Keppinautur Elíasar segist ekki ætla aftur til Midtjylland og heldur áfram að kvarta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 12:01 Jonas Lössl virðist hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Midtjylland. epa/Bo Amstrup Danski markvörðurinn Jonas Lössl segist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Midtjylland. Ristjóri bold.dk skilur ekki hvað honum gengur til með ummælum sínum. Lössl var lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í síðasta mánuði. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins. Eftir það á Brentford forkaupsrétt á honum. Lössl er uppalinn hjá Midtjylland og gekk aftur í raðir liðsins í febrúar í fyrra. Hann þurfti hins vegar að gera sér bekkjarsetu að góðu, meðal annars vegna góðrar frammistöðu Elíasar Rafns Ólafssonar. Í viðtali við TV2 útilokaði Lössl að hann myndi snúa aftur til Midtjylland í sumar þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn liðinu til 2025. „Þegar ég kom til Midtjylland í vetur sagði ég að ég kæmi heim fullur eldmóðs og vildi hjálpa liðinu með þeirri leiðtogahæfni og reynslu sem ég hafði aflað mér á ferlinum. Vegna ýmissa ástæðna hefur verið erfitt fyrir mig að taka að mér hlutverkið sem mér var ætlað sem eru vonbrigði,“ sagði Lössl. „Við sömdum í ársbyrjun 2021 en þær væntingar sem við höfðum til hvors annars hafa ekki farið saman. Því tek ég annað skref á ferlinum. Ég hefði óskað þess að enda þetta þar sem þetta byrjaði allt saman.“ Lössl viðurkenndi einnig að framfarir og frammistaða Elíasar hafi haft áhrif á ákvörðun hans. Elías framlengdi samning sinn við Midtjylland til 2026 í síðustu viku. Getur ekki bara kennt öðrum um René Schrøder, ritstjóri bold.dk, furðar sig á ummælum Lössls og segir hann hafa skorað sjálfsmark með þeim. Schrøder segist vera hrifinn af því þegar leikmenn tala hreint út í viðtölum í fjölmiðlum en hann skilur ekkert í Lössl. „Enginn getur spáð fyrir um framtíðina, sérstaklega ekki í fótboltanum sem er síbreytilegur og óútreiknanlegur. Hvað ef Lössl fær ekki mínútu hjá Brentford og markverðirnir þeirra koma aftur? Þá er langt því frá öruggt að Thomas Frank [knattspyrnustjóri Brentford] framlengi samning hans og félög bíða varla í röðum eftir að bjóða honum stóran samning,“ sagði Schrøder. „Mun hann því grátbiðja Midtjylland um að fá að koma aftur þrátt fyrir viðtalið við TV2 þar sem hann málaði sig út í horn. Ég get vel skilið að hann sé svekktur að endurkoman til Midtjylland hafi ekki gengið eins og hann dreymdi um. En hann getur ekki bara kennt öðrum um. Hann verður líka að horfa inn á við. Það hefur verið of langt milli lykilvarsla og óöryggis, sérstaklega í haustbyrjun. Svo var hann einfaldlega sleginn út af unga Íslendingnum, Elíasi Rafni Ólafssyni, sem hefur verið algjörlega frábær og er nýbúinn að skrifa undir langan samning.“ Lössl þekkir vel til á Englandi en hann lék áður með Huddersfield Town og Everton. Hann á enn eftir að spila fyrir Brentford síðan hann kom til liðsins. Elías hefur leikið þrettán leiki með Midtjylland í öllum keppnum á tímabilinu. Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með með tveggja stiga forskot á FC Kaupmannahöfn. Danski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira
Lössl var lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í síðasta mánuði. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins. Eftir það á Brentford forkaupsrétt á honum. Lössl er uppalinn hjá Midtjylland og gekk aftur í raðir liðsins í febrúar í fyrra. Hann þurfti hins vegar að gera sér bekkjarsetu að góðu, meðal annars vegna góðrar frammistöðu Elíasar Rafns Ólafssonar. Í viðtali við TV2 útilokaði Lössl að hann myndi snúa aftur til Midtjylland í sumar þrátt fyrir að hann væri samningsbundinn liðinu til 2025. „Þegar ég kom til Midtjylland í vetur sagði ég að ég kæmi heim fullur eldmóðs og vildi hjálpa liðinu með þeirri leiðtogahæfni og reynslu sem ég hafði aflað mér á ferlinum. Vegna ýmissa ástæðna hefur verið erfitt fyrir mig að taka að mér hlutverkið sem mér var ætlað sem eru vonbrigði,“ sagði Lössl. „Við sömdum í ársbyrjun 2021 en þær væntingar sem við höfðum til hvors annars hafa ekki farið saman. Því tek ég annað skref á ferlinum. Ég hefði óskað þess að enda þetta þar sem þetta byrjaði allt saman.“ Lössl viðurkenndi einnig að framfarir og frammistaða Elíasar hafi haft áhrif á ákvörðun hans. Elías framlengdi samning sinn við Midtjylland til 2026 í síðustu viku. Getur ekki bara kennt öðrum um René Schrøder, ritstjóri bold.dk, furðar sig á ummælum Lössls og segir hann hafa skorað sjálfsmark með þeim. Schrøder segist vera hrifinn af því þegar leikmenn tala hreint út í viðtölum í fjölmiðlum en hann skilur ekkert í Lössl. „Enginn getur spáð fyrir um framtíðina, sérstaklega ekki í fótboltanum sem er síbreytilegur og óútreiknanlegur. Hvað ef Lössl fær ekki mínútu hjá Brentford og markverðirnir þeirra koma aftur? Þá er langt því frá öruggt að Thomas Frank [knattspyrnustjóri Brentford] framlengi samning hans og félög bíða varla í röðum eftir að bjóða honum stóran samning,“ sagði Schrøder. „Mun hann því grátbiðja Midtjylland um að fá að koma aftur þrátt fyrir viðtalið við TV2 þar sem hann málaði sig út í horn. Ég get vel skilið að hann sé svekktur að endurkoman til Midtjylland hafi ekki gengið eins og hann dreymdi um. En hann getur ekki bara kennt öðrum um. Hann verður líka að horfa inn á við. Það hefur verið of langt milli lykilvarsla og óöryggis, sérstaklega í haustbyrjun. Svo var hann einfaldlega sleginn út af unga Íslendingnum, Elíasi Rafni Ólafssyni, sem hefur verið algjörlega frábær og er nýbúinn að skrifa undir langan samning.“ Lössl þekkir vel til á Englandi en hann lék áður með Huddersfield Town og Everton. Hann á enn eftir að spila fyrir Brentford síðan hann kom til liðsins. Elías hefur leikið þrettán leiki með Midtjylland í öllum keppnum á tímabilinu. Midtjylland er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með með tveggja stiga forskot á FC Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira