Háblæs í dag. Beina útsendingu má sjá að neðan en hún er aðgengileg á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Lesa má nýjustu vendingar í vaktinni hér neðst í fréttinni. Um heljarinnar mannvirki er að ræða. Sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna að þyngd. „Spaðarnir á henni snúast og engin leið til að stoppa það. Það er ekki þorandi að fara upp í turninn því þar er allt brunnið. Hún gæti í miklu roki farið að snúast af miklu afli og hugsanlega brotnað. Þess vegna ætlum við að fella mylluna af öryggisástæðum,“ segir Ásgeir. Allt í turni myllunnar sé ónýtt. „Mastrið er í sjálfu sér heilt en við verðum að tryggja að ekki verði frekari skaði eða tjón af. Hún fari að snúast á yfirsnúningi og hugsanlega brotna af henni hlutir sem gæti haft slæmar afleiðingar. Því verður hún felld til að forðast skaða eða tjón.“ Sprengjusveit gæslunnar sér um framkvæmd sprengingarinnar. Varðandi öryggi á svæðinu segir Ásgeir lögreglu standa þá vakt. Ásgeir segir vinnu hafa staðið yfir varðandi endurbyggingu á vindmyllunum eftir að kviknaði í þeirri fyrri. Nú hafi sú síðari brunnið. Þessar tvær hverfi en væntanlega komi aðrar í staðinn. „Já, það er ætlunin. Það voru áform um að endurnýja þessar myllur. Þau eru óbreytt varðandi aðra þeirra. Svo brennur hin á nýársdag. Það eru áform um að endurnýja hana.“ Tíminn verði að leiða í ljós nákvæmlega hvað verði en mikil tækifæri séu á nýtingu vinds á Íslandi til raforkuframleiðslu til að uppfylla þörf markaðarins fyrir rafmagnsnotkun.
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Vindorka Tengdar fréttir Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05 Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05
Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00